Valkosturinn við alþjóðasamstarf Óli Kristján Ármannsson skrifar 24. júní 2009 06:00 Gerðar hafa verið lærðar úttektir á mismuninum á stöðu Íslands og Nýfundnalands. Nokkru eftir seinna stríð varð ofan á hjá nágrönnum okkar í vestri að ganga til liðs við Kanada, meðan Íslendingar völdu leið sjálfstæðis og sjálfstjórnar. Á Nýfundnalandi hafa verið viðvarandi félagsleg vandamál, atvinnuleysi gífurlegt, skortur á uppbyggingu og nær þriðjungur þeirra sem þar búa ólæsir. Hér hefur hins vegar uppbygging verið mikil og landið í raun blómstrað sem vestrænt velferðarríki. Því má hins vegar velta fyrir sér hvort þarna hafi skilið leiðir í samanburði, eða hvort raunveruleg hætta sé á að Ísland rati leið Nýfundnalands. Vandræði Nýfundnalands, sem var áður sjálfstætt ríki, hófust nefnilega nokkru fyrr. Á nítjándu öld má segja að landið hafi blómstrað, en þar var þing stofnað árið 1832. Á seinni hluta aldarinnar var Nýfundnaland gerði verslunarsamninga við nágrannaþjóðir sínar og gekk nokkuð vel, en fór svo út á varasama braut með miklum alþjóðlegum lántökum til að fjármagna hina og þessa uppbyggingu. Árið 1933 námu skuldir þjóðarinnar um 100 milljónum dala á móti þjóðarframleiðslu upp á þrjátíu milljónir dala. Heimskreppan sem þá var í garð gengin gekk svo endanlega frá þjóðarhag eyjarskeggja þegar verðfall varð á fiskmörkuðum, en fiskur var jú helsta útflutningsafurð íbúa Nýfundnalands. Landið gat ekki staðið við skuldbindingar sínar og Bretar tóku þar yfir stjórn á ný. Eftir stríð kusu íbúar Nýfundnalands um það hvort þeir vildu áframhaldandi landstjórn Breta, sjálfstæði eða innlimun í Kanada. Frá 1949 hefur landið verið hluti af Kanada. Nú gengur yfir heimskreppa, Ísland er skuldum vafið og með nokkuð einhæfan útflutning, svipað Nýfundnalandi. Munurinn er helstur sá að við njótum stuðnings alþjóðasamfélagsins við að standa við skuldbindingar okkar og þar með við að halda sjálfstæðinu. Á þetta bæði við um samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og samninga við Breta vegna Icesave. Þeir sem halda því fram að hér eigi að hafna samkomulaginu sem gert hefur verið við Breta og jafnvel slíta samstarfinu við AGS þurfa að svara því hvaða framtíð þeir sjái fyrir sér okkur til handa. Hvernig þjóðfélag verði hér hægt að byggja upp þegar við höfum barið af okkur þá sem reyna að koma til aðstoðar, eins og stundum kemur fyrir drukknandi menn. Getur verið að fyrir þessu fólki vaki ekki annað en að við fáum að drukkna í friði? Eða sjá menn ekki lengra en nemur þeim skammvinna ávinningi að slá pólitískar keilur með óábyrgri yfirlýsingagleði. Má ég heldur biðja um að við höldum áfram samstarfi við þjóðirnar í kring um okkur um endurreisn. Leitumst við að standa við skuldbindingar okkar og borgum hreinlega fyrir mistök fyrri tíma, frekar en að við hrekjumst inn í einhverja örbirgð og sjálfskaparvíti í einangrun frá öðrum þjóðum, sem allt eins gæti endað með því að þjóðin færi á hnjánum til Dana með beiðni um að taka við okkur aftur, svona þegar við værum búin að fá okkur fullsödd af slátrinu, signa fiskinum og heimagerða fatnaðinum. Í þeirri stöðu væri samlíkingin við Nýfundnaland eftir heimskreppuna á fjórða áratug síðustu aldar orðin óþægilega nákvæm. Þingmenn þurfa að gera nákvæmari grein fyrir afstöðu sinni en segja „við borgum ekki" ætli þeir að fara þá leið þegar Icesave-samkomulagið verður borið undir Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Gerðar hafa verið lærðar úttektir á mismuninum á stöðu Íslands og Nýfundnalands. Nokkru eftir seinna stríð varð ofan á hjá nágrönnum okkar í vestri að ganga til liðs við Kanada, meðan Íslendingar völdu leið sjálfstæðis og sjálfstjórnar. Á Nýfundnalandi hafa verið viðvarandi félagsleg vandamál, atvinnuleysi gífurlegt, skortur á uppbyggingu og nær þriðjungur þeirra sem þar búa ólæsir. Hér hefur hins vegar uppbygging verið mikil og landið í raun blómstrað sem vestrænt velferðarríki. Því má hins vegar velta fyrir sér hvort þarna hafi skilið leiðir í samanburði, eða hvort raunveruleg hætta sé á að Ísland rati leið Nýfundnalands. Vandræði Nýfundnalands, sem var áður sjálfstætt ríki, hófust nefnilega nokkru fyrr. Á nítjándu öld má segja að landið hafi blómstrað, en þar var þing stofnað árið 1832. Á seinni hluta aldarinnar var Nýfundnaland gerði verslunarsamninga við nágrannaþjóðir sínar og gekk nokkuð vel, en fór svo út á varasama braut með miklum alþjóðlegum lántökum til að fjármagna hina og þessa uppbyggingu. Árið 1933 námu skuldir þjóðarinnar um 100 milljónum dala á móti þjóðarframleiðslu upp á þrjátíu milljónir dala. Heimskreppan sem þá var í garð gengin gekk svo endanlega frá þjóðarhag eyjarskeggja þegar verðfall varð á fiskmörkuðum, en fiskur var jú helsta útflutningsafurð íbúa Nýfundnalands. Landið gat ekki staðið við skuldbindingar sínar og Bretar tóku þar yfir stjórn á ný. Eftir stríð kusu íbúar Nýfundnalands um það hvort þeir vildu áframhaldandi landstjórn Breta, sjálfstæði eða innlimun í Kanada. Frá 1949 hefur landið verið hluti af Kanada. Nú gengur yfir heimskreppa, Ísland er skuldum vafið og með nokkuð einhæfan útflutning, svipað Nýfundnalandi. Munurinn er helstur sá að við njótum stuðnings alþjóðasamfélagsins við að standa við skuldbindingar okkar og þar með við að halda sjálfstæðinu. Á þetta bæði við um samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og samninga við Breta vegna Icesave. Þeir sem halda því fram að hér eigi að hafna samkomulaginu sem gert hefur verið við Breta og jafnvel slíta samstarfinu við AGS þurfa að svara því hvaða framtíð þeir sjái fyrir sér okkur til handa. Hvernig þjóðfélag verði hér hægt að byggja upp þegar við höfum barið af okkur þá sem reyna að koma til aðstoðar, eins og stundum kemur fyrir drukknandi menn. Getur verið að fyrir þessu fólki vaki ekki annað en að við fáum að drukkna í friði? Eða sjá menn ekki lengra en nemur þeim skammvinna ávinningi að slá pólitískar keilur með óábyrgri yfirlýsingagleði. Má ég heldur biðja um að við höldum áfram samstarfi við þjóðirnar í kring um okkur um endurreisn. Leitumst við að standa við skuldbindingar okkar og borgum hreinlega fyrir mistök fyrri tíma, frekar en að við hrekjumst inn í einhverja örbirgð og sjálfskaparvíti í einangrun frá öðrum þjóðum, sem allt eins gæti endað með því að þjóðin færi á hnjánum til Dana með beiðni um að taka við okkur aftur, svona þegar við værum búin að fá okkur fullsödd af slátrinu, signa fiskinum og heimagerða fatnaðinum. Í þeirri stöðu væri samlíkingin við Nýfundnaland eftir heimskreppuna á fjórða áratug síðustu aldar orðin óþægilega nákvæm. Þingmenn þurfa að gera nákvæmari grein fyrir afstöðu sinni en segja „við borgum ekki" ætli þeir að fara þá leið þegar Icesave-samkomulagið verður borið undir Alþingi.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun