Bómullarlífið búið að eilífu Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 5. október 2009 12:31 Mánuði eftir að ég horfði klökk á eftir litlu dótturinni byrja í skóla, taldist mér til að á tímabilinu væru horfnar þrjár húfur, eitt buff, fjölmargir vettlingar og ullarsokkar auk gullfallegu lopapeysunnar frá ömmu. Þrátt fyrir talsverða vandvirkni höfðum við steingleymt að kenna barninu að passa sjálfu upp á fötin sín. Á tíu skrefa ferðalagi á frístundaheimilið eftir skólatíma getur greinilega allt gerst. Afföllin voru orðin umtalsverð og ullarsokkalagerinn yrði brátt á þrotum. Sama dag og gúmmístígvélin hurfu líka og í þeirra stað önnur skilin eftir, fjórum númerum of lítil, gerðist tvennt: Spáð var haugarigningu og mælirinn var fullur. Urrandi af geðvonsku æddi ég af stað eftir kvöldverkin út í myrkur og slagviðri í einu búðina sem opin er svona seint og selur hlífðarfatnað. Gramsaði þusandi fúl eftir réttum stærðum og gerðum af gúmmístígvélum og öðrum nauðsynjum. Það var ekki fyrr en á leiðinni löngu á afgreiðslukassann sem mér varð ljóst að ég var reyndar klædd náttfötum og þau stungu undarlega í stúf við háu hælaskóna. Sem betur fer býr kona á mínum aldri yfir töluverðri reynslu í að láta sem ekkert sé. Jafnvel kaldrifjaðir töffarar fara dálítið á taugum þegar litla rúsínubollan þeirra stígur fyrstu sjálfstæðu skrefin fyrir alvöru og hefur skólagöngu. Þeir dagar liðnir þegar tekið er á móti barninu með faðmlagi af hlýlegu staðforeldri í líki leikskólakennara. Hámarks öryggisgæsla fyrir bí, bómullarlífið búið að eilífu. Framvegis verður litla viðkvæma blómið að bjarga sér upp á eigin spýtur í hörðum heimi, sneisafullum af hrekkjusvínum. Jafnvel dásamlegar móttökur í nýja skólanum ná ekki að sefa nema verstu ekkasog foreldranna og fyrstu morgnana þarf að smala þeim út úr skólastofunni með valdi svo kennsla geti hafist. Sem betur fer líður öryggisleysið fljótlega hjá og fyrr en varir eru foreldrarnir farnir að haga sér nokkuð eðlilega í hinum nýja raunveruleika. Hætt að yfirheyra barnið í þaula um öll smáatriði lærdóms, athafna og nýrra félaga og reyna ekki lengur að slá í gegn með flottasta nestisboxinu. Furðu fljótt beinist athyglin einkum að því hvort vettlingar og húfa hafi skilað sér heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun
Mánuði eftir að ég horfði klökk á eftir litlu dótturinni byrja í skóla, taldist mér til að á tímabilinu væru horfnar þrjár húfur, eitt buff, fjölmargir vettlingar og ullarsokkar auk gullfallegu lopapeysunnar frá ömmu. Þrátt fyrir talsverða vandvirkni höfðum við steingleymt að kenna barninu að passa sjálfu upp á fötin sín. Á tíu skrefa ferðalagi á frístundaheimilið eftir skólatíma getur greinilega allt gerst. Afföllin voru orðin umtalsverð og ullarsokkalagerinn yrði brátt á þrotum. Sama dag og gúmmístígvélin hurfu líka og í þeirra stað önnur skilin eftir, fjórum númerum of lítil, gerðist tvennt: Spáð var haugarigningu og mælirinn var fullur. Urrandi af geðvonsku æddi ég af stað eftir kvöldverkin út í myrkur og slagviðri í einu búðina sem opin er svona seint og selur hlífðarfatnað. Gramsaði þusandi fúl eftir réttum stærðum og gerðum af gúmmístígvélum og öðrum nauðsynjum. Það var ekki fyrr en á leiðinni löngu á afgreiðslukassann sem mér varð ljóst að ég var reyndar klædd náttfötum og þau stungu undarlega í stúf við háu hælaskóna. Sem betur fer býr kona á mínum aldri yfir töluverðri reynslu í að láta sem ekkert sé. Jafnvel kaldrifjaðir töffarar fara dálítið á taugum þegar litla rúsínubollan þeirra stígur fyrstu sjálfstæðu skrefin fyrir alvöru og hefur skólagöngu. Þeir dagar liðnir þegar tekið er á móti barninu með faðmlagi af hlýlegu staðforeldri í líki leikskólakennara. Hámarks öryggisgæsla fyrir bí, bómullarlífið búið að eilífu. Framvegis verður litla viðkvæma blómið að bjarga sér upp á eigin spýtur í hörðum heimi, sneisafullum af hrekkjusvínum. Jafnvel dásamlegar móttökur í nýja skólanum ná ekki að sefa nema verstu ekkasog foreldranna og fyrstu morgnana þarf að smala þeim út úr skólastofunni með valdi svo kennsla geti hafist. Sem betur fer líður öryggisleysið fljótlega hjá og fyrr en varir eru foreldrarnir farnir að haga sér nokkuð eðlilega í hinum nýja raunveruleika. Hætt að yfirheyra barnið í þaula um öll smáatriði lærdóms, athafna og nýrra félaga og reyna ekki lengur að slá í gegn með flottasta nestisboxinu. Furðu fljótt beinist athyglin einkum að því hvort vettlingar og húfa hafi skilað sér heim.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun