Ísafoldarkvartett með tónleika 30. apríl 2010 08:00 Ísafoldarkvartettinn heldur sína fyrstu tónleika á morgun í Salnum. mynd/Salurinn Ein af ungu grúppunum sem starfa hér á landi úr klassíska geiranum er Ísafoldarkvartettinn sem er skipaður þeim Elfu Rún Kristinsdóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Þórarni M. Baldurssyni og Margréti Árnadóttur. Hann hefur leikið saman frá stofnun Kammersveitarinnar Ísafoldar árið 2003 og er sprottinn úr því frjósama umhverfi og samstarfi sem kammersveitin hefur reynst. Kammersveitin Ísafold hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2008 sem flytjandi ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar og sama ár var hún valin Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar. Ísafoldarkvartettinn hefur leikið strengjakvartetta á tónleikum Ísafoldar en ætlar nú í fyrsta sinn að halda eigin tónleika með strengjakvartettum eftir Joseph Haydn, Maurice Ravel og Johannes Brahms. Þeir verða í Salnum, Kópavogi á morgun kl. 17. Öll eru þau þrælmenntuð frá unga aldri: Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari er Akureyringur og fór að læra fjögurra ára. Hún hlaut fyrstu verðlaun í Johann Sebastian Bach-fiðlukeppninni í Leipzig, einnig hvatningarverðlaun Evrópska menningarsjóðsins og var valin bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum, allt árið 2006. Elfa Rún hefur leikið einleik bæði heima og erlendis með ýmsum hljómsveitum, meðal annars Sinfóníuhljómsveit Íslands. Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari stundaði nám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Haustið 2004 hóf Helga Þóra nám við Listaháskólann í Berlín, þreytti Helga Þóra Diplom-próf 2007 og hlaut hæstu einkunn. Sem einleikari hefur Helga Þóra leikið fiðlukonsert Johannes Brahms, tvær rapsódíur fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Béla Bartók, og fiðlukonsert nr. 2 eftir Bohuslav Martinu. Um þessar mundir er Helga Þóra búsett í París. Þórarinn Már Baldursson ólst upp í Aðaldal. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist 2002. Sama ár hlaut hann fasta stöðu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Margrét Árnadóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 2000, stundaði framhaldsnám við Juilliard og lauk þaðan meistaragráðu 2006. Það sama ár voru henni veitt menningarverðlaun The American-Scandinavian Society. Margrét hefur komið fram á einleiks- og kammertónleikum í Bandaríkjunum, Kína og hér heima; þar á meðal á Tíbrá, Kammermúsíkklúbbnum, Kristal og sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns og starfar nú sem sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands.- pbb Lífið Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ein af ungu grúppunum sem starfa hér á landi úr klassíska geiranum er Ísafoldarkvartettinn sem er skipaður þeim Elfu Rún Kristinsdóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Þórarni M. Baldurssyni og Margréti Árnadóttur. Hann hefur leikið saman frá stofnun Kammersveitarinnar Ísafoldar árið 2003 og er sprottinn úr því frjósama umhverfi og samstarfi sem kammersveitin hefur reynst. Kammersveitin Ísafold hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2008 sem flytjandi ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar og sama ár var hún valin Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar. Ísafoldarkvartettinn hefur leikið strengjakvartetta á tónleikum Ísafoldar en ætlar nú í fyrsta sinn að halda eigin tónleika með strengjakvartettum eftir Joseph Haydn, Maurice Ravel og Johannes Brahms. Þeir verða í Salnum, Kópavogi á morgun kl. 17. Öll eru þau þrælmenntuð frá unga aldri: Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari er Akureyringur og fór að læra fjögurra ára. Hún hlaut fyrstu verðlaun í Johann Sebastian Bach-fiðlukeppninni í Leipzig, einnig hvatningarverðlaun Evrópska menningarsjóðsins og var valin bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum, allt árið 2006. Elfa Rún hefur leikið einleik bæði heima og erlendis með ýmsum hljómsveitum, meðal annars Sinfóníuhljómsveit Íslands. Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari stundaði nám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Haustið 2004 hóf Helga Þóra nám við Listaháskólann í Berlín, þreytti Helga Þóra Diplom-próf 2007 og hlaut hæstu einkunn. Sem einleikari hefur Helga Þóra leikið fiðlukonsert Johannes Brahms, tvær rapsódíur fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Béla Bartók, og fiðlukonsert nr. 2 eftir Bohuslav Martinu. Um þessar mundir er Helga Þóra búsett í París. Þórarinn Már Baldursson ólst upp í Aðaldal. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist 2002. Sama ár hlaut hann fasta stöðu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Margrét Árnadóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 2000, stundaði framhaldsnám við Juilliard og lauk þaðan meistaragráðu 2006. Það sama ár voru henni veitt menningarverðlaun The American-Scandinavian Society. Margrét hefur komið fram á einleiks- og kammertónleikum í Bandaríkjunum, Kína og hér heima; þar á meðal á Tíbrá, Kammermúsíkklúbbnum, Kristal og sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns og starfar nú sem sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands.- pbb
Lífið Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira