Sveppi í sögubækurnar Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 29. september 2009 06:00 Algjör Sveppi og leitin að Villa sló í gegn um helgina en alls sáu hana 8.500 manns. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og miklu meira en ég bjóst við,“ segir Sverrir Þór Sverrisson en alls sáu 8.500 manns fjölskyldumyndina Algjör Sveppi og leitin að Villa sem frumsýnd var á fimmtudaginn. Þetta þykir nokkuð gott í íslenskum kvikmyndafræðum. Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir að aðeins tvær myndir hafi áður fengið jafn mikla aðsókn fyrstu frumsýningarhelgina: Mýrin og Stella í framboði. „Ég hefði verið mjög ánægður ef fimm þúsund gestir hefðu komið þessa fyrstu helgi en yfir 8.000 er framar öllum vonum,“ segir Sverrir, sem var heima með veikt barn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Sveppi er hæstánægður með aðsóknina. Algjör Sveppi og leitin að Villa fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um fyrrgreindan Sveppa og leit hans að vini sínum Villa sem er rænt af skuggalegum einstaklingum eftir að Villi finnur dularfullan útvarpssendi. Sveppi og Villi hafa um árabil stjórnað morgunsjónvarpinu á Stöð 2 og notið mikilla vinsælda og smávaxnir aðdáendur þáttanna hafa greinilega átt auðvelt með að draga fullorðna fólkið með sér í bíósali Sambíóanna við Álfabakka. Sverrir segir að í ljósi þessara miklu vinsælda iði hann nú í skinninu eftir því að byrja á mynd númer tvö. Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og miklu meira en ég bjóst við,“ segir Sverrir Þór Sverrisson en alls sáu 8.500 manns fjölskyldumyndina Algjör Sveppi og leitin að Villa sem frumsýnd var á fimmtudaginn. Þetta þykir nokkuð gott í íslenskum kvikmyndafræðum. Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir að aðeins tvær myndir hafi áður fengið jafn mikla aðsókn fyrstu frumsýningarhelgina: Mýrin og Stella í framboði. „Ég hefði verið mjög ánægður ef fimm þúsund gestir hefðu komið þessa fyrstu helgi en yfir 8.000 er framar öllum vonum,“ segir Sverrir, sem var heima með veikt barn þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Sveppi er hæstánægður með aðsóknina. Algjör Sveppi og leitin að Villa fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um fyrrgreindan Sveppa og leit hans að vini sínum Villa sem er rænt af skuggalegum einstaklingum eftir að Villi finnur dularfullan útvarpssendi. Sveppi og Villi hafa um árabil stjórnað morgunsjónvarpinu á Stöð 2 og notið mikilla vinsælda og smávaxnir aðdáendur þáttanna hafa greinilega átt auðvelt með að draga fullorðna fólkið með sér í bíósali Sambíóanna við Álfabakka. Sverrir segir að í ljósi þessara miklu vinsælda iði hann nú í skinninu eftir því að byrja á mynd númer tvö.
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira