Hjaltalín, Dísa, Kira Kira, Sam Amidon og Rökkurró eru hluti af tónleikaröðinni 101 Reykjavík sem verður haldin í menningarsetri Belgíu í bænum Maldegem 17. janúar til 29. mars.
Auk þess sem íslenskir flytjendur troða þarna upp verður íslensk tónlist spiluð jafnt og þétt á kaffihúsi setursins. Einnig verða listaverk héðan til sýnis í setrinu ásamt kvikmyndum frá Íslandi. Hjaltalín ríður á vaðið í tónleikaröðinni 17. janúar ásamt Dísu en síðustu tónleikarnir verða í höndum hljómsveitarinnar Rökkurró.
Íslendingar spila í Belgíu
