Viðskipti erlent

Icelandair sló SAS við í dönsku ríkisútboði

Icelandair sló SAS við í útboði danska fjármálaráðuneytisins á flugi á vegum danska ríkisins. Á flugleiðinni Kaupmannahöfn til New York var Icelandair með hagstæðasta tilboðið fyrir danska ríkið.

Samkvæmt frétt af málinu á vefsíðunni takeoff.dk kom þessi niðurstaða verulega á óvart en hingað til hefur SAS yfirleitt fengið nær allt flug á vegum danska ríkisins í sinn hlut í þessum árlegu útboðum.

Og í ár fékk SAS, og samstarfsaðilar þess, einnig bróðurpartinn af þeim flugleiðum sem boðnar voru út en alls var um 22 leiðir að ræða.

Það kom einnig á óvart að SAS náði ekki flugleiðinni Kaupmannahöfn til Bangkok en þar átti Finnair lægsta tilboðið. SAS og Thaiair halda í sameiningu uppi daglegum flugferðum frá Kaupmannahöfn til Bangkok.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×