Sigur raunveruleikans Dr. Gunni skrifar 16. apríl 2009 06:00 Það er eins og að fara um borg sem er að koma úr löngu stríði að fara um Reykjavík. Miðborgin er full af niðurgrotnandi og auðum húsum sem áttu að víkja fyrir nýjum frábærum húsum og verslunum. Svo er það allt þetta hálfbyggða og risastóra: Turninn í Höfðaborg sem gnæfir yfir nágrenni sitt eins og tannlaus fáviti og tónleikahöllin hans Björgólfs. Það kveikir eflaust vonarneista vegfarenda um Sæbraut að sjá kranana við ferlíkið hreyfast. Oftast er þó hrafnaþingið á krönunum eina lífsmarkið. Fari maður lengra og út í úthverfin blasa við flennistór líflaus hverfi. Óseldar íbúðir, grunnar og tómar lóðir svo þúsundum skiptir. Ekki skil ég hver átti eiginlega að búa í öllum þessum húsum. Geimverur? Innflutt vinnuafl til að byggja álverið á Þingvöllum? Hugsaði enginn út í þetta? Öskruðu menn bara upptjúnaðir: Fokk itt, nú skulum við BYGGJA!!! og settu svo allt í gang? Það sem íbúar Aumalandsins eru að ganga í gegnum núna er stórsigur raunveruleikans. Við vorum aldrei í alvörunni að verða Dubai norðursins. Þetta er niðurlægjandi ósigur draumanna. Draumóramenn með yfirþyrmandi yfirdráttarlán með veði í framtíð þjóðarinnar ráfa nú um heimili sín með úfið hár á náttfötunum. Fífl með fáránlegar hugmyndir, sem okkur leist náttúrlega rosa vel á þegar við vorum með óráði. Í rústunum ylja ég mér við drauminn eins og hann birtist í nýlegum en þó ævagömlum kynningarbæklingum frá Höfðatorgi, tónlistar- og ráðstefnuhöllinni og Þekkingarsamfélaginu í Vatnsmýri, eða hvað sem það hét. Það er alltaf gott veður í þessum bæklingum og þar má lesa fagurgala um framtíð þar sem listir, viðskipti, mannlíf og verslun mætast í rjómalagaðri sætsúpu. Fallegt ungt fólk drekkur latté úr götumálum og ráfar áhyggjulaust um snyrtileg torg sem eru römmuð inn með glæsilegum glerbyggingum og trjágróðri. Ég er auðvitað einn af unga fólkinu, gott ef ekki tággrannur og með hár. „Líf mitt er tær snilld," segi ég við gáfaðan útlending, sem er kominn til að leggja draumnum lið. „Ég kíki bara einu sinni á dag á reikninginn minn til að sjá hvað það er búið að hrúgast mikið inn á hann þann daginn." En svo vakna ég á Hlemmi. Það er skítakuldi úti og sandrok. Jæja. Ég er þó allavega ennþá með latté í götumáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Það er eins og að fara um borg sem er að koma úr löngu stríði að fara um Reykjavík. Miðborgin er full af niðurgrotnandi og auðum húsum sem áttu að víkja fyrir nýjum frábærum húsum og verslunum. Svo er það allt þetta hálfbyggða og risastóra: Turninn í Höfðaborg sem gnæfir yfir nágrenni sitt eins og tannlaus fáviti og tónleikahöllin hans Björgólfs. Það kveikir eflaust vonarneista vegfarenda um Sæbraut að sjá kranana við ferlíkið hreyfast. Oftast er þó hrafnaþingið á krönunum eina lífsmarkið. Fari maður lengra og út í úthverfin blasa við flennistór líflaus hverfi. Óseldar íbúðir, grunnar og tómar lóðir svo þúsundum skiptir. Ekki skil ég hver átti eiginlega að búa í öllum þessum húsum. Geimverur? Innflutt vinnuafl til að byggja álverið á Þingvöllum? Hugsaði enginn út í þetta? Öskruðu menn bara upptjúnaðir: Fokk itt, nú skulum við BYGGJA!!! og settu svo allt í gang? Það sem íbúar Aumalandsins eru að ganga í gegnum núna er stórsigur raunveruleikans. Við vorum aldrei í alvörunni að verða Dubai norðursins. Þetta er niðurlægjandi ósigur draumanna. Draumóramenn með yfirþyrmandi yfirdráttarlán með veði í framtíð þjóðarinnar ráfa nú um heimili sín með úfið hár á náttfötunum. Fífl með fáránlegar hugmyndir, sem okkur leist náttúrlega rosa vel á þegar við vorum með óráði. Í rústunum ylja ég mér við drauminn eins og hann birtist í nýlegum en þó ævagömlum kynningarbæklingum frá Höfðatorgi, tónlistar- og ráðstefnuhöllinni og Þekkingarsamfélaginu í Vatnsmýri, eða hvað sem það hét. Það er alltaf gott veður í þessum bæklingum og þar má lesa fagurgala um framtíð þar sem listir, viðskipti, mannlíf og verslun mætast í rjómalagaðri sætsúpu. Fallegt ungt fólk drekkur latté úr götumálum og ráfar áhyggjulaust um snyrtileg torg sem eru römmuð inn með glæsilegum glerbyggingum og trjágróðri. Ég er auðvitað einn af unga fólkinu, gott ef ekki tággrannur og með hár. „Líf mitt er tær snilld," segi ég við gáfaðan útlending, sem er kominn til að leggja draumnum lið. „Ég kíki bara einu sinni á dag á reikninginn minn til að sjá hvað það er búið að hrúgast mikið inn á hann þann daginn." En svo vakna ég á Hlemmi. Það er skítakuldi úti og sandrok. Jæja. Ég er þó allavega ennþá með latté í götumáli.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun