Viðskipti erlent

Magasin opnar netverslun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Magasin í Kaupmannahöfn. Mynd/ Pjetur.
Magasin í Kaupmannahöfn. Mynd/ Pjetur.
Stjórnendur Magasin undirbúa opnun netverslunar þessa dagana. Strax í næstu viku verður hægt að kaupa meira en sjö þúsund vörur á netinu. Gert er ráð fyrir að innan skamms verði netverslunin orðin jafn umsvifamikil og aðrar verslanir Magasin keðjunnar.

„Reynslan frá útlöndum sýnir að stórverslanir geta selt jafn mikið á netinu og í vöruhúsum sínum. Það mun taka nokkur ár, en áhuginn á því að stunda viðskipti á netinu er að aukast," er haft eftir Jóni Björnssyni, forstjóra Magasín, á viðskiptavef Jyllands Posten.

Magasin er að stórum hluta til í eigu Straums.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×