Viðskipti erlent

Verslunarkeðja í eigu Milestone á barmi gjaldþrots

Breska verslunarkeðjan Blooming Marvellous rambar nú á barmi gjaldþrots en keðjan er að stórum hluta í eigu Milestone í gegnum fjárfestignarsjóðinn Kcaj.

Blooming Marvellous selur vörur fyrir sængurkonur, nýbura og yngstu börnin og rekur 14 verslanir á Bretlandseyjum.

Samkvæmt frétt um málið í The Times er ráðgjafarfyrirtækið Zolfo Cooper komið að rekstri Blooming Marvellous en Zolfo sérhæfir sig í að endurreisa fyrirtæki sem eiga í rekstrarerfiðleikum.

Búið er að loka vefsíðu keðjunnar og einni af verslunum hennar. Auk þess liggur pöntunarþjónusta Blooming Marvellous nú niðri.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×