Milljarðamynd Baltasars hugsanlega tekin á Írlandi 10. janúar 2009 06:00 Baltasar Kormákur kom hingað með bandarískum framleiðendum síðasta haust og skoðaði tökustaði. Nú gæti verkefnið verið í hættu hér á landi og flust yfir til Írlands. Raunveruleg hætta er á því að víkingamynd Baltasars Kormáks verði ekki tekin upp hér á landi heldur verði veigamestu tökurnar fluttar til Írlands. Þetta segir Leifur B. Dagfinnsson, samstarfsmaður Baltasars við gerð myndarinnar og framleiðandi hjá True North. Framleiðslukostnaður við víkingamyndina er talinn nema fjórum til sex milljörðum íslenskra króna. Að sögn Leifs eru írsk yfirvöld að reyna að lokka kvikmyndagerðarfólk til sín með því að hækka endurgreiðslu um fimm prósent, frá tuttugu yfir í tuttugu og fimm prósent. Leifur óskar því eftir aðstoð frá íslenskum stjórnvöldum þannig að tryggt sé að myndin verði að mestu leyti gerð hér. „Kerfið á Írlandi virkar þannig að þú leggur 75 prósent framleiðslukostnaðarins inn á sérstakan reikning og ríkið kemur til móts við það með sínum 25 prósentum," útskýrir Leifur. Endurgreiðsluprósentan á Íslandi til kvikmyndagerðar er hins vegar fjórtán prósent. Leifur telur það ekki nógu hátt hlutfall til að lokka stóra erlenda aðila til landsins þrátt fyrir að íslenska krónan hafi hrunið um áttatíu prósent og dollarinn styrkst sem því nemur. „Ef endurgreiðslan væri hærri, þá hefðu íslenskir kvikmyndagerðarmenn í nægu að snúast. Fyrirspurnirnar eru allavega nógu margar." Leifur tekur skýrt fram að bæði hann og Baltasar muni leggja sitt á vogarskálarnar við að fá kvikmyndina til Íslands. Þeir séu hins vegar ekki peningamennirnir, þeir hafi úrslitavaldið. „Framleiðendurnir hafa mikinn áhuga á því að vinna myndina hér á landi, þeir vilja eiga fundi með ráðamönnum um þessi mál og ætla að koma til landsins í lok mánaðarins." Leifur segir um gríðarleg verðmæti að ræða. Hann áætlar að tvö hundruð störf skapist í kringum myndina en samkvæmt fyrstu áætlunum hefst vinna við hana strax í apríl á þessu ári. „Við skulum átta okkur á því að þessi mynd gæti gert svipaða hluti fyrir Ísland og Hringadróttinssaga gerði fyrir Nýja-Sjáland," segir Leifur. Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, sagði að Össur Skarphéðinsson myndi ekki tjá sig um þetta einstaka atriði. Hann hefði rætt við Baltasar Kormák um þessi mál og við fleiri kvikmyndagerðarmenn. „Það hefur verið farið yfir þessi mál í ráðuneytinu og þau eru til skoðunar. Hins vegar er ekki hægt að lofa neinu," segir Einar Karl. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Raunveruleg hætta er á því að víkingamynd Baltasars Kormáks verði ekki tekin upp hér á landi heldur verði veigamestu tökurnar fluttar til Írlands. Þetta segir Leifur B. Dagfinnsson, samstarfsmaður Baltasars við gerð myndarinnar og framleiðandi hjá True North. Framleiðslukostnaður við víkingamyndina er talinn nema fjórum til sex milljörðum íslenskra króna. Að sögn Leifs eru írsk yfirvöld að reyna að lokka kvikmyndagerðarfólk til sín með því að hækka endurgreiðslu um fimm prósent, frá tuttugu yfir í tuttugu og fimm prósent. Leifur óskar því eftir aðstoð frá íslenskum stjórnvöldum þannig að tryggt sé að myndin verði að mestu leyti gerð hér. „Kerfið á Írlandi virkar þannig að þú leggur 75 prósent framleiðslukostnaðarins inn á sérstakan reikning og ríkið kemur til móts við það með sínum 25 prósentum," útskýrir Leifur. Endurgreiðsluprósentan á Íslandi til kvikmyndagerðar er hins vegar fjórtán prósent. Leifur telur það ekki nógu hátt hlutfall til að lokka stóra erlenda aðila til landsins þrátt fyrir að íslenska krónan hafi hrunið um áttatíu prósent og dollarinn styrkst sem því nemur. „Ef endurgreiðslan væri hærri, þá hefðu íslenskir kvikmyndagerðarmenn í nægu að snúast. Fyrirspurnirnar eru allavega nógu margar." Leifur tekur skýrt fram að bæði hann og Baltasar muni leggja sitt á vogarskálarnar við að fá kvikmyndina til Íslands. Þeir séu hins vegar ekki peningamennirnir, þeir hafi úrslitavaldið. „Framleiðendurnir hafa mikinn áhuga á því að vinna myndina hér á landi, þeir vilja eiga fundi með ráðamönnum um þessi mál og ætla að koma til landsins í lok mánaðarins." Leifur segir um gríðarleg verðmæti að ræða. Hann áætlar að tvö hundruð störf skapist í kringum myndina en samkvæmt fyrstu áætlunum hefst vinna við hana strax í apríl á þessu ári. „Við skulum átta okkur á því að þessi mynd gæti gert svipaða hluti fyrir Ísland og Hringadróttinssaga gerði fyrir Nýja-Sjáland," segir Leifur. Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, sagði að Össur Skarphéðinsson myndi ekki tjá sig um þetta einstaka atriði. Hann hefði rætt við Baltasar Kormák um þessi mál og við fleiri kvikmyndagerðarmenn. „Það hefur verið farið yfir þessi mál í ráðuneytinu og þau eru til skoðunar. Hins vegar er ekki hægt að lofa neinu," segir Einar Karl. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira