Vorhreingerningin Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 8. maí 2009 06:00 Til allrar hamingju hef ég aldrei þurft að taka til í ríkisfjármálum, sópa út spillingu eða pakka niður úr sér genginni hugmyndafræði. Mig grunar samt að í grunninn sé ekki svo mikill munur á því að gera stórhreingerningu heima hjá sér og að taka til í heilu þjóðarbúi. Sömu lögmál hljóta að eiga við - að halda sér vel að verki og beita sjálfan sig aga því það er freistandi að gefast upp í miðjum klíðum og sópa bara öllu undir mottu. Það var ekki laust við að ég vorkenndi ráðamönnum þjóðarinnar svolítið þar sem ég stóð á stofugólfinu heima um daginn og reyndi að hefjast handa við að pakka niður búslóðinni vegna tímabundinna flutninga. Smámál miðað við tiltektina sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir en verðugt verkefni engu síður. Ég hóf verkið af krafti en strax á fyrsta degi missti ég einbeitinguna og sökkti mér ofan í gamlar dagbækur sem fundust niðri í skúffu frekar en að þrífa klósett eða þvo glugga. Á öðrum degi hafði ég síðan alveg gleymt stað og stund, það var ekki fyrr en ég opnaði skápinn í svefnherberginu sem raunveruleikinn læddist aftan að mér og ég mundi hvernig ástandið í þjóðfélaginu er og hvers vegna ég var að taka til á annað borð. Þarna blöstu við mér í röðum, jakkaföt, skyrtur og bindi í öllum regnbogans litum, áþreifanleg sönnun þess að einu sinni var góðæri á Íslandi og þá bjó bankastarfsmaður á heimilinu sem þurfti á svona fatnaði að halda. Þetta var árið 2008. Ekki svo langt síðan en samt fannst mér ég vera að handfjatla hálfgerða fornmuni þegar ég tíndi herlegheitin út úr skápnum. Það þurfti að koma þessum góðærisleifum úr augsýn enda ástæðulaust að láta jakkaföt fylla út í fataskápinn vorið 2009. Svo hófst burðurinn. Óteljandi ferðir niður í geymslu með fangið fullt af bankamannsfötum. Mér fannst þetta taka heila eilífð og var dösuð en glöð á eftir þegar ég virti fyrir mér plássið sem myndaðist í fataskápnum þegar þessi ósköp voru horfin. Kannski eru stjórnvöld að mikla tiltektina svolítið fyrir sér. Það þarf bara að ganga til verks, troða góðærisleifunum inn í geymslu og byrja upp á nýtt með tóma skápa. Auðvitað þarf svo að taka til í geymslunni á endanum en það má bíða betri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun
Til allrar hamingju hef ég aldrei þurft að taka til í ríkisfjármálum, sópa út spillingu eða pakka niður úr sér genginni hugmyndafræði. Mig grunar samt að í grunninn sé ekki svo mikill munur á því að gera stórhreingerningu heima hjá sér og að taka til í heilu þjóðarbúi. Sömu lögmál hljóta að eiga við - að halda sér vel að verki og beita sjálfan sig aga því það er freistandi að gefast upp í miðjum klíðum og sópa bara öllu undir mottu. Það var ekki laust við að ég vorkenndi ráðamönnum þjóðarinnar svolítið þar sem ég stóð á stofugólfinu heima um daginn og reyndi að hefjast handa við að pakka niður búslóðinni vegna tímabundinna flutninga. Smámál miðað við tiltektina sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir en verðugt verkefni engu síður. Ég hóf verkið af krafti en strax á fyrsta degi missti ég einbeitinguna og sökkti mér ofan í gamlar dagbækur sem fundust niðri í skúffu frekar en að þrífa klósett eða þvo glugga. Á öðrum degi hafði ég síðan alveg gleymt stað og stund, það var ekki fyrr en ég opnaði skápinn í svefnherberginu sem raunveruleikinn læddist aftan að mér og ég mundi hvernig ástandið í þjóðfélaginu er og hvers vegna ég var að taka til á annað borð. Þarna blöstu við mér í röðum, jakkaföt, skyrtur og bindi í öllum regnbogans litum, áþreifanleg sönnun þess að einu sinni var góðæri á Íslandi og þá bjó bankastarfsmaður á heimilinu sem þurfti á svona fatnaði að halda. Þetta var árið 2008. Ekki svo langt síðan en samt fannst mér ég vera að handfjatla hálfgerða fornmuni þegar ég tíndi herlegheitin út úr skápnum. Það þurfti að koma þessum góðærisleifum úr augsýn enda ástæðulaust að láta jakkaföt fylla út í fataskápinn vorið 2009. Svo hófst burðurinn. Óteljandi ferðir niður í geymslu með fangið fullt af bankamannsfötum. Mér fannst þetta taka heila eilífð og var dösuð en glöð á eftir þegar ég virti fyrir mér plássið sem myndaðist í fataskápnum þegar þessi ósköp voru horfin. Kannski eru stjórnvöld að mikla tiltektina svolítið fyrir sér. Það þarf bara að ganga til verks, troða góðærisleifunum inn í geymslu og byrja upp á nýtt með tóma skápa. Auðvitað þarf svo að taka til í geymslunni á endanum en það má bíða betri tíma.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun