Helsta vonin? Þorsteinn Pálsson skrifar skrifar 18. apríl 2009 06:00 Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan eru sammála um eitt: Þjóðin á að lifa af sjávarútvegi og landbúnaði á komandi tíð. Með því að viðhalda krónunni sem framtíðargjaldmiðli verður fótunum kippt undan atvinnustarfsemi sem byggist á jafnri samkeppnisstöðu og getur staðið undir endurreisn lífskjaranna og gefið nokkra von um fjölgun starfa. Að þessu leyti bjóða ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan ekki upp á val milli ólíkra kosta í komandi kosningum. Hvorug fylkingin fylgir stefnu sem gengur upp, eigi þjóðin að eiga einhverja raunhæfa möguleika á að vinna sig út úr erfiðleikunum. Til viðbótar þessu hefur ríkisstjórnin lofað að afturkalla veiðiheimildir útgerðarfyrirtækja og smábátasjómanna á tilteknu árabili. Það lítur út fyrir að vera aðlögun að nýrri skipan, sem þó hefur ekki verið skýrð. Svo er þó ekki. Um leið og ákvörðunin er tekin fellur veðhæfi skipanna. Fyrirtækin og smábátasjómennirnir fara einfaldlega á hausinn. Líklegast er að bankakerfið fari einnig í þrot á ný. Vel má þó vera að með öllu sé óþarft að hafa áhyggjur af þessum áformum. Tilgátan er sú að afleiðingarnar séu forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna svo ljósar að þeim komi aldrei til hugar að framkvæma loforðin. Í sjálfu sér er engin ástæða til að véfengja jákvæða hugsun í þessa veru. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að afnema svokallaðan byggðakvóta og leyfa frjálsar handfæraveiðar í staðinn. Markmiðið er að fjölga störfum. Sannleikurinn er þó sá að aðeins ein leið er til að fjölga störfum við fiskveiðar. Hún er sú að veiða umfram vísindalega ráðgjöf. Það verður í litlum mæli í fyrstu en eykst svo hröðum skrefum með kunnum afleiðingum fyrir efnahaginn og lífríkið. Það kostar mikla staðfestu að fylgja meginreglunni um sjálfbæra nýtingu. Nú á að gefa eftir á því sviði undir forystu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Veiðiskipulag af þessum toga kallar einnig á offjárfestingu. Hún verður óveruleg í byrjun en vex síðan hröðum skrefum. Afleiðingin er minni arðsemi og rýrari skatttekjur ríkissjóðs. Þau áform sem ríkisstjórnin hefur í fiskveiðimálum eru skaðleg hvort heldur horft er á þau frá sjónarhóli sjálfbærrar nýtingar eða rekstrarhagkvæmni. Það eru bara ríkar þjóðir með fiskveiðar sem aukabúgrein sem geta í félagslegum tilgangi leyft sér líffræðilegar og efnahagslegar æfingar af því tagi sem þessi stefnumörkun felur í sér. Neikvæð afstaða útvegsmanna átti verulegan þátt í því að fyrrverandi stjórnarflokkar náðu ekki saman um aðild að Evrópska myntbandalaginu og Evrópusambandinu. Veruleikinn er þó sá að stefna núverandi ríkisstjórnar í fiskveiðimálum stefnir rekstri sjávarútvegsins í mun meira uppnám en sameiginleg fiskveiðistefna Evrópusambandsins. Var hagsmunamat útvegsmanna rétt? Þegar öllu er á botninn hvolft er niðurstaðan þessi þverstæða: Helsta von fólksins í landinu er að ríkisstjórnin og stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins skipti um skoðun í peningamálum og Evrópusambandsmálum. Enn fremur þarf fólkið að geta treyst því að ríkisstjórnin efni ekki loforð sín í sjávarútvegsmálum. Best væri þó að setja meira vit í stefnuskrárnar fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun
Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan eru sammála um eitt: Þjóðin á að lifa af sjávarútvegi og landbúnaði á komandi tíð. Með því að viðhalda krónunni sem framtíðargjaldmiðli verður fótunum kippt undan atvinnustarfsemi sem byggist á jafnri samkeppnisstöðu og getur staðið undir endurreisn lífskjaranna og gefið nokkra von um fjölgun starfa. Að þessu leyti bjóða ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan ekki upp á val milli ólíkra kosta í komandi kosningum. Hvorug fylkingin fylgir stefnu sem gengur upp, eigi þjóðin að eiga einhverja raunhæfa möguleika á að vinna sig út úr erfiðleikunum. Til viðbótar þessu hefur ríkisstjórnin lofað að afturkalla veiðiheimildir útgerðarfyrirtækja og smábátasjómanna á tilteknu árabili. Það lítur út fyrir að vera aðlögun að nýrri skipan, sem þó hefur ekki verið skýrð. Svo er þó ekki. Um leið og ákvörðunin er tekin fellur veðhæfi skipanna. Fyrirtækin og smábátasjómennirnir fara einfaldlega á hausinn. Líklegast er að bankakerfið fari einnig í þrot á ný. Vel má þó vera að með öllu sé óþarft að hafa áhyggjur af þessum áformum. Tilgátan er sú að afleiðingarnar séu forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna svo ljósar að þeim komi aldrei til hugar að framkvæma loforðin. Í sjálfu sér er engin ástæða til að véfengja jákvæða hugsun í þessa veru. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að afnema svokallaðan byggðakvóta og leyfa frjálsar handfæraveiðar í staðinn. Markmiðið er að fjölga störfum. Sannleikurinn er þó sá að aðeins ein leið er til að fjölga störfum við fiskveiðar. Hún er sú að veiða umfram vísindalega ráðgjöf. Það verður í litlum mæli í fyrstu en eykst svo hröðum skrefum með kunnum afleiðingum fyrir efnahaginn og lífríkið. Það kostar mikla staðfestu að fylgja meginreglunni um sjálfbæra nýtingu. Nú á að gefa eftir á því sviði undir forystu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Veiðiskipulag af þessum toga kallar einnig á offjárfestingu. Hún verður óveruleg í byrjun en vex síðan hröðum skrefum. Afleiðingin er minni arðsemi og rýrari skatttekjur ríkissjóðs. Þau áform sem ríkisstjórnin hefur í fiskveiðimálum eru skaðleg hvort heldur horft er á þau frá sjónarhóli sjálfbærrar nýtingar eða rekstrarhagkvæmni. Það eru bara ríkar þjóðir með fiskveiðar sem aukabúgrein sem geta í félagslegum tilgangi leyft sér líffræðilegar og efnahagslegar æfingar af því tagi sem þessi stefnumörkun felur í sér. Neikvæð afstaða útvegsmanna átti verulegan þátt í því að fyrrverandi stjórnarflokkar náðu ekki saman um aðild að Evrópska myntbandalaginu og Evrópusambandinu. Veruleikinn er þó sá að stefna núverandi ríkisstjórnar í fiskveiðimálum stefnir rekstri sjávarútvegsins í mun meira uppnám en sameiginleg fiskveiðistefna Evrópusambandsins. Var hagsmunamat útvegsmanna rétt? Þegar öllu er á botninn hvolft er niðurstaðan þessi þverstæða: Helsta von fólksins í landinu er að ríkisstjórnin og stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins skipti um skoðun í peningamálum og Evrópusambandsmálum. Enn fremur þarf fólkið að geta treyst því að ríkisstjórnin efni ekki loforð sín í sjávarútvegsmálum. Best væri þó að setja meira vit í stefnuskrárnar fyrir kosningar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun