Bríet kann svörin 17. janúar 2009 00:01 Góð ráð falla aldrei úr gildi. Það var með það í huga sem ég gluggaði á dögunum í fyrstu tölublöð Kvennablaðs Bríetar Bjarnhéðinsdóttur frá því seint á þarsíðustu öld. Taldi ég líklegt að þar væri að finna ýmsan hagnýtan fróðleik sem nýta mætti í kreppunni. Sú var líka raunin, ég hafði ekki lesið lengi þegar ég vissi allt um sláturgerð og kálbýtinga og hafði að auki lært hvernig ráða má bót á tannpínu með því að sjúga blöndu af rommi og krít upp í nefið. Að öðrum tölublöðum ólöstuðum var það 9. tölublað ársins 1897 sem veitti mér mestan innblástur. Í leiðaranum „Hvaða gagn er að halda búsýslureikninga" las ég mér til um mikilvægi heimilisbókhalds og strikaði með rauðu undir orð Bríetar þar sem hún segir: „Ef við höldum reikning, þá mun það draga okkur frá gagnslausri eyðslu." Viskan jókst eftir því sem ég fletti blaðinu og smám saman fór mér að finnast sem þessi fróðleikur hlyti að vera nýr. Hann átti bara allt of vel við. Dálkur, aftarlega í blaðinu, þar sem fjallað er um ósæmilega framkomu stendur upp úr. Það þykir til dæmis ósæmileg framkoma „að tala jafnan um peninga eða gróða. Að tala um hyggindi sín og hversu mikilsháttar maður sje," og „Að hæla sér af vináttu við auðmenn og mikils háttar fólk, eða það sem er enn þá verra, af auðlegðinni." Þótt þjóðin hafi hvorki átt útrásarvíkinga né ráðherra á þessum tíma virðist listinn beinlínis skrifaður þeim til varúðar. Það liggur í augum uppi að efnahagsvandann má rekja til ósæmilegrar framkomu nokkurra einstaklinga. Og hvað gerir maður við svoleiðis fólk? Bríet kann svör við því. Í þessu sama átta blaðsíðna tölublaði er stutt grein af uppeldisfræðilegum toga undir fyrirsögninni „Skynsamleg refsing". Þar er sagt frá dreng sem reynir að fá yngri og minni strák til að gefa sér helminginn af eplinu sínu. Þeir slást og sá stóri kemur blóðugur heim til föður síns sem húðskammar hann fyrir að hafa ráðist á minnimáttar. Í stað þess að löðrunga guttann segir faðirinn: „Þú átt að kaupa epli fyrir þína peninga, gefa litla drengnum það og biðja hann fyrirgefningar." Þetta er náttúrlega myndmál en við sjáum öll hvert Bríet er að fara. Við þurfum bara að bíða eftir því að drengirnir sem höguðu sér svona ósæmilega gefi okkur aftur eplin sem þeir stálu frá okkur og noti til þess sína eigin peninga! Mig grunar samt að við þurfum að bíða lengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar
Góð ráð falla aldrei úr gildi. Það var með það í huga sem ég gluggaði á dögunum í fyrstu tölublöð Kvennablaðs Bríetar Bjarnhéðinsdóttur frá því seint á þarsíðustu öld. Taldi ég líklegt að þar væri að finna ýmsan hagnýtan fróðleik sem nýta mætti í kreppunni. Sú var líka raunin, ég hafði ekki lesið lengi þegar ég vissi allt um sláturgerð og kálbýtinga og hafði að auki lært hvernig ráða má bót á tannpínu með því að sjúga blöndu af rommi og krít upp í nefið. Að öðrum tölublöðum ólöstuðum var það 9. tölublað ársins 1897 sem veitti mér mestan innblástur. Í leiðaranum „Hvaða gagn er að halda búsýslureikninga" las ég mér til um mikilvægi heimilisbókhalds og strikaði með rauðu undir orð Bríetar þar sem hún segir: „Ef við höldum reikning, þá mun það draga okkur frá gagnslausri eyðslu." Viskan jókst eftir því sem ég fletti blaðinu og smám saman fór mér að finnast sem þessi fróðleikur hlyti að vera nýr. Hann átti bara allt of vel við. Dálkur, aftarlega í blaðinu, þar sem fjallað er um ósæmilega framkomu stendur upp úr. Það þykir til dæmis ósæmileg framkoma „að tala jafnan um peninga eða gróða. Að tala um hyggindi sín og hversu mikilsháttar maður sje," og „Að hæla sér af vináttu við auðmenn og mikils háttar fólk, eða það sem er enn þá verra, af auðlegðinni." Þótt þjóðin hafi hvorki átt útrásarvíkinga né ráðherra á þessum tíma virðist listinn beinlínis skrifaður þeim til varúðar. Það liggur í augum uppi að efnahagsvandann má rekja til ósæmilegrar framkomu nokkurra einstaklinga. Og hvað gerir maður við svoleiðis fólk? Bríet kann svör við því. Í þessu sama átta blaðsíðna tölublaði er stutt grein af uppeldisfræðilegum toga undir fyrirsögninni „Skynsamleg refsing". Þar er sagt frá dreng sem reynir að fá yngri og minni strák til að gefa sér helminginn af eplinu sínu. Þeir slást og sá stóri kemur blóðugur heim til föður síns sem húðskammar hann fyrir að hafa ráðist á minnimáttar. Í stað þess að löðrunga guttann segir faðirinn: „Þú átt að kaupa epli fyrir þína peninga, gefa litla drengnum það og biðja hann fyrirgefningar." Þetta er náttúrlega myndmál en við sjáum öll hvert Bríet er að fara. Við þurfum bara að bíða eftir því að drengirnir sem höguðu sér svona ósæmilega gefi okkur aftur eplin sem þeir stálu frá okkur og noti til þess sína eigin peninga! Mig grunar samt að við þurfum að bíða lengi.
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun