Okkar menn í ströngu 24. ágúst 2009 07:00 Í dag kl. fimm gengur íslenskt landslið í fyrsta sinn inn á lokamót um Evrópumeistaratitil í knattspyrnu. Íslenska landsliðið hefur þátttöku sína í dag með baráttu við lið Frakka í einum þriggja riðla keppninnar. Okkar menn eru í firnasterkum riðli og verður gaman að sjá hvert gengi okkar manna verður. Nú er að standa í lappirnar og leika af þori og djörfung og njóta þessa áfanga sem íslensk knattspyrna hefur loks náð. Franska liðið er sterkt og að baki því eru miklir kraftar: fjármagn, gott úrval keppnisliða, stórþjóð sem er heimskunn fyrir ákafa sinn og atvinnumennsku í knattspyrnu. Okkar menn hafa af seiglu og þolgæði náð þó þetta langt og eru til alls vísir, láti þeir ekki ofureflið að baki franska liðinu draga úr sér kjarkinn. Svona langt hefur íslensk knattspyrna náð á rúmri öld. Dagurinn í dag er því söguleg stund, ekki bara fyrir íslenska landsliðið, ekki bara fyrir íslensku knattspyrnuhreyfinguna og íþróttahreyfinguna í heild sinni, heldur alla þá sem sparka bolta að staðaldri sér til skemmtunar og í keppni. Í dag er skrifað blað í íslenska íþróttasögu - og ekki síður í sögu jafnréttisbaráttu kvenna og með sérkennilegum hætti takast þessar tvær hreyfingar, kvennahreyfingin og knattspyrnuhreyfingin í hönd á þessum degi - svo ólíklegir félagar sem þær annast eru. Konur hafa ekki átt upp á pallborðið lengstan þann tíma sem knattspyrnuhreyfingin hefur starfað í landinu, nema til þess eins að þvo skítuga búninga, smyrja körlum nesti, veita þeim styrkinn fyrir leiki, smáum og háum, bakka okkar karlmenn upp og hugga þá við ósigrana og gleðjast með þeim í sigurvímunni. Nú er tími kvennanna kominn og það á svo skammri tíð að karlmenn sem stýra knattspyrnuhreyfingunni og þeir sem láta mest með hana eru hálfsneyptir við þessi tímamót: þetta gátu þær þá! Kvennalandsliðið í knattspyrnu sem nú gengur til leiks í hörðu og erfiðu móti við stórþjóðir er orðið til á örfáum árum úr íslenska kvennaboltanum. Leikmennirnir sem í dag standa keikir undir þjóðsöngnum hafa sýnt ótrúlegan og brennandi áhuga á íþrótt sinni, hafa synt mót straumi og lagt á sig miklar raunir til að ná þetta langt. Allt hefur það gerst í umhverfi sem gefur karlmönnum, strákum, mun meira rúm í keppnisíþróttum og almennri iðkun, en stelpum. Sú yfirburðastaða sem íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sannar í dag verður þannig kyndill til framgöngu öllum konum í íþróttaiðkun sem útheimtir jafna aðstöðu í karlavígunum sem íþróttafélögin eru. Nú reynir á að íþróttahreyfingin nýti sér kraftinn sem losa má úr læðingi hjá kvenþjóðinni. Hvernig sem leikurinn í dag fer og aðrir leikir liðsins í þessum riðli og hvort sem þær komast áfram þá er hálfur sigur unninn. Bara sú staðreynd sem við munum líta í dag að íslenskt kvennalandslið keppir á Evrópumóti er sigur í sjálfu sér, rétt eins og það er þeim hálfur sigur að hafa komist svo langt - þær eru orðnar fordæmi sem öll önnur knattspyrnulið íslensk verða hér eftir að miða sig við. Gangi þær glaðar til leiksins, gangi þeim sem allra best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Í dag kl. fimm gengur íslenskt landslið í fyrsta sinn inn á lokamót um Evrópumeistaratitil í knattspyrnu. Íslenska landsliðið hefur þátttöku sína í dag með baráttu við lið Frakka í einum þriggja riðla keppninnar. Okkar menn eru í firnasterkum riðli og verður gaman að sjá hvert gengi okkar manna verður. Nú er að standa í lappirnar og leika af þori og djörfung og njóta þessa áfanga sem íslensk knattspyrna hefur loks náð. Franska liðið er sterkt og að baki því eru miklir kraftar: fjármagn, gott úrval keppnisliða, stórþjóð sem er heimskunn fyrir ákafa sinn og atvinnumennsku í knattspyrnu. Okkar menn hafa af seiglu og þolgæði náð þó þetta langt og eru til alls vísir, láti þeir ekki ofureflið að baki franska liðinu draga úr sér kjarkinn. Svona langt hefur íslensk knattspyrna náð á rúmri öld. Dagurinn í dag er því söguleg stund, ekki bara fyrir íslenska landsliðið, ekki bara fyrir íslensku knattspyrnuhreyfinguna og íþróttahreyfinguna í heild sinni, heldur alla þá sem sparka bolta að staðaldri sér til skemmtunar og í keppni. Í dag er skrifað blað í íslenska íþróttasögu - og ekki síður í sögu jafnréttisbaráttu kvenna og með sérkennilegum hætti takast þessar tvær hreyfingar, kvennahreyfingin og knattspyrnuhreyfingin í hönd á þessum degi - svo ólíklegir félagar sem þær annast eru. Konur hafa ekki átt upp á pallborðið lengstan þann tíma sem knattspyrnuhreyfingin hefur starfað í landinu, nema til þess eins að þvo skítuga búninga, smyrja körlum nesti, veita þeim styrkinn fyrir leiki, smáum og háum, bakka okkar karlmenn upp og hugga þá við ósigrana og gleðjast með þeim í sigurvímunni. Nú er tími kvennanna kominn og það á svo skammri tíð að karlmenn sem stýra knattspyrnuhreyfingunni og þeir sem láta mest með hana eru hálfsneyptir við þessi tímamót: þetta gátu þær þá! Kvennalandsliðið í knattspyrnu sem nú gengur til leiks í hörðu og erfiðu móti við stórþjóðir er orðið til á örfáum árum úr íslenska kvennaboltanum. Leikmennirnir sem í dag standa keikir undir þjóðsöngnum hafa sýnt ótrúlegan og brennandi áhuga á íþrótt sinni, hafa synt mót straumi og lagt á sig miklar raunir til að ná þetta langt. Allt hefur það gerst í umhverfi sem gefur karlmönnum, strákum, mun meira rúm í keppnisíþróttum og almennri iðkun, en stelpum. Sú yfirburðastaða sem íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sannar í dag verður þannig kyndill til framgöngu öllum konum í íþróttaiðkun sem útheimtir jafna aðstöðu í karlavígunum sem íþróttafélögin eru. Nú reynir á að íþróttahreyfingin nýti sér kraftinn sem losa má úr læðingi hjá kvenþjóðinni. Hvernig sem leikurinn í dag fer og aðrir leikir liðsins í þessum riðli og hvort sem þær komast áfram þá er hálfur sigur unninn. Bara sú staðreynd sem við munum líta í dag að íslenskt kvennalandslið keppir á Evrópumóti er sigur í sjálfu sér, rétt eins og það er þeim hálfur sigur að hafa komist svo langt - þær eru orðnar fordæmi sem öll önnur knattspyrnulið íslensk verða hér eftir að miða sig við. Gangi þær glaðar til leiksins, gangi þeim sem allra best.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun