Orkuleysi stjórnarformannsins Sverrir Jakobsson svarar grein Guðlaugs G. Sverrissonar skrifar 12. september 2009 06:00 Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 10. september þar sem hann sakar undirritaðan um rangfærslur. Manni bregður óneitanlega nokkuð við slík stóryrði en mér til léttis sé ég að stjórnarformaðurinn virðist hafa mislesið grein mína. Þar ræddi ég um einhliða gengisáhættu Orkuveitunnar vegna láns til Magma fyrir 70% verðsins. Stjórnarformaður virðist hafa mislesið skrif mín þar sem hann ræðir gengisáhættu af allri sölunni. Mér þykir raunar miður að hann hafi ekki einbeitt sér meira við lesturinn þar sem fólk sem les greinar okkar beggja kynni að halda að svar hans væri útúrsnúningur þar sem hann vildi ekki ræða lánakjörin efnislega. Það getur örugglega ekki verið ástæðan. Annar misskilningur í grein Guðlaugs er einkennilegri þar sem hann virðist rugla saman eins og hálfs árs samningsferli annars vegar og hins vegar hinum örstutta tíma sem líður frá því að samningurinn er kynntur almenningi og þangað til afgreiða á hann í borgarstjórn. Það er því rétt að minna á að þótt hann hafi lengi vitað um innihald samningsins þá vissum við eigendur Reykjavíkur ekki af því fyrr en núna í september. Þetta er hugsanlega einnig skýringin á því hvers vegna hann hefur ekki heldur skilið þær athugasemdir sem bæði minnihlutinn í stjórn OR og fulltrúar ríkisins hafa gert við vinnubrögð stjórnarmeirihluta Orkuveitunnar. Hér gildir nefnilega ekki að „þjóð veit þá þrír vita". Við hin getum ekki myndað okkur skoðun á svona samningi þó að Guðlaugur og félagar hans í meirihlutanum hafi lesið hann. Ég hef vissar áhyggjur af einbeitingarskorti stjórnarformanns Orkuveitunnar þegar kemur að því að lesa og skilja gagnrýnin skrif á störf hans. Ég held að hann hljóti að stafa af orkuleysi og að stjórnarformaðurinn þurfi á fríi að halda. Borgarbúar ættu að sjá sóma sinn í að senda hann í langt frí sem allra fyrst. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun
Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, skrifar grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 10. september þar sem hann sakar undirritaðan um rangfærslur. Manni bregður óneitanlega nokkuð við slík stóryrði en mér til léttis sé ég að stjórnarformaðurinn virðist hafa mislesið grein mína. Þar ræddi ég um einhliða gengisáhættu Orkuveitunnar vegna láns til Magma fyrir 70% verðsins. Stjórnarformaður virðist hafa mislesið skrif mín þar sem hann ræðir gengisáhættu af allri sölunni. Mér þykir raunar miður að hann hafi ekki einbeitt sér meira við lesturinn þar sem fólk sem les greinar okkar beggja kynni að halda að svar hans væri útúrsnúningur þar sem hann vildi ekki ræða lánakjörin efnislega. Það getur örugglega ekki verið ástæðan. Annar misskilningur í grein Guðlaugs er einkennilegri þar sem hann virðist rugla saman eins og hálfs árs samningsferli annars vegar og hins vegar hinum örstutta tíma sem líður frá því að samningurinn er kynntur almenningi og þangað til afgreiða á hann í borgarstjórn. Það er því rétt að minna á að þótt hann hafi lengi vitað um innihald samningsins þá vissum við eigendur Reykjavíkur ekki af því fyrr en núna í september. Þetta er hugsanlega einnig skýringin á því hvers vegna hann hefur ekki heldur skilið þær athugasemdir sem bæði minnihlutinn í stjórn OR og fulltrúar ríkisins hafa gert við vinnubrögð stjórnarmeirihluta Orkuveitunnar. Hér gildir nefnilega ekki að „þjóð veit þá þrír vita". Við hin getum ekki myndað okkur skoðun á svona samningi þó að Guðlaugur og félagar hans í meirihlutanum hafi lesið hann. Ég hef vissar áhyggjur af einbeitingarskorti stjórnarformanns Orkuveitunnar þegar kemur að því að lesa og skilja gagnrýnin skrif á störf hans. Ég held að hann hljóti að stafa af orkuleysi og að stjórnarformaðurinn þurfi á fríi að halda. Borgarbúar ættu að sjá sóma sinn í að senda hann í langt frí sem allra fyrst. Höfundur er sagnfræðingur.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun