Mitt framlag til þjóðfundar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 19. nóvember 2009 06:00 Fréttir af þjóðfundinum mikla í Laugardal, sem mér bárust hingað til Spánar, urðu til þess að ég fór að hugleiða hvernig þjóðfélag ég vil. Ég ræddi þetta meira að segja við Manolo kaupmann meðan ég var að versla hjá honum fyrir skemmstu. Hann og nýlenduvöruverslun hans mega muna sinn fífil fegri. Karlinn heyrir afar illa og er ósköp fótalúinn. Þess vegna ganga viðskiptin oftast hægt fyrir sig því panta þarf yfir búðarborðið og bíða uns sá aldni nær í varninginn í hólfum og hillum sem sumar ná margra metra upp í loft. Mér er minnisstætt þegar ég spurði hann hvaða rauðvín þetta væri í efstu hillunni. Ég ætlaði einungis að forvitnast um vínið en hann fór þá þegar að fikra sig upp óstöndugar tröppurnar. Ég bað hann að hætta þessu brölti enda sá ég fram á að vínleiðangur þessi yrði honum að aldurtila. Hann hélt sínu striki en þegar komið var í efsta þrep varð honum ljóst að enn vantaði upp á svo hann næði í flösku. Ekki veit ég hvort hann hafði skroppið svona saman frá því að hann raðaði í efstu hilluna. Manolo náði í prik, hélt síðan aftur upp til að ná í vínflösku og hélt mér í sálarangist á meðan. „Þetta er afskaplega gott vín," sagði kaupmaðurinn en náði svo að fikra flösku fram af hillunni með prikinu en greip hana svo í fallinu. Ég var við það að hringja í spænsku neyðarlínuna. „Það gera fimm evrur, góði," sagði hann loks er hann kom niður. Frá Manolo fór ég í Mercadona-stórmarkaðinn. Þar sá ég nær ótakmarkað úrval af ávöxtum sem voru óaðfinnanlegir í laginu en ekki skítugir og óreglulegir eins og hjá þeim gamla. En ég hef oft keypt ávexti í stórmarkaðnum og þeir reyndust iðulega svo bragðlausir að þeir minntu á svipbrigði starfsfólksins meðan það býður góðan daginn með vélrænum hætti. Eflaust er starfsliðið löngu orðið hálfgeggjað á pípinu í skannanum, tómlætislegu viðmóti viðskiptavinanna, viðbjóðslegum auglýsingastefjum sem dynja úr hátölurunum og gerviefnunum í vörunum sem boðið er upp á. Ég hef enn ekki ákveðið hvernig þjóðfélag ég vil nema þá að ég kysi heldur að hafa það í anda Manolos gamla en Mercadona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Fréttir af þjóðfundinum mikla í Laugardal, sem mér bárust hingað til Spánar, urðu til þess að ég fór að hugleiða hvernig þjóðfélag ég vil. Ég ræddi þetta meira að segja við Manolo kaupmann meðan ég var að versla hjá honum fyrir skemmstu. Hann og nýlenduvöruverslun hans mega muna sinn fífil fegri. Karlinn heyrir afar illa og er ósköp fótalúinn. Þess vegna ganga viðskiptin oftast hægt fyrir sig því panta þarf yfir búðarborðið og bíða uns sá aldni nær í varninginn í hólfum og hillum sem sumar ná margra metra upp í loft. Mér er minnisstætt þegar ég spurði hann hvaða rauðvín þetta væri í efstu hillunni. Ég ætlaði einungis að forvitnast um vínið en hann fór þá þegar að fikra sig upp óstöndugar tröppurnar. Ég bað hann að hætta þessu brölti enda sá ég fram á að vínleiðangur þessi yrði honum að aldurtila. Hann hélt sínu striki en þegar komið var í efsta þrep varð honum ljóst að enn vantaði upp á svo hann næði í flösku. Ekki veit ég hvort hann hafði skroppið svona saman frá því að hann raðaði í efstu hilluna. Manolo náði í prik, hélt síðan aftur upp til að ná í vínflösku og hélt mér í sálarangist á meðan. „Þetta er afskaplega gott vín," sagði kaupmaðurinn en náði svo að fikra flösku fram af hillunni með prikinu en greip hana svo í fallinu. Ég var við það að hringja í spænsku neyðarlínuna. „Það gera fimm evrur, góði," sagði hann loks er hann kom niður. Frá Manolo fór ég í Mercadona-stórmarkaðinn. Þar sá ég nær ótakmarkað úrval af ávöxtum sem voru óaðfinnanlegir í laginu en ekki skítugir og óreglulegir eins og hjá þeim gamla. En ég hef oft keypt ávexti í stórmarkaðnum og þeir reyndust iðulega svo bragðlausir að þeir minntu á svipbrigði starfsfólksins meðan það býður góðan daginn með vélrænum hætti. Eflaust er starfsliðið löngu orðið hálfgeggjað á pípinu í skannanum, tómlætislegu viðmóti viðskiptavinanna, viðbjóðslegum auglýsingastefjum sem dynja úr hátölurunum og gerviefnunum í vörunum sem boðið er upp á. Ég hef enn ekki ákveðið hvernig þjóðfélag ég vil nema þá að ég kysi heldur að hafa það í anda Manolos gamla en Mercadona.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun