Hvar er tjaldið? 31. júlí 2009 00:01 Verslunarmannahelgin er sambland af uppskeruhátíð og karnivali. Sumarið er búið að sýna hvað það hafði fram að færa og fjólubláu draumarnir frá því í vor hafa ýmist ræst eða eru orðnir að grábrúnum vonbrigðum. Kannski eru síðustu forvöð að láta eitthvað gerast? Um verslunarmannahelgina finnst sumum að allt sé leyfilegt; heilu bæjarfélögin og eyþjóðirnar eru lagðar undir gesti og gangandi sem koma til að skemmta sér, eyða peningum og sleppa fram af sér beislinu. Heimamenn taka á móti þeim af festu og æðruleysi, selja þeim pylsur, ljóssprota, kanínueyru, derhúfur sem klappa með dósir á kollinum og boli sem stendur á „Þú ert hér 2009“. Hér eru nokkur heilræði: Drekktu eins og þú þurfir að gera eitthvað mjög þýðingarmikið daginn eftir. Sem er satt. Það er ekkert varið í að fara yfir hálft landið til að skemmta sér eitt kvöld og vera síðan ónýtur það sem eftir lifir helgar. Syngdu eins og þér liggi allur heimurinn á hjarta. Söngur veitir gríðarlega útrás, stuðlar bæði að samkennd og sálarró og yfirleitt er boðið upp á skipulagðan söng í samfélagi við aðra. Keyrðu eins og þú og þínir nánustu séu í öllum hinum bílunum. Gerðu það sem þú vilt svo framarlega sem það bitnar ekki á neinum öðrum. Það er ekkert mál að njóta lífsins án þess að troða á rétti annarra og það getur verið mjög orkufrekt að standa í ófriði við umhverfið. Þá orku er miklu betra að nota til að skemmta sér. Vertu í stuði. Það kostar ekki neitt, gleður fólkið í kringum þig og gerir helgina miklu, miklu skemmtilegri. Munurinn á því að láta orð og gjörðir annarra eða óviðráðanlega þætti eins og veðrið fara í taugarnar á sér eða að leiða það hjá sér og halda áfram í sínum góða fíling er það sem helgin stendur eða fellur með. Mundu að þetta er verslunarmannahelgin og að mánudagurinn er frídagur verslunarmanna. Það er verslunarmönnum að þakka að þú átt frí og getur farið hvert á land sem er að skemmta þér. Það er auðvitað dálítið fáránlegt að verslunarmenn skuli vera þeir sem hvað helst þurfa að vinna þessa helgi en einmitt þess vegna er skylda nú, sem aldrei fyrr, að koma fram við þá af virðingu. Óskaðu verslunarmönnum til hamingju með daginn á mánudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Verslunarmannahelgin er sambland af uppskeruhátíð og karnivali. Sumarið er búið að sýna hvað það hafði fram að færa og fjólubláu draumarnir frá því í vor hafa ýmist ræst eða eru orðnir að grábrúnum vonbrigðum. Kannski eru síðustu forvöð að láta eitthvað gerast? Um verslunarmannahelgina finnst sumum að allt sé leyfilegt; heilu bæjarfélögin og eyþjóðirnar eru lagðar undir gesti og gangandi sem koma til að skemmta sér, eyða peningum og sleppa fram af sér beislinu. Heimamenn taka á móti þeim af festu og æðruleysi, selja þeim pylsur, ljóssprota, kanínueyru, derhúfur sem klappa með dósir á kollinum og boli sem stendur á „Þú ert hér 2009“. Hér eru nokkur heilræði: Drekktu eins og þú þurfir að gera eitthvað mjög þýðingarmikið daginn eftir. Sem er satt. Það er ekkert varið í að fara yfir hálft landið til að skemmta sér eitt kvöld og vera síðan ónýtur það sem eftir lifir helgar. Syngdu eins og þér liggi allur heimurinn á hjarta. Söngur veitir gríðarlega útrás, stuðlar bæði að samkennd og sálarró og yfirleitt er boðið upp á skipulagðan söng í samfélagi við aðra. Keyrðu eins og þú og þínir nánustu séu í öllum hinum bílunum. Gerðu það sem þú vilt svo framarlega sem það bitnar ekki á neinum öðrum. Það er ekkert mál að njóta lífsins án þess að troða á rétti annarra og það getur verið mjög orkufrekt að standa í ófriði við umhverfið. Þá orku er miklu betra að nota til að skemmta sér. Vertu í stuði. Það kostar ekki neitt, gleður fólkið í kringum þig og gerir helgina miklu, miklu skemmtilegri. Munurinn á því að láta orð og gjörðir annarra eða óviðráðanlega þætti eins og veðrið fara í taugarnar á sér eða að leiða það hjá sér og halda áfram í sínum góða fíling er það sem helgin stendur eða fellur með. Mundu að þetta er verslunarmannahelgin og að mánudagurinn er frídagur verslunarmanna. Það er verslunarmönnum að þakka að þú átt frí og getur farið hvert á land sem er að skemmta þér. Það er auðvitað dálítið fáránlegt að verslunarmenn skuli vera þeir sem hvað helst þurfa að vinna þessa helgi en einmitt þess vegna er skylda nú, sem aldrei fyrr, að koma fram við þá af virðingu. Óskaðu verslunarmönnum til hamingju með daginn á mánudaginn.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun