Afar ánægjuleg máltíð Þorvaldur Gylfason skrifar 4. júní 2009 06:00 Við vorum hálfnaðir með vindlana og höfðum drukkið ein fimm koníaksglös þegar þjónninn kom og Viktor afhenti honum blaðið sem hann hafði hripað eitthvað á og leit út eins og útfyllt ávísun. Þjónninn tók blaðið upp eins og hann byggist við að sjá ávísun. Svo sá ég að hann stirðnaði og augu hans hringsnerust. [...] Á blaðið hafði Viktor skrifað: „Við erum allir vistmenn á Kleppi. Verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax. Þetta var afar ánægjuleg máltíð."" Þannig lyktaði frægu bæjarleyfi í bók Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins, og samnefndri kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar. Undir leyndarhjúpNú læðist sú óþægilega tilfinning að erlendum lánardrottnum gömlu bankanna, að fyrir þeim kunni að fara líkt og þjóninum í Grillinu á Hótel Sögu. Fulltrúar margra erlendra banka hafa verið með annan fótinn í Reykjavík síðan bankarnir hrundu í byrjun október 2008 til að fylgjast með gangi mála og reyna að bjarga einhverjum hluta eigna sinna úr brunarústunum, og þeir eru nú teknir að ókyrrast. Þeir eru að vísu vanir að tapa miklu fé í fjármálakreppum og láta slíkt ekki á sig fá. En þeir eru ekki vanir að tapa stórfé undir tortryggilegum leyndarhjúp eins og þeim, sem skilanefndir bankanna hafa sveipað um sig, og þeir sætta sig ekki við leyndina.Mat á eignum gömlu bankanna átti að liggja frammi í febrúar samkvæmt auglýstri stundatöflu stjórnvalda, en opinber framlagning eignamatsins hefur dregizt og þá um leið uppgjör gömlu bankanna og endurfjármögnun nýju bankanna. Kvisazt hefur út meðal erlendra lánardrottna, að svo kunni að fara, að eignir gömlu bankanna dugi aðeins fyrir innstæðum og lánardrottnar tapi þá öllu sínu. Slíkar málalyktir munu trúlega kalla holskeflu málsókna yfir skilanefndirnar og ríkið og valda Íslandi enn meira álitstjóni en orðið er. Þeim mun brýnna er, að dómskerfið komi lögum yfir þá, sem kölluðu þetta ástand yfir landið með augljósum lögbrotum, bæði bankamenn og aðra. SemingurSamkomulag Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá í nóvember 2008 sýnist frjálslegra en nokkurt annað svipað samkomulag, sem sjóðurinn hefur gert undangengin ár. Íslendingum gefst eftir áætluninni rýmri tími en áður hefur tíðkazt til að ná endum saman í fjármálum ríkisins, þar á meðal frestur allt þetta ár til að hefjast handa um nauðsynlegar ráðstafanir til að draga úr útgjöldum ríkisins og hífa upp tekjurnar. Þessa tilslökun hefðu stjórnvöld þurft að nýta vel til að undirbúa og kynna rækilega áætlun um ríkisfjármál og skyld mál fram í tímann, en það hafa þau ekki enn gert.Semingurinn mun seinka hjöðnun verðbólgunnar og afnámi gjaldeyrishaftanna, þrengja svigrúm til frekari lækkunar vaxta og grafa enn frekar undan gengi krónunnar og tiltrú umheimsins. Hjá þessum torfærum hefði verið hægt að sneiða með betra og agaðra verklagi, en ríkisstjórnin hefur það þó sér til málsbóta, að alþingiskosningarnar í apríl töfðu stefnumótunina. Aftur í GrilliðOg hvernig líður þjóðinni? Okkur dugir ekki að kalla á lögregluna og biðja hana að gera svo vel að skutla okkur aftur inn á Klepp. Við erum búin að borða, og við þurfum að borga reikninginn, en bara fyrir okkar eigin máltíð, ekki fyrir allan salinn. Við ráðum við reikninginn samkvæmt bráðabirgðatölum, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kynnti í nóvember 2008. Þar er þess gætt að blanda ekki saman reikningnum fyrir borðið okkar og önnur borð í salnum. Við þurfum með öðrum orðum að greina skuldbindingar ríkisins frá einkaskuldum, sem koma skattgreiðendum ekki við. Erlendar skuldir ríkisins munu verða um 160 prósent af landsframleiðslu í árslok 2009 og 100 prósent 2013; það mat sjóðsins hefur ekki breytzt að ráði síðan í nóvember.Þetta er að sönnu þung byrði, en hana getum við borið. Erlendar einkaskuldir, sem koma skattgreiðendum ekki við, eru enn taldar nema röskum 500 prósentum af landsframleiðslu til viðbótar. Vonir stóðu til, að erlendir lánardrottnar gætu endurheimt kannski helminginn af þeirri fjárhæð, en nú virðist þeim mörgum útlitið vera svartara en svo. Þeir óttast jafnvel, að þeir fái lítið sem ekkert upp í skuldirnar. Fari svo, má í ljósi reynslu annarra þjóða reikna með, að íslenzkir bankar og fyrirtæki búi við skert kjör á erlendum lánsfjármörkuðum næstu ár og skertan aðgang að lánsfé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Við vorum hálfnaðir með vindlana og höfðum drukkið ein fimm koníaksglös þegar þjónninn kom og Viktor afhenti honum blaðið sem hann hafði hripað eitthvað á og leit út eins og útfyllt ávísun. Þjónninn tók blaðið upp eins og hann byggist við að sjá ávísun. Svo sá ég að hann stirðnaði og augu hans hringsnerust. [...] Á blaðið hafði Viktor skrifað: „Við erum allir vistmenn á Kleppi. Verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax. Þetta var afar ánægjuleg máltíð."" Þannig lyktaði frægu bæjarleyfi í bók Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins, og samnefndri kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar. Undir leyndarhjúpNú læðist sú óþægilega tilfinning að erlendum lánardrottnum gömlu bankanna, að fyrir þeim kunni að fara líkt og þjóninum í Grillinu á Hótel Sögu. Fulltrúar margra erlendra banka hafa verið með annan fótinn í Reykjavík síðan bankarnir hrundu í byrjun október 2008 til að fylgjast með gangi mála og reyna að bjarga einhverjum hluta eigna sinna úr brunarústunum, og þeir eru nú teknir að ókyrrast. Þeir eru að vísu vanir að tapa miklu fé í fjármálakreppum og láta slíkt ekki á sig fá. En þeir eru ekki vanir að tapa stórfé undir tortryggilegum leyndarhjúp eins og þeim, sem skilanefndir bankanna hafa sveipað um sig, og þeir sætta sig ekki við leyndina.Mat á eignum gömlu bankanna átti að liggja frammi í febrúar samkvæmt auglýstri stundatöflu stjórnvalda, en opinber framlagning eignamatsins hefur dregizt og þá um leið uppgjör gömlu bankanna og endurfjármögnun nýju bankanna. Kvisazt hefur út meðal erlendra lánardrottna, að svo kunni að fara, að eignir gömlu bankanna dugi aðeins fyrir innstæðum og lánardrottnar tapi þá öllu sínu. Slíkar málalyktir munu trúlega kalla holskeflu málsókna yfir skilanefndirnar og ríkið og valda Íslandi enn meira álitstjóni en orðið er. Þeim mun brýnna er, að dómskerfið komi lögum yfir þá, sem kölluðu þetta ástand yfir landið með augljósum lögbrotum, bæði bankamenn og aðra. SemingurSamkomulag Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá í nóvember 2008 sýnist frjálslegra en nokkurt annað svipað samkomulag, sem sjóðurinn hefur gert undangengin ár. Íslendingum gefst eftir áætluninni rýmri tími en áður hefur tíðkazt til að ná endum saman í fjármálum ríkisins, þar á meðal frestur allt þetta ár til að hefjast handa um nauðsynlegar ráðstafanir til að draga úr útgjöldum ríkisins og hífa upp tekjurnar. Þessa tilslökun hefðu stjórnvöld þurft að nýta vel til að undirbúa og kynna rækilega áætlun um ríkisfjármál og skyld mál fram í tímann, en það hafa þau ekki enn gert.Semingurinn mun seinka hjöðnun verðbólgunnar og afnámi gjaldeyrishaftanna, þrengja svigrúm til frekari lækkunar vaxta og grafa enn frekar undan gengi krónunnar og tiltrú umheimsins. Hjá þessum torfærum hefði verið hægt að sneiða með betra og agaðra verklagi, en ríkisstjórnin hefur það þó sér til málsbóta, að alþingiskosningarnar í apríl töfðu stefnumótunina. Aftur í GrilliðOg hvernig líður þjóðinni? Okkur dugir ekki að kalla á lögregluna og biðja hana að gera svo vel að skutla okkur aftur inn á Klepp. Við erum búin að borða, og við þurfum að borga reikninginn, en bara fyrir okkar eigin máltíð, ekki fyrir allan salinn. Við ráðum við reikninginn samkvæmt bráðabirgðatölum, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kynnti í nóvember 2008. Þar er þess gætt að blanda ekki saman reikningnum fyrir borðið okkar og önnur borð í salnum. Við þurfum með öðrum orðum að greina skuldbindingar ríkisins frá einkaskuldum, sem koma skattgreiðendum ekki við. Erlendar skuldir ríkisins munu verða um 160 prósent af landsframleiðslu í árslok 2009 og 100 prósent 2013; það mat sjóðsins hefur ekki breytzt að ráði síðan í nóvember.Þetta er að sönnu þung byrði, en hana getum við borið. Erlendar einkaskuldir, sem koma skattgreiðendum ekki við, eru enn taldar nema röskum 500 prósentum af landsframleiðslu til viðbótar. Vonir stóðu til, að erlendir lánardrottnar gætu endurheimt kannski helminginn af þeirri fjárhæð, en nú virðist þeim mörgum útlitið vera svartara en svo. Þeir óttast jafnvel, að þeir fái lítið sem ekkert upp í skuldirnar. Fari svo, má í ljósi reynslu annarra þjóða reikna með, að íslenzkir bankar og fyrirtæki búi við skert kjör á erlendum lánsfjármörkuðum næstu ár og skertan aðgang að lánsfé.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun