Sveppi í sögubækurnar Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 29. september 2009 06:00 Algjör Sveppi og leitin að Villa sló í gegn um helgina en alls sáu hana 8.500 manns. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og miklu meira en ég bjóst við,“ segir Sverrir Þór Sverrisson en alls sáu 8.500 manns fjölskyldumyndina Algjör Sveppi og leitin að Villa sem frumsýnd var á fimmtudaginn. Þetta þykir nokkuð gott í íslenskum kvikmyndafræðum. Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir að aðeins tvær myndir hafi áður fengið jafn mikla aðsókn fyrstu frumsýningarhelgina: Mýrin og Stella í framboði. „Ég hefði verið mjög ánægður ef fimm þúsund gestir hefðu komið þessa fyrstu helgi en yfir 8.000 er framar öllum vonum,“ segir Sverrir, sem var heima með veikt barn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Sveppi er hæstánægður með aðsóknina. Algjör Sveppi og leitin að Villa fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um fyrrgreindan Sveppa og leit hans að vini sínum Villa sem er rænt af skuggalegum einstaklingum eftir að Villi finnur dularfullan útvarpssendi. Sveppi og Villi hafa um árabil stjórnað morgunsjónvarpinu á Stöð 2 og notið mikilla vinsælda og smávaxnir aðdáendur þáttanna hafa greinilega átt auðvelt með að draga fullorðna fólkið með sér í bíósali Sambíóanna við Álfabakka. Sverrir segir að í ljósi þessara miklu vinsælda iði hann nú í skinninu eftir því að byrja á mynd númer tvö. Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og miklu meira en ég bjóst við,“ segir Sverrir Þór Sverrisson en alls sáu 8.500 manns fjölskyldumyndina Algjör Sveppi og leitin að Villa sem frumsýnd var á fimmtudaginn. Þetta þykir nokkuð gott í íslenskum kvikmyndafræðum. Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir að aðeins tvær myndir hafi áður fengið jafn mikla aðsókn fyrstu frumsýningarhelgina: Mýrin og Stella í framboði. „Ég hefði verið mjög ánægður ef fimm þúsund gestir hefðu komið þessa fyrstu helgi en yfir 8.000 er framar öllum vonum,“ segir Sverrir, sem var heima með veikt barn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Sveppi er hæstánægður með aðsóknina. Algjör Sveppi og leitin að Villa fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um fyrrgreindan Sveppa og leit hans að vini sínum Villa sem er rænt af skuggalegum einstaklingum eftir að Villi finnur dularfullan útvarpssendi. Sveppi og Villi hafa um árabil stjórnað morgunsjónvarpinu á Stöð 2 og notið mikilla vinsælda og smávaxnir aðdáendur þáttanna hafa greinilega átt auðvelt með að draga fullorðna fólkið með sér í bíósali Sambíóanna við Álfabakka. Sverrir segir að í ljósi þessara miklu vinsælda iði hann nú í skinninu eftir því að byrja á mynd númer tvö.
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira