Vonlausasta dýrategundin Dr. Gunni skrifar 8. janúar 2009 06:00 Eins og mannskepnan getur nú verið frábær - nægir að nefna uppfinningu sushísins, kvikmyndir Hitchcocks og verk Fræbbblanna því til staðfestingar - er hún algjörlega ömurleg líka. Handónýt og vonlaus dýrategund. Nú fer fram slátrun á fólki sem var svo óheppið að fæðast í Palestínu. Raunalegar eru fréttirnar. Þó sýna þær ekki allt. Engin limlest smábörn trufla sjónvarpsgláp landsmanna í smáatriðum á flenniskjánum. Sem betur fer. Nóg er nú samt. Bogi Ágústsson var gráti næst hjá Þóru í Kastljósi yfir óréttlætinu og geðveikinni. Læknar vaða blóð og sundurtætta líkama. Ég man eftir svipuðum fréttum aftur til frumbernsku. Ég sat yfir fréttunum með foreldrum mínum og það var verið að drepa einhvers staðar úti í heimi. Drepa og drepa. Aflima og örkumla. Sprengja og skera. Skjóta og berja. Nýfædd smábörn, gamalmenni og allt þar á milli saxaðist ofan í fjöldagrafir einhvers málstaðar sem einhverjir karlar voru búnir að telja sér, og þjóðunum, trú um að væri þess virði að drepa allt þetta fólk fyrir. „Fórnarkostnaður" varð það síðar kallað - Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson vita hvað ég á við. Það var alltaf eitthvað. Dauðasveitir í El Salvador, þjóðernishreinsanir á Balkanskaga, ég man þetta ekki allt. Yfir öllu vofði svo möguleikinn á lokalausn mannkynsins - gjöreyðingarstríði á milli austurs og vesturs. Við létum flöktandi sjónvarpsblámann grilla á okkur tærnar. Pabbi varð brjálaður eins og vanalega. Það hvein í honum þegar hann fór með ræðuna sem hann fór alltaf með þegar eitthvað verulega suddalegt var í fréttunum. Að við sem dýrategund ættum ekki skilið að vera til og að við værum mistök náttúrunnar. Að við værum grimmasta og ógeðslegasta tegundin sem drægi andann á þessari lánlausu jörð. Að það væri fyrir bestu að losa veröldina við þessa óværu og að líklega væri allsherjar kjarnorkustyrjöld það besta sem gæti gerst. Þessi skoðun síaðist inn í mig enda hefur ekkert breyst. Dýrategundin verður bara ógeðslegri eftir því sem tækninni „fleygir fram". Ég sé þó ekki tilganginn í að „taka pabba" á fréttirnar. Ég slekk bara þegar myndirnar verða of svæsnar. Ýti hugsuninni úr hausnum á mér með valdi og hugsa af alefli um eitthvað annað. Þú mátt vel kalla þetta veruleikaflótta mín vegna. Þetta er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Eins og mannskepnan getur nú verið frábær - nægir að nefna uppfinningu sushísins, kvikmyndir Hitchcocks og verk Fræbbblanna því til staðfestingar - er hún algjörlega ömurleg líka. Handónýt og vonlaus dýrategund. Nú fer fram slátrun á fólki sem var svo óheppið að fæðast í Palestínu. Raunalegar eru fréttirnar. Þó sýna þær ekki allt. Engin limlest smábörn trufla sjónvarpsgláp landsmanna í smáatriðum á flenniskjánum. Sem betur fer. Nóg er nú samt. Bogi Ágústsson var gráti næst hjá Þóru í Kastljósi yfir óréttlætinu og geðveikinni. Læknar vaða blóð og sundurtætta líkama. Ég man eftir svipuðum fréttum aftur til frumbernsku. Ég sat yfir fréttunum með foreldrum mínum og það var verið að drepa einhvers staðar úti í heimi. Drepa og drepa. Aflima og örkumla. Sprengja og skera. Skjóta og berja. Nýfædd smábörn, gamalmenni og allt þar á milli saxaðist ofan í fjöldagrafir einhvers málstaðar sem einhverjir karlar voru búnir að telja sér, og þjóðunum, trú um að væri þess virði að drepa allt þetta fólk fyrir. „Fórnarkostnaður" varð það síðar kallað - Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson vita hvað ég á við. Það var alltaf eitthvað. Dauðasveitir í El Salvador, þjóðernishreinsanir á Balkanskaga, ég man þetta ekki allt. Yfir öllu vofði svo möguleikinn á lokalausn mannkynsins - gjöreyðingarstríði á milli austurs og vesturs. Við létum flöktandi sjónvarpsblámann grilla á okkur tærnar. Pabbi varð brjálaður eins og vanalega. Það hvein í honum þegar hann fór með ræðuna sem hann fór alltaf með þegar eitthvað verulega suddalegt var í fréttunum. Að við sem dýrategund ættum ekki skilið að vera til og að við værum mistök náttúrunnar. Að við værum grimmasta og ógeðslegasta tegundin sem drægi andann á þessari lánlausu jörð. Að það væri fyrir bestu að losa veröldina við þessa óværu og að líklega væri allsherjar kjarnorkustyrjöld það besta sem gæti gerst. Þessi skoðun síaðist inn í mig enda hefur ekkert breyst. Dýrategundin verður bara ógeðslegri eftir því sem tækninni „fleygir fram". Ég sé þó ekki tilganginn í að „taka pabba" á fréttirnar. Ég slekk bara þegar myndirnar verða of svæsnar. Ýti hugsuninni úr hausnum á mér með valdi og hugsa af alefli um eitthvað annað. Þú mátt vel kalla þetta veruleikaflótta mín vegna. Þetta er það.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun