Upprisa eftir aftöku á torginu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 11. janúar 2009 10:22 Sá stjórnmálamaður sem hefur reynst mér hvað best er Jóhanna Sigurðardóttir. Hún er reyndar enginn sérstakur velgjörðarmaður minn en henni rataðist á munn eitt mesta sannleikskorn sem hrokkið hefur upp úr nokkrum sjórnmálamanni. Ég á vissulega við þá fleygu setningu: Minn tími mun koma. Eflaust væri mörgum hollt um þessar mundir að minnast þess að það reynist iðulega rétt. Það hefur alla vega komið sér afar vel fyrir mig, sérstaklega á augnablikum þar sem niðurlægingin gerir manni lífið leitt, að minnast þess að aldrei eru öll sund lokuð. Tími manns kemur alltaf eins og hjá Jóhönnu sem blómstraði mörgum sinnum eftir að hafa hótað því svo eftirminnilega. Ég reyndi gildi þessarar speki fyrst þegar ég var í hlandspreng í þéttbýlu hverfi í Aþenu þar sem ég bjó. Ég var reyndar í miklum flýti en engin kaffihús voru nálægt eða almenningsklósett sem finna mætti skjótt. Ég smeygði mér því bak við runna einn á litlu torgi til að tappa af enda alinn upp við fjöruborðið vestur á fjörðum þar sem maður átti stundum fótum fjör að launa þegar grásleppurkarlarnir hleyptu af meðan þeir sögðu frá aflaföngum. Ég var hins vegar svo óheppinn í þetta skiptið að þótt ég sæist ekki af götunni var útsýnið gott frá svölunum í nálægri blokk. Því miður var óheppilega fjölmennt á svölunum þennan dag og var ýmsum skemmt á minn kostnað. Ein húsmóðir var þó alls ekki kát með uppistandið og æpti: "Heldur þú að þetta sé almenningsklósett eða hvað, hálfvitinn þinn!" Ég sagði henni að ég ætti í erfiðleikum með að ræða málin við þessar aðstæður. Þessi sveitamennska þótti af síðustu sort og var ég ekki upplitsdjarfur næstu daga. En frekar en að bæla niður sveitamanninn í mér minntist ég orða Jóhönnu og fyrr en varði reyndist það hin mesta gæfa fyrir nágranna mína að hafa sveitamann í hverfinu sem hugsaði ekki eins og borgarbarn. Og minn tími kom en ég fer ekki meira í þá sálma enda kenndu grásleppukarlarnir mér það að betra væri að gorta sig sem minnst. Hins vegar er hollt að minnast þess að aldrei skuli maður afskrifa neinn, ekki heldur sjálfan sig þótt maður sé gripinn að verknaði úti á torgi með afleggjarann í höndunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór
Sá stjórnmálamaður sem hefur reynst mér hvað best er Jóhanna Sigurðardóttir. Hún er reyndar enginn sérstakur velgjörðarmaður minn en henni rataðist á munn eitt mesta sannleikskorn sem hrokkið hefur upp úr nokkrum sjórnmálamanni. Ég á vissulega við þá fleygu setningu: Minn tími mun koma. Eflaust væri mörgum hollt um þessar mundir að minnast þess að það reynist iðulega rétt. Það hefur alla vega komið sér afar vel fyrir mig, sérstaklega á augnablikum þar sem niðurlægingin gerir manni lífið leitt, að minnast þess að aldrei eru öll sund lokuð. Tími manns kemur alltaf eins og hjá Jóhönnu sem blómstraði mörgum sinnum eftir að hafa hótað því svo eftirminnilega. Ég reyndi gildi þessarar speki fyrst þegar ég var í hlandspreng í þéttbýlu hverfi í Aþenu þar sem ég bjó. Ég var reyndar í miklum flýti en engin kaffihús voru nálægt eða almenningsklósett sem finna mætti skjótt. Ég smeygði mér því bak við runna einn á litlu torgi til að tappa af enda alinn upp við fjöruborðið vestur á fjörðum þar sem maður átti stundum fótum fjör að launa þegar grásleppurkarlarnir hleyptu af meðan þeir sögðu frá aflaföngum. Ég var hins vegar svo óheppinn í þetta skiptið að þótt ég sæist ekki af götunni var útsýnið gott frá svölunum í nálægri blokk. Því miður var óheppilega fjölmennt á svölunum þennan dag og var ýmsum skemmt á minn kostnað. Ein húsmóðir var þó alls ekki kát með uppistandið og æpti: "Heldur þú að þetta sé almenningsklósett eða hvað, hálfvitinn þinn!" Ég sagði henni að ég ætti í erfiðleikum með að ræða málin við þessar aðstæður. Þessi sveitamennska þótti af síðustu sort og var ég ekki upplitsdjarfur næstu daga. En frekar en að bæla niður sveitamanninn í mér minntist ég orða Jóhönnu og fyrr en varði reyndist það hin mesta gæfa fyrir nágranna mína að hafa sveitamann í hverfinu sem hugsaði ekki eins og borgarbarn. Og minn tími kom en ég fer ekki meira í þá sálma enda kenndu grásleppukarlarnir mér það að betra væri að gorta sig sem minnst. Hins vegar er hollt að minnast þess að aldrei skuli maður afskrifa neinn, ekki heldur sjálfan sig þótt maður sé gripinn að verknaði úti á torgi með afleggjarann í höndunum.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun