Uppnám í vali nemenda Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 24. júní 2009 06:00 Hún er æf, móðirin. Faðirinn tekur þessu létt. Krakkinn er í losti. Það er búið að berja á allar dyr og svörin eru blandin. Alla vega kemst krakkinn ekki í Versló og heldur ekki í MR eða Kvennó. Ármúlinn blasir við. Skyndilega er sú staða komin upp í framhaldsskólamálum að valkostakerfið sem nemendum er gefið getur brugðist til beggja vona, jafnvel þannig að nemandinn sem er með þokkalegar miðlungsniðurstöður upp úr grunnskólanum er vegalaus á hausti. Þeir þrír kostir sem honum var gert að raða niður í forgangsröð reynast allir blindgata. Hann verður að leita á ný mið, í nýjan skóla, fjarri heimahögum í nýjan hóp sem er safnað saman víða að. Hópurinn sem hann hefur fylgt lengst af námsævi sinnar er sundraður. Og nú efast menn um að námskröfur séu sambærilegar frá einum grunnskóla til annars. Eftir næsta vetur verða framhaldsskólar hugsanlega að taka upp inngöngupróf fari svo að gerólíkar kröfur liggi til grundvallar niðurstöðum prófa vorsins, þessa fyrsta vors eftir að samræmdu prófin voru lögð af. Þetta er staðan. Skóli er flókið fyrirbæri, hann er sterk uppistaða í samfélagi hverfanna. Stór hópur barna hefur fylgst að frá leikskóla inn í grunnskólann, bundist böndum sem vara alla ævina í sumum tilvikum og eru þvert á stéttarstöðu, menntun foreldra, bönd sem byggja á vinskap, trausti og tryggð. Og þau eru bara hluti af enn stærra samfélagi nágranna, byggðar sem er lifandi og stöðugum breytingum undirorpin. Það er margur sauður í stóru safni. Öll erum við ólík, en samt svo lík. Nú kann marga að furða að árangur á þessu vori skuli skila svo sterkum námsárangri að sumir skólar á höfuðborgarsvæðinu geta fleytt mikinn rjóma ofan af, valið úr sterkustu námsmennina. Erum við að sjá klekjast út sérkennilega blöndu af gylltum vonum góðæris og hörðum veruleika kreppunnar á liðnum vetri? Hertu nemendur sig svo þegar hrunið skall á að afburðaárangur jókst hratt og skyndilega? Eða var bara almennt linað á kröfum í prófum vorsins? Það er styrkur fyrir samfélagið að árgangar haldi saman gegnum skólakerfið, það er hollt félagsþroska og nærsamfélaginu. Það er ódýrara fyrir samfélagið að menn sæki skóla nærri heimilum. Það þýðir minna álag í samgöngum, minni orkueyðslu. Og þótt sumum skólum líki betur að safna saman níu-fólki þá verður samfélag skólalífsins einsleitara. Skólinn er jú meira en bara á bókina, hann er ekki síst samveran, nálægðin, félagið. það er sterkari minnisvarði þegar frá líður en hver var hæstur í þýsku eða stærðfræði. Það kærir sig enginn um að einstakir skólar á framhaldsskólastigi verði forréttindafyrirbæri nú. Sá tími er löngu liðinn að fjárhagur foreldris, pólitísk bræðrabönd eða fjölskyldutengsl ráði hvar nemendum er skipað í skóla. Það er ógn við jafnræðissamfélag að hér skuli smíðað skólasamfélag sem velur sér einvörðungu nemendur með toppeinkunn en lokar á hina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór
Hún er æf, móðirin. Faðirinn tekur þessu létt. Krakkinn er í losti. Það er búið að berja á allar dyr og svörin eru blandin. Alla vega kemst krakkinn ekki í Versló og heldur ekki í MR eða Kvennó. Ármúlinn blasir við. Skyndilega er sú staða komin upp í framhaldsskólamálum að valkostakerfið sem nemendum er gefið getur brugðist til beggja vona, jafnvel þannig að nemandinn sem er með þokkalegar miðlungsniðurstöður upp úr grunnskólanum er vegalaus á hausti. Þeir þrír kostir sem honum var gert að raða niður í forgangsröð reynast allir blindgata. Hann verður að leita á ný mið, í nýjan skóla, fjarri heimahögum í nýjan hóp sem er safnað saman víða að. Hópurinn sem hann hefur fylgt lengst af námsævi sinnar er sundraður. Og nú efast menn um að námskröfur séu sambærilegar frá einum grunnskóla til annars. Eftir næsta vetur verða framhaldsskólar hugsanlega að taka upp inngöngupróf fari svo að gerólíkar kröfur liggi til grundvallar niðurstöðum prófa vorsins, þessa fyrsta vors eftir að samræmdu prófin voru lögð af. Þetta er staðan. Skóli er flókið fyrirbæri, hann er sterk uppistaða í samfélagi hverfanna. Stór hópur barna hefur fylgst að frá leikskóla inn í grunnskólann, bundist böndum sem vara alla ævina í sumum tilvikum og eru þvert á stéttarstöðu, menntun foreldra, bönd sem byggja á vinskap, trausti og tryggð. Og þau eru bara hluti af enn stærra samfélagi nágranna, byggðar sem er lifandi og stöðugum breytingum undirorpin. Það er margur sauður í stóru safni. Öll erum við ólík, en samt svo lík. Nú kann marga að furða að árangur á þessu vori skuli skila svo sterkum námsárangri að sumir skólar á höfuðborgarsvæðinu geta fleytt mikinn rjóma ofan af, valið úr sterkustu námsmennina. Erum við að sjá klekjast út sérkennilega blöndu af gylltum vonum góðæris og hörðum veruleika kreppunnar á liðnum vetri? Hertu nemendur sig svo þegar hrunið skall á að afburðaárangur jókst hratt og skyndilega? Eða var bara almennt linað á kröfum í prófum vorsins? Það er styrkur fyrir samfélagið að árgangar haldi saman gegnum skólakerfið, það er hollt félagsþroska og nærsamfélaginu. Það er ódýrara fyrir samfélagið að menn sæki skóla nærri heimilum. Það þýðir minna álag í samgöngum, minni orkueyðslu. Og þótt sumum skólum líki betur að safna saman níu-fólki þá verður samfélag skólalífsins einsleitara. Skólinn er jú meira en bara á bókina, hann er ekki síst samveran, nálægðin, félagið. það er sterkari minnisvarði þegar frá líður en hver var hæstur í þýsku eða stærðfræði. Það kærir sig enginn um að einstakir skólar á framhaldsskólastigi verði forréttindafyrirbæri nú. Sá tími er löngu liðinn að fjárhagur foreldris, pólitísk bræðrabönd eða fjölskyldutengsl ráði hvar nemendum er skipað í skóla. Það er ógn við jafnræðissamfélag að hér skuli smíðað skólasamfélag sem velur sér einvörðungu nemendur með toppeinkunn en lokar á hina.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun