Brýnu máli ýtt á hliðarspor? Auðunn Arnórsson skrifar 26. mars 2009 06:00 Sumum hættir kannski til að gleyma því í amstri kreppuhversdagsins, en Íslendingar búa nú við ónýtan þjóðargjaldmiðil. Gengi hans gagnvart stærri gjaldmiðlum er skráð allt annað í erlendum seðlabönkum en í Seðlabanka Íslands, jafnvel þó að nú sé nærri hálft ár liðið frá „bankahruninu mikla". Eina greiðslumiðlunargáttin við útlönd sem nú er opin liggur í gegn um Seðlabankann, þótt almenn viðskiptagreiðslumiðlun hafi hingað til hvergi talizt til verkefna sem seðlabanka sé ætlað að sinna. Íslenska seðlabankagengið hefur á síðustu vikum haldist tiltölulega stöðugt, en það er aðeins fyrir tilstilli strangra hafta á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnsflutningum inn og út úr landinu. Með ákvörðun sinni um að halda þessum höftum í hálft ár til viðbótar að minnsta kosti staðfesti ný stjórn Seðlabankans að nyti þessara hafta ekki við myndi fjármagnsflótti og darraðardans öfgafullra gengissveiflna hefjast á ný. Það segir sig sjálft að samkeppnishæft atvinnulíf verður ekki byggt upp við slíkar aðstæður. Íslenzkt atvinnulíf getur heldur ekki búið við margfalda þensluvexti á tímum djúprar efnahagskreppu. Íslenzk heimili geta ekki búið við að húsnæðis- og neyzlulán þeirra margfaldist á verðtryggðu hávaxtabáli um leið og kaupmátturinn hríðfellur. Þetta háa vaxtastig á krepputímum helgast af veikleika gjaldmiðilsins. Það eru ekki horfur á að úr þessu rætist fyrr en trúverðugur arftaki krónunnar og þeirrar peningamálastefnu sem hún stendur fyrir hefur verið fundinn. Á aukaársfundi ASÍ í gær talaði Gylfi Arnbjörnsson, forseti sambandsins, um að það vildi leggja sitt af mörkum til að stuðla að umræðu um ESB fyrir komandi alþingiskosningar. Að hans sögn er eina leiðin út úr höftunum aðild að Evrópusambandinu og evrunni. Hann vill að þannig verði erlendir fjárfestar róaðir niður. „Við höfum áhyggjur af því að þetta brýna mál sé enn einu sinni að lenda út á hliðarspori í pólitískri stöðu dagsins og ekki sé hægt að móta samningsmarkmið, fara í viðræðurnar og gefa þjóðinni færi á að tjá hug sinn heldur ætli menn að slá þessu á frest um fjölda ára," var haft eftir Gylfa í Fréttablaðinu í gær. Á Viðskiptaþingi á dögunum komu fram álíka áköll frá framámönnum úr íslenzku atvinnulífi. Á nýafstöðnu flokksþingi Vinstri grænna var látið eins og umræðan um það hvort tímabært sé fyrir Íslendinga að sækja um aðild að Evrópusambandinu væri ekki til. Flokksþingsfulltrúar töldu greinilega að það væri kosningapólitískt ekki taktískt fyrir flokkinn að setja þessa spurningu á dagskrá. Samt ályktuðu þeir um að vilja starfa áfram eftir kosningar í stjórn með Samfylkingunni, sem hefur ESB- og evruaðild afdráttarlaust á stefnuskránni. Sú stefnuskrá verður eflaust ítrekuð á flokksþingi Samfylkingarinnar sem hefst í dag. Er forysta Vinstri grænna með þessari þögn í raun að segja, að hún sé tilbúin til að starfa í ríkisstjórn sem stígur það sögulega skref að senda ESB-aðildarumsókn fyrir Íslands hönd til Brussel? Eða er hún frekar að segja að hún vilji þvæla málið eins lengi og hún er í aðstöðu til að gera það, í nafni frasa á borð við „ESB er ekki lausn á núverandi bráðavanda þjóðarinnar". Alveg eins og forysta Sjálfstæðisflokksins, sem formaður VG lýsir sem öndverðum póli við eigin flokk, hefur gert hingað til? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun
Sumum hættir kannski til að gleyma því í amstri kreppuhversdagsins, en Íslendingar búa nú við ónýtan þjóðargjaldmiðil. Gengi hans gagnvart stærri gjaldmiðlum er skráð allt annað í erlendum seðlabönkum en í Seðlabanka Íslands, jafnvel þó að nú sé nærri hálft ár liðið frá „bankahruninu mikla". Eina greiðslumiðlunargáttin við útlönd sem nú er opin liggur í gegn um Seðlabankann, þótt almenn viðskiptagreiðslumiðlun hafi hingað til hvergi talizt til verkefna sem seðlabanka sé ætlað að sinna. Íslenska seðlabankagengið hefur á síðustu vikum haldist tiltölulega stöðugt, en það er aðeins fyrir tilstilli strangra hafta á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnsflutningum inn og út úr landinu. Með ákvörðun sinni um að halda þessum höftum í hálft ár til viðbótar að minnsta kosti staðfesti ný stjórn Seðlabankans að nyti þessara hafta ekki við myndi fjármagnsflótti og darraðardans öfgafullra gengissveiflna hefjast á ný. Það segir sig sjálft að samkeppnishæft atvinnulíf verður ekki byggt upp við slíkar aðstæður. Íslenzkt atvinnulíf getur heldur ekki búið við margfalda þensluvexti á tímum djúprar efnahagskreppu. Íslenzk heimili geta ekki búið við að húsnæðis- og neyzlulán þeirra margfaldist á verðtryggðu hávaxtabáli um leið og kaupmátturinn hríðfellur. Þetta háa vaxtastig á krepputímum helgast af veikleika gjaldmiðilsins. Það eru ekki horfur á að úr þessu rætist fyrr en trúverðugur arftaki krónunnar og þeirrar peningamálastefnu sem hún stendur fyrir hefur verið fundinn. Á aukaársfundi ASÍ í gær talaði Gylfi Arnbjörnsson, forseti sambandsins, um að það vildi leggja sitt af mörkum til að stuðla að umræðu um ESB fyrir komandi alþingiskosningar. Að hans sögn er eina leiðin út úr höftunum aðild að Evrópusambandinu og evrunni. Hann vill að þannig verði erlendir fjárfestar róaðir niður. „Við höfum áhyggjur af því að þetta brýna mál sé enn einu sinni að lenda út á hliðarspori í pólitískri stöðu dagsins og ekki sé hægt að móta samningsmarkmið, fara í viðræðurnar og gefa þjóðinni færi á að tjá hug sinn heldur ætli menn að slá þessu á frest um fjölda ára," var haft eftir Gylfa í Fréttablaðinu í gær. Á Viðskiptaþingi á dögunum komu fram álíka áköll frá framámönnum úr íslenzku atvinnulífi. Á nýafstöðnu flokksþingi Vinstri grænna var látið eins og umræðan um það hvort tímabært sé fyrir Íslendinga að sækja um aðild að Evrópusambandinu væri ekki til. Flokksþingsfulltrúar töldu greinilega að það væri kosningapólitískt ekki taktískt fyrir flokkinn að setja þessa spurningu á dagskrá. Samt ályktuðu þeir um að vilja starfa áfram eftir kosningar í stjórn með Samfylkingunni, sem hefur ESB- og evruaðild afdráttarlaust á stefnuskránni. Sú stefnuskrá verður eflaust ítrekuð á flokksþingi Samfylkingarinnar sem hefst í dag. Er forysta Vinstri grænna með þessari þögn í raun að segja, að hún sé tilbúin til að starfa í ríkisstjórn sem stígur það sögulega skref að senda ESB-aðildarumsókn fyrir Íslands hönd til Brussel? Eða er hún frekar að segja að hún vilji þvæla málið eins lengi og hún er í aðstöðu til að gera það, í nafni frasa á borð við „ESB er ekki lausn á núverandi bráðavanda þjóðarinnar". Alveg eins og forysta Sjálfstæðisflokksins, sem formaður VG lýsir sem öndverðum póli við eigin flokk, hefur gert hingað til?
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun