Viðskipti erlent

NunaMinerals finnur meira af gulli á Grænlandi

Námufyrirtækið NunaMinerals hafa fundið gull í tveimur af fimm borholum sínum á tvemur nýju leitarsvæðum á Grænlandi. Gullið hefur fundist á Niagornaasuk- og Qoorormiutsvæðunum á suðurhluta Grænlands.

Samkvæmt frétt um málið á börsen.dk gaf önnur holan af sér a.m.k 174 gullkorn, það er um 10 grömm í hverju tonni af grjóti og hin gaf af sér 333 gullkorn eða um 19 grömm í tonninu.

Ole Christiansen forstjóri NunaMinerals segir í tilkynningu um gullfundinn að hann sé mjög ánægjulegur sérstakleg í ljósi þess að borholurnar gefa af sér meira gullmagn en er að finna í Kirkespirdalnum þar sem Nalunaq gullnáma fyrirtækisins er staðsett.

Í framhaldi af þessum gullfundi hefur NunaMinerals sótt um leyfi til að stækka leitarsvæði sitt úr 287 ferkílómetrum og upp í um 470 ferkílómetra til grænlensku heimastjórnarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×