Horfið sakleysi Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 21. september 2009 06:00 Kvöld eitt hér um árið hringdi ég til systur minnar og bað hana að lána mér hrærivélina sína, því þá átti ég enga sjálf. Þetta var auðsótt mál, systir mín sagði að ég skyldi bara skreppa og sækja hana. Þau hjónin væru reyndar stödd í útlöndum en útidyrnar væru ólæstar auðvitað eins og venjulega, svo ég gæti bara haft mína hentisemi. Þessi notalega gestrisni sem kom af sjálfu sér á upphafsárum búskaparins í dreifbýli reyndist aldrei kosta þau hjónakorn eftirsjá. Svona gamaldags hugsunarháttur gæti átt heima í sögu frá þarsíðustu öld, því bara tæpum áratug síðar hefur elskulegt traust á náunganum gufað upp úr flestum. Daglegar fréttir af fólki sem kemur að heimili sínu svívirtu af harðkjarna innbrotsþjófum hafa svipt okkur því sakleysi sem mörgum var eðlislægt fyrir stuttu. Nú skreppur ekki nokkur maður svo mikið sem út í bakarí án þess að hespa alla glugga vandlega aftur, melda sig til nágrannans og virkja þjófavarnarkerfið. Dagleg bölsýni fjölmiðla hefur hrætt líftóruna úr okkur öllum. Ofan á hroðalegar fjármálafréttir, sorgarsögur og heimsendaspár er nú í huganum ekki þverfótandi lengur fyrir pólskum þjófaflokkum sem bíða þess eins að rýja okkur endanlega inn að skinninu. Hundur sem bættist við fjölskylduna fyrr á þessu ári reyndist í kaupbæti vera lifandi þjófavarnarkerfi og tekur hlutverk sitt ákaflega alvarlega. Í hvert skipti sem einhver vogar sér fram hjá húsinu eftir að honum finnst að fólk eigi að vera farið að sofa, lyftir hann eyra og augnloki og urrar aðvarandi. Stjákli einhver um lóðina eftir myrkur rýkur hann upp í vígaham, æstur og geltandi og framfylgir þannig embættisskyldum sínum af fullri einurð. Skiptir þá engu máli hvort á ferð eru strangheiðarlegir nágrannar eða samviskusamur blaðberi. Alvöru þjófar fengju líklega að finna til tevatnsins. Líkt og sá óheppni ræningi sem ætlaði samkvæmt fréttum um daginn inn um svaladyr á húsi en mætti þá vígreifum varðhundi heimilisins. Það eina sem þjófurinn sá skildi eftir sig, var blóðslóð á veröndinni og sigri hrósandi seppi. Merkilegt reyndar að hundurinn og eigandi hans hafi ekki verið kærðir fyrir líkamsárás, miðað við þá lagalegu samúð sem stórþjófar virðast njóta á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Kvöld eitt hér um árið hringdi ég til systur minnar og bað hana að lána mér hrærivélina sína, því þá átti ég enga sjálf. Þetta var auðsótt mál, systir mín sagði að ég skyldi bara skreppa og sækja hana. Þau hjónin væru reyndar stödd í útlöndum en útidyrnar væru ólæstar auðvitað eins og venjulega, svo ég gæti bara haft mína hentisemi. Þessi notalega gestrisni sem kom af sjálfu sér á upphafsárum búskaparins í dreifbýli reyndist aldrei kosta þau hjónakorn eftirsjá. Svona gamaldags hugsunarháttur gæti átt heima í sögu frá þarsíðustu öld, því bara tæpum áratug síðar hefur elskulegt traust á náunganum gufað upp úr flestum. Daglegar fréttir af fólki sem kemur að heimili sínu svívirtu af harðkjarna innbrotsþjófum hafa svipt okkur því sakleysi sem mörgum var eðlislægt fyrir stuttu. Nú skreppur ekki nokkur maður svo mikið sem út í bakarí án þess að hespa alla glugga vandlega aftur, melda sig til nágrannans og virkja þjófavarnarkerfið. Dagleg bölsýni fjölmiðla hefur hrætt líftóruna úr okkur öllum. Ofan á hroðalegar fjármálafréttir, sorgarsögur og heimsendaspár er nú í huganum ekki þverfótandi lengur fyrir pólskum þjófaflokkum sem bíða þess eins að rýja okkur endanlega inn að skinninu. Hundur sem bættist við fjölskylduna fyrr á þessu ári reyndist í kaupbæti vera lifandi þjófavarnarkerfi og tekur hlutverk sitt ákaflega alvarlega. Í hvert skipti sem einhver vogar sér fram hjá húsinu eftir að honum finnst að fólk eigi að vera farið að sofa, lyftir hann eyra og augnloki og urrar aðvarandi. Stjákli einhver um lóðina eftir myrkur rýkur hann upp í vígaham, æstur og geltandi og framfylgir þannig embættisskyldum sínum af fullri einurð. Skiptir þá engu máli hvort á ferð eru strangheiðarlegir nágrannar eða samviskusamur blaðberi. Alvöru þjófar fengju líklega að finna til tevatnsins. Líkt og sá óheppni ræningi sem ætlaði samkvæmt fréttum um daginn inn um svaladyr á húsi en mætti þá vígreifum varðhundi heimilisins. Það eina sem þjófurinn sá skildi eftir sig, var blóðslóð á veröndinni og sigri hrósandi seppi. Merkilegt reyndar að hundurinn og eigandi hans hafi ekki verið kærðir fyrir líkamsárás, miðað við þá lagalegu samúð sem stórþjófar virðast njóta á Íslandi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun