Viðskipti erlent

Olían lækkar í verði en ál, gull og kopar hækka

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í morgun níunda daginn í röð. Fór verðið á WTIN olíunni á markaðinum í New York undir 70 dollara og stendur í 69,65 dollurum á tunnuna. Hefur olíuverðið þar með fallið um 15% síðan í október.

Verð á málmum hækkar hinsvegar áfram. Álverðið á markaðinum í London er nú í 2.245 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga og er það hæsta verðið í ár. Raunar hefur verð á áli ekki verið hærra síðan um mitt sumar í fyrra.

Verð á gulli bætti við sig 10,6 dollurum í morgun og stendur í 1.126 dollurum fyrir únsuna. Verð á kopar hækkað um 92 dollara og stendur í 6.927 dollurum á tonnið, að því er segir á vefsíðunni di.se.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×