Kynusli í íþróttum Sverrir Jakobsson skrifar 25. ágúst 2009 06:00 Á dögunum vann 18 ára stúlka frá Suður-Afríku, Caster Semanya, yfirburðasigur í 800 metra hlaupi kvenna á heimsmeistaramóti í frjálsum íþróttum. Afrek hennar fékk þó blendin viðbrögð og fljótlega komu fram ásakanir um að Semanya hefði ekki átt að vera keppandi í þessu hlaupi þar sem hún væri í raun karlmaður. Á Semanya nú að undirgangast próf til að sanna að hún sé kona og er að vonum ekki ánægð með þessi skilyrði. Hugmyndin um að prófa kynferði íþróttakvenna vaknaði, eins og margar aðrar nýjungar í keppnisíþróttum, hjá tapsárum Ameríkönum. Nánar tiltekið var það forseti Alþjóðaólympíusambandsins, Avery Brundage, sem taldi að sumar kraftvaxnar íþróttakonur sem kepptu fyrir aðrar þjóðir væru í raun karlar. Voru kynpróf tekin upp á Evrópumóti í frjálsum íþróttum 1966 og voru síðan viðhöfð á stórmótum fram til 1999. Höfðu þau þá orðið fyrir margvíslegri gagnrýni. Í ljós kom að austur-evrópsku íþróttakonurnar sem voru skotspónn Brundages áttu ekkert sérstaklega á hættu að falla á slíku prófi en fórnarlömbin voru einkum einstaklingar með sjaldgæf erfðafrávik sem iðulega höfðu ekkert með frammistöðu í íþróttum að gera. Það reynist nefnilega ekki vera til nein óvéfengjanleg aðferð til að ákvarða hver sé karl og hver kona. Þau örfáu dæmi um afreksíþróttakonur sem hafa reynst vera karlmenn eru frá fjórða áratug síðustu aldar. Frægust er líklega pólsk-bandaríska hlaupakonan Stella Walsh sem varð Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi kvenna 1932 en sagan segir að við andlát hennar árið 1980 hafi komið í ljós að hún væri karlmaður. Dæmi hennar er hins vegar ekki óyggjandi þar sem hún er skráð kvenkyns á fæðingarvottorði og reyndist síðar hafa verið með bæði XX og XY-litninga. Því hafa íþróttaafrek hennar aldrei verið ógilt. Önnur saga er til af þýskum íþróttamanni sem var neyddur til að keppa í kvennaflokki á Ólympíuleikunum 1936 en vann þó ekki til verðlauna. Engin dæmi eru til um afreksíþróttamann í frjálsum íþróttum sem var í raun karl en villti á sér heimildir til að keppa í kvennaflokki. Þar er kannski meginniðurstaðan af hinni þrjátíu ára sögu kynprófa sem ollu íþróttakonum ómældum óþægindum á sínum tíma. Á meðan kynprófin voru viðhöfð var íþróttamönnum verulega mismunað. Á Ólympíuleikunum 1976 þurfti t.d. einn keppandi í kvennaflokki ekki að undirgangast slíkt próf. Það var Anna prinsessa sem keppti fyrir Bretland í hestaíþróttum. Stærri mismunun fólst þó í því að slíkt próf hefur aldrei verið lagt fyrir karlmenn heldur einungis konur. Eflaust má telja það ósennilegt að kona myndi þykjast vera karl til að ná árangri í íþróttum en hið gagnstæða virðist ekki heldur eiga sér stað. Kynferði snýst vissulega að mestu leyti um tiltekna litninga en samt er það ekki klippt og skorið. Alls staðar eiga sér stað frávik sem erfitt er að skilgreina. Það yrði líklega ekkert auðveldara að flokka Stellu Walsh nú á dögum en árið 1932. Samræmist það þá hugsjón íþróttanna að útiloka einstaklinga með erfðafrávik frá keppni? Hvers vegna er þá draugur kynprófanna vaknaður á ný? Kannski vegna hugmyndarinnar um að íþróttir séu seinasta vígi hinnar drengilegu keppni þar sem allir eigi að hafa jöfn tækifæri. Það er göfug hugmynd en hún er varla í samræmi við veruleikann. Sumir eru frá náttúrunnar hendi betur fallnir til íþrótta en aðrir, t.d. hafa hávaxnir menn forskot í körfubolta en í langhlaupum er betra að vera lítill og léttur. Varla er það heldur tilviljun að Kalenjin-þjóðin í Kenya, alls um 3 milljónir, á um 40% verðlaunahafa í langhlaupum á alþjóðlegum stórmótum. Eflaust bíða einhverjir spenntir eftir niðurstöðunni úr kynprófi Caster Semanya. Það kann vel að vera að í því komi í ljós einhver erfðafrávik sem geri keppinautum hennar kleift að kæra niðurstöðuna. Í Suður-Afríku dettur hins vegar engum í hug að Caster sé svikahrappur og enginn sem þekkir hana virðist nokkurn tíma hafa litið á hana sem annað en stúlku. Þær upplýsingar ættu að nægja okkur til að vita að hún er kona. Þegar maður leitar að öruggri vissu um kynferði ætti að forðast flóknar vísindalegir aðferðir sem munu aldrei leiða að einföldum sannleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Á dögunum vann 18 ára stúlka frá Suður-Afríku, Caster Semanya, yfirburðasigur í 800 metra hlaupi kvenna á heimsmeistaramóti í frjálsum íþróttum. Afrek hennar fékk þó blendin viðbrögð og fljótlega komu fram ásakanir um að Semanya hefði ekki átt að vera keppandi í þessu hlaupi þar sem hún væri í raun karlmaður. Á Semanya nú að undirgangast próf til að sanna að hún sé kona og er að vonum ekki ánægð með þessi skilyrði. Hugmyndin um að prófa kynferði íþróttakvenna vaknaði, eins og margar aðrar nýjungar í keppnisíþróttum, hjá tapsárum Ameríkönum. Nánar tiltekið var það forseti Alþjóðaólympíusambandsins, Avery Brundage, sem taldi að sumar kraftvaxnar íþróttakonur sem kepptu fyrir aðrar þjóðir væru í raun karlar. Voru kynpróf tekin upp á Evrópumóti í frjálsum íþróttum 1966 og voru síðan viðhöfð á stórmótum fram til 1999. Höfðu þau þá orðið fyrir margvíslegri gagnrýni. Í ljós kom að austur-evrópsku íþróttakonurnar sem voru skotspónn Brundages áttu ekkert sérstaklega á hættu að falla á slíku prófi en fórnarlömbin voru einkum einstaklingar með sjaldgæf erfðafrávik sem iðulega höfðu ekkert með frammistöðu í íþróttum að gera. Það reynist nefnilega ekki vera til nein óvéfengjanleg aðferð til að ákvarða hver sé karl og hver kona. Þau örfáu dæmi um afreksíþróttakonur sem hafa reynst vera karlmenn eru frá fjórða áratug síðustu aldar. Frægust er líklega pólsk-bandaríska hlaupakonan Stella Walsh sem varð Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi kvenna 1932 en sagan segir að við andlát hennar árið 1980 hafi komið í ljós að hún væri karlmaður. Dæmi hennar er hins vegar ekki óyggjandi þar sem hún er skráð kvenkyns á fæðingarvottorði og reyndist síðar hafa verið með bæði XX og XY-litninga. Því hafa íþróttaafrek hennar aldrei verið ógilt. Önnur saga er til af þýskum íþróttamanni sem var neyddur til að keppa í kvennaflokki á Ólympíuleikunum 1936 en vann þó ekki til verðlauna. Engin dæmi eru til um afreksíþróttamann í frjálsum íþróttum sem var í raun karl en villti á sér heimildir til að keppa í kvennaflokki. Þar er kannski meginniðurstaðan af hinni þrjátíu ára sögu kynprófa sem ollu íþróttakonum ómældum óþægindum á sínum tíma. Á meðan kynprófin voru viðhöfð var íþróttamönnum verulega mismunað. Á Ólympíuleikunum 1976 þurfti t.d. einn keppandi í kvennaflokki ekki að undirgangast slíkt próf. Það var Anna prinsessa sem keppti fyrir Bretland í hestaíþróttum. Stærri mismunun fólst þó í því að slíkt próf hefur aldrei verið lagt fyrir karlmenn heldur einungis konur. Eflaust má telja það ósennilegt að kona myndi þykjast vera karl til að ná árangri í íþróttum en hið gagnstæða virðist ekki heldur eiga sér stað. Kynferði snýst vissulega að mestu leyti um tiltekna litninga en samt er það ekki klippt og skorið. Alls staðar eiga sér stað frávik sem erfitt er að skilgreina. Það yrði líklega ekkert auðveldara að flokka Stellu Walsh nú á dögum en árið 1932. Samræmist það þá hugsjón íþróttanna að útiloka einstaklinga með erfðafrávik frá keppni? Hvers vegna er þá draugur kynprófanna vaknaður á ný? Kannski vegna hugmyndarinnar um að íþróttir séu seinasta vígi hinnar drengilegu keppni þar sem allir eigi að hafa jöfn tækifæri. Það er göfug hugmynd en hún er varla í samræmi við veruleikann. Sumir eru frá náttúrunnar hendi betur fallnir til íþrótta en aðrir, t.d. hafa hávaxnir menn forskot í körfubolta en í langhlaupum er betra að vera lítill og léttur. Varla er það heldur tilviljun að Kalenjin-þjóðin í Kenya, alls um 3 milljónir, á um 40% verðlaunahafa í langhlaupum á alþjóðlegum stórmótum. Eflaust bíða einhverjir spenntir eftir niðurstöðunni úr kynprófi Caster Semanya. Það kann vel að vera að í því komi í ljós einhver erfðafrávik sem geri keppinautum hennar kleift að kæra niðurstöðuna. Í Suður-Afríku dettur hins vegar engum í hug að Caster sé svikahrappur og enginn sem þekkir hana virðist nokkurn tíma hafa litið á hana sem annað en stúlku. Þær upplýsingar ættu að nægja okkur til að vita að hún er kona. Þegar maður leitar að öruggri vissu um kynferði ætti að forðast flóknar vísindalegir aðferðir sem munu aldrei leiða að einföldum sannleika.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun