Metnaðarfull frumraun Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2010 06:00 A Long Time Listening með Agent Fresco. Tónlist: A Long Time Listening Agent Fresco Þegar ég setti plötuna A Long time Listening, fyrstu breiðskífu Agent Fresco, í spilarann og sá að hún innihélt sautján lög og var rúmur klukkutími að lengd sótti að mér uggur. Rétt eins og hjá bókmenntagagnrýnanda sem tekur við fyrsta verki rithöfundar og sér að skáldsagan er fimm hundruð síður. Spurningin sem vaknar er hvort listamaðurinn eða listamennirnir standi undir þessu, er þroskinn nægjanlegur? Hefði ekki verið betra að senda frá sér „smásagnasafn“ eða litla og einfalda „skáldsögu“. En Agent Fresco setur augljóslega markið hátt, hljómsveitarmeðlimir fengu náttúrulega sína eldskírn með sex laga plötunni Lightbulb Universe og fimm af þeim eru á Long Time Listening. Og til að svara spurningunni að ofan þá er svarið einfaldlega já: Agent Fresco stendur fyllilega undir þessu klukkutíma langa verki og vel það. A Long Time Listening er einfaldlega ein besta plata ársins, konfektmoli handa tónlistarunnendum sem eiga eftir að njóta þess að hlusta á hana aftur og aftur og heyra hana breytast við hverja hlustun. Það er hreinlega erfitt að sjá hver muni skáka þessari mögnuðu plötu á listum íslenskra gagnrýnenda í ár. Auðvitað verður að færa mjög góð rök fyrir því af hverju A Long Time Listening er besta plata ársins. Og af hverju hún verðskuldar fullt hús. Ástæða númer eitt er ákaflega þéttur hljómur sveitarinnar. Það er greinilega engin tilviljun að dómnefnd Músíktilrauna fyrir tveimur árum skyldi ákveða að verðlauna hljóðfæraleikara sveitarinnar; það er unun að hlusta á samspil fjórmenninganna í heilan klukkutíma án þess að taka sér hvíld. Stilla bara allt í botn og gleyma sér í rokkinu. Söngvarinn Arnór Dan Arnarson fer á kostum og rödd hans hefur mjög sterka nærveru. Önnur ástæða eru þroskaðar lagasmíðar og útsetningar. Það úir og grúir af straumum og stefnum á plötunni og þeir Þórarinn Guðnason og Arnór Dan Arnarson eru ekki smeykir við að blanda saman „poppuðum“ laglínum og þungu rokki án þess að framsetningin verði klisjukennd, þeir hafa sem betur fer ekki gleymt uppruna sínum og hráleikinn dansar á bak við upptökurnar. Það er kannski til marks um hversu reiðubúin Agent Fresco er að titillag plötunnar og jafnframt það lengsta er best. Agent Fresco bíður glæst framtíð ef hún heldur áfram að kafa ofan í tónlistina í hinu stóra samhengi af jafn miklu fordómaleysi og hún gerir á A Long Time Listening. Niðurstaða: A Long Time Listening er einfaldlega besta plata ársins. Svo mörg voru þau orð. Lífið Tónlistargagnrýni Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist: A Long Time Listening Agent Fresco Þegar ég setti plötuna A Long time Listening, fyrstu breiðskífu Agent Fresco, í spilarann og sá að hún innihélt sautján lög og var rúmur klukkutími að lengd sótti að mér uggur. Rétt eins og hjá bókmenntagagnrýnanda sem tekur við fyrsta verki rithöfundar og sér að skáldsagan er fimm hundruð síður. Spurningin sem vaknar er hvort listamaðurinn eða listamennirnir standi undir þessu, er þroskinn nægjanlegur? Hefði ekki verið betra að senda frá sér „smásagnasafn“ eða litla og einfalda „skáldsögu“. En Agent Fresco setur augljóslega markið hátt, hljómsveitarmeðlimir fengu náttúrulega sína eldskírn með sex laga plötunni Lightbulb Universe og fimm af þeim eru á Long Time Listening. Og til að svara spurningunni að ofan þá er svarið einfaldlega já: Agent Fresco stendur fyllilega undir þessu klukkutíma langa verki og vel það. A Long Time Listening er einfaldlega ein besta plata ársins, konfektmoli handa tónlistarunnendum sem eiga eftir að njóta þess að hlusta á hana aftur og aftur og heyra hana breytast við hverja hlustun. Það er hreinlega erfitt að sjá hver muni skáka þessari mögnuðu plötu á listum íslenskra gagnrýnenda í ár. Auðvitað verður að færa mjög góð rök fyrir því af hverju A Long Time Listening er besta plata ársins. Og af hverju hún verðskuldar fullt hús. Ástæða númer eitt er ákaflega þéttur hljómur sveitarinnar. Það er greinilega engin tilviljun að dómnefnd Músíktilrauna fyrir tveimur árum skyldi ákveða að verðlauna hljóðfæraleikara sveitarinnar; það er unun að hlusta á samspil fjórmenninganna í heilan klukkutíma án þess að taka sér hvíld. Stilla bara allt í botn og gleyma sér í rokkinu. Söngvarinn Arnór Dan Arnarson fer á kostum og rödd hans hefur mjög sterka nærveru. Önnur ástæða eru þroskaðar lagasmíðar og útsetningar. Það úir og grúir af straumum og stefnum á plötunni og þeir Þórarinn Guðnason og Arnór Dan Arnarson eru ekki smeykir við að blanda saman „poppuðum“ laglínum og þungu rokki án þess að framsetningin verði klisjukennd, þeir hafa sem betur fer ekki gleymt uppruna sínum og hráleikinn dansar á bak við upptökurnar. Það er kannski til marks um hversu reiðubúin Agent Fresco er að titillag plötunnar og jafnframt það lengsta er best. Agent Fresco bíður glæst framtíð ef hún heldur áfram að kafa ofan í tónlistina í hinu stóra samhengi af jafn miklu fordómaleysi og hún gerir á A Long Time Listening. Niðurstaða: A Long Time Listening er einfaldlega besta plata ársins. Svo mörg voru þau orð.
Lífið Tónlistargagnrýni Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira