Dikta skoðar Þýskalandsmarkað Alma Guðmundsdóttir skrifar 15. ágúst 2009 14:00 Dikta vinnur nú að nýrri plötu sem Sena mun gefa út í haust. „Þetta er komið svo stutt á veg að það er allt óráðið enn þá," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, um hugsanlega útrás hljómsveitarinnar til Þýskalands. Hann segir óvíst hvort flutningar séu í spilunum, en verið sé að skoða alla möguleika. „Við erum að velta því fyrir okkur að fara til Berlínar. Ég hef aldrei komið þangað en allir sem ég hef talað við bera borginni vel söguna. Þetta er mikil listamannaborg og var náttúrlega höfuðborg lista í Evrópu á sínum tíma," útskýrir Haukur. Dikta er nú að vinna sína þriðju plötu sem kemur út í haust. Aðspurður segir Haukur þá félaga nota öll kvöld og helgar í upptökur, en hann starfar sem læknir á bráðamóttökunni við Hringbraut. Jón Þór Sigurðsson trommari er að ljúka atvinnuflugmannsprófi og þeir Skúli Gestsson bassaleikari og Jón Bjarni Pétursson gítarleikari eru báðir í kennaranámi. Þrátt fyrir miklar annir láta þeir tónleikahald ekki sitja á hakanum. „Við erum að spila á Batteríinu í kvöld ásamt hljómsveitunum Mammút, Agent Fresco og Cliff Clavin. Við verðum í upptökum í dag og á morgun svo við hlaupum bara út úr stúdíóinu til að fara á þetta gigg," segir Haukur. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er komið svo stutt á veg að það er allt óráðið enn þá," segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, um hugsanlega útrás hljómsveitarinnar til Þýskalands. Hann segir óvíst hvort flutningar séu í spilunum, en verið sé að skoða alla möguleika. „Við erum að velta því fyrir okkur að fara til Berlínar. Ég hef aldrei komið þangað en allir sem ég hef talað við bera borginni vel söguna. Þetta er mikil listamannaborg og var náttúrlega höfuðborg lista í Evrópu á sínum tíma," útskýrir Haukur. Dikta er nú að vinna sína þriðju plötu sem kemur út í haust. Aðspurður segir Haukur þá félaga nota öll kvöld og helgar í upptökur, en hann starfar sem læknir á bráðamóttökunni við Hringbraut. Jón Þór Sigurðsson trommari er að ljúka atvinnuflugmannsprófi og þeir Skúli Gestsson bassaleikari og Jón Bjarni Pétursson gítarleikari eru báðir í kennaranámi. Þrátt fyrir miklar annir láta þeir tónleikahald ekki sitja á hakanum. „Við erum að spila á Batteríinu í kvöld ásamt hljómsveitunum Mammút, Agent Fresco og Cliff Clavin. Við verðum í upptökum í dag og á morgun svo við hlaupum bara út úr stúdíóinu til að fara á þetta gigg," segir Haukur.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira