Víkingr í tökur eftir áramót Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 14. apríl 2009 03:00 Nú lítur allt út fyrir að sex milljarða mynd hans Víkingr verði tekin að mestu leyti hér á landi og varpa margir öndinni léttar en um tíma leit út fyrir að myndin yrði tekin á Írlandi að mestu. fréttablaðið/valli Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er með mörg járn í eldinum en hans stærsta verkefni til þessa, Víkingr, sem kostar að lágmarki 45 milljónir dollara, fer í tökur eftir áramót og er leikmyndavinna þegar hafin. Myndin verður að mestu tekin hér á landi. „Ég er stoltur að hafa getað komið með þetta verkefni til landsins. Held reyndar að ástandið sé ekki eins slæmt og margir vilja vera láta og neikvæðir straumar gegn okkur alls ekki þeir sem um er talað,“ segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. „Ég hef ferðast mikið að undanförnu og finn það ekki.“ Baltasar var nýverið staddur í Búdapest þar sem kvikmynd hans Brúðguminn vann áhorfendaverðlaun á Titanic International Film Festival. Mikil aðsókn var á myndina og hún hlaut langflest atkvæði áhorfenda. „Ekki var mikil reiði út í okkur þar í það minnsta. Samúð frekar en hitt. Ekki að maður sé að leita eftir henni. Flestir skilja ástandið.“ Þakklátur stjórnvöldumVíkingr, víkingamynd Baltasars, er komin á vinnslustig. Leikmyndateiknarinn Karl Júlíusson var hér á landi nýverið en hann er búsettur úti í Noregi. True North hefur tekið að sér að annast verklega framkvæmd og þegar er hafin smíð leikmyndar. „Nú þegar nokkurn veginn liggur fyrir 20 prósenta endurgreiðsla framleiðslukostnaðar mynda sem teknar eru hér á landi er gert ráð fyrir að myndin verði að langmestum hluta tekin upp hér á landi. Maður á aldrei að staðhæfa neitt í kvikmyndabransanum, þar getur brugðið til beggja vona, en bara það að hefja undirbúning og byrja að smíða er gríðarlega kostnaðarsamt. Og það þýðir að framleiðendum er full alvara. Ég bjóst við að þeir færu kannski með þetta hálfa leið en svo var ekki. Það má alveg hrósa Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra en bæði ég og True North höfum fundað með honum vegna málsins. Ég er þakklátur stjórnvöldum en þetta er atvinnuskapandi,“ segir Baltasar. Fjöldi íslenskra leikaraFramleiðandi myndarinnar er 26 Films og kostar myndin að lágmarki 45 milljónir dollara eða 6 milljarða í íslenskum krónum, en líklega verður hún stærri því fleiri stórir framleiðendur munu líklega koma að gerð hennar. Þegar er farið að huga að því að skipa í hlutverk. Baltasar segir að fjöldi íslenskra leikara komi við sögu. „Það kæmi ekki á óvart ef Ingvar [E. Sigurðsson] yrði þarna einhvers staðar,“ grínast Baltasar en Ingvar hefur verið í flestum mynda hans. „Já, og leikarar sem ég er hrifinn af. Svo eru þeir hjá Endeavor Talent Agency búnir að lesa handritið og eru mjög hrifnir. Þeir vilja setja peninga í þetta en á mála hjá þeim eru mjög margir þekktir leikarar,“ segir Baltasar. Að detta af hestbakiUpphaflega var stefnt að því að hefja tökur þegar í haust en samkvæmt handriti eru nokkrar árstíðir sem þurfa að vera til staðar í íslenskri náttúru. Baltasar er feginn því að fá meiri tíma til undirbúnings. Þegar hafa verið ráðnir sérfræðingar í bardagaatriðum, þeir hinir sömu og sáu um bardagaatriðin í Braveheart-mynd Mel Gibson, búningahönnuður verður Consalata Boyle sem fékk Óskarsverðlaun fyrir búninga sína í The Queen, förðunarmeistarinn er sá hinn sami og var í Apocalypto og þannig má lengi telja. „Og hestasérfræðingurinn. Þeir eru örugglega margir Íslendingarnir sem vilja vera með í því að láta sig detta af hestbaki. Ég vildi helst vera í því fyrir utan að leikstýra myndinni,“ segir Baltasar. Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er með mörg járn í eldinum en hans stærsta verkefni til þessa, Víkingr, sem kostar að lágmarki 45 milljónir dollara, fer í tökur eftir áramót og er leikmyndavinna þegar hafin. Myndin verður að mestu tekin hér á landi. „Ég er stoltur að hafa getað komið með þetta verkefni til landsins. Held reyndar að ástandið sé ekki eins slæmt og margir vilja vera láta og neikvæðir straumar gegn okkur alls ekki þeir sem um er talað,“ segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. „Ég hef ferðast mikið að undanförnu og finn það ekki.“ Baltasar var nýverið staddur í Búdapest þar sem kvikmynd hans Brúðguminn vann áhorfendaverðlaun á Titanic International Film Festival. Mikil aðsókn var á myndina og hún hlaut langflest atkvæði áhorfenda. „Ekki var mikil reiði út í okkur þar í það minnsta. Samúð frekar en hitt. Ekki að maður sé að leita eftir henni. Flestir skilja ástandið.“ Þakklátur stjórnvöldumVíkingr, víkingamynd Baltasars, er komin á vinnslustig. Leikmyndateiknarinn Karl Júlíusson var hér á landi nýverið en hann er búsettur úti í Noregi. True North hefur tekið að sér að annast verklega framkvæmd og þegar er hafin smíð leikmyndar. „Nú þegar nokkurn veginn liggur fyrir 20 prósenta endurgreiðsla framleiðslukostnaðar mynda sem teknar eru hér á landi er gert ráð fyrir að myndin verði að langmestum hluta tekin upp hér á landi. Maður á aldrei að staðhæfa neitt í kvikmyndabransanum, þar getur brugðið til beggja vona, en bara það að hefja undirbúning og byrja að smíða er gríðarlega kostnaðarsamt. Og það þýðir að framleiðendum er full alvara. Ég bjóst við að þeir færu kannski með þetta hálfa leið en svo var ekki. Það má alveg hrósa Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra en bæði ég og True North höfum fundað með honum vegna málsins. Ég er þakklátur stjórnvöldum en þetta er atvinnuskapandi,“ segir Baltasar. Fjöldi íslenskra leikaraFramleiðandi myndarinnar er 26 Films og kostar myndin að lágmarki 45 milljónir dollara eða 6 milljarða í íslenskum krónum, en líklega verður hún stærri því fleiri stórir framleiðendur munu líklega koma að gerð hennar. Þegar er farið að huga að því að skipa í hlutverk. Baltasar segir að fjöldi íslenskra leikara komi við sögu. „Það kæmi ekki á óvart ef Ingvar [E. Sigurðsson] yrði þarna einhvers staðar,“ grínast Baltasar en Ingvar hefur verið í flestum mynda hans. „Já, og leikarar sem ég er hrifinn af. Svo eru þeir hjá Endeavor Talent Agency búnir að lesa handritið og eru mjög hrifnir. Þeir vilja setja peninga í þetta en á mála hjá þeim eru mjög margir þekktir leikarar,“ segir Baltasar. Að detta af hestbakiUpphaflega var stefnt að því að hefja tökur þegar í haust en samkvæmt handriti eru nokkrar árstíðir sem þurfa að vera til staðar í íslenskri náttúru. Baltasar er feginn því að fá meiri tíma til undirbúnings. Þegar hafa verið ráðnir sérfræðingar í bardagaatriðum, þeir hinir sömu og sáu um bardagaatriðin í Braveheart-mynd Mel Gibson, búningahönnuður verður Consalata Boyle sem fékk Óskarsverðlaun fyrir búninga sína í The Queen, förðunarmeistarinn er sá hinn sami og var í Apocalypto og þannig má lengi telja. „Og hestasérfræðingurinn. Þeir eru örugglega margir Íslendingarnir sem vilja vera með í því að láta sig detta af hestbaki. Ég vildi helst vera í því fyrir utan að leikstýra myndinni,“ segir Baltasar.
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira