Vinir Sólskins-Kela verða Hollywood-stjörnur 4. febrúar 2009 08:00 Sólskinsdrengurinn Keli er búinn að slá við Jóni Páli Sigmarssyni og heimildarmyndinni um Bubba.Julia Roberts hyggst leika Portiu Iversen sem kemur töluvert við sögu í þessari vinsælu heimildarmynd. Kvikmyndin Sólskinsdrengur er orðinn aðsóknarmesta heimildarmyndin í íslenskri kvikmyndasögu. Hún sló met Jóns Páls Sigmarssonar um helgina og nálgast óðum tólf þúsund gesta-markið. Myndin sló met Þetta er ekkert mál nú um helgina en hún fékk tæplega tólf þúsund gesti.„Þetta er náttúrlega alveg ótrúlegt," segir Margrét Dagmar Ericsdóttir, mamma Kela og einn framleiðandi myndarinnar. „Okkur var sagt í byrjun að þetta myndi aldrei gera sig, enginn nennti að horfa á heimildarmynd um einhverfu," bætir Margrét við.Sólskinsstjörnur Julia Roberts hyggst leika Portiu Ivertsen sem kemur töluvert við sögu í Sólskinsdrengnum. Claire Danes leikur jafnframt Temple Grandin sem Margrét tók viðtal við fyrir heimildarmyndina.Og það eru skemmtilegar hliðarsögur úr Sólskinsdrengnum. Margrét upplýsir þannig að saga Dov verði brátt kvikmynduð. Dov var hálfgerður örlagavaldur í lífi Kela en hann hafði sótt námskeið hjá hinni indversku Soma og hún hjálpaði honum að tjá sig. Keli fékk síðar meir tíma hjá Soma sem hjálpaði honum mjög mikið. Mamma Dov, Portia Iversen, skrifaði ansi magnaða bók um líf sonar síns sem ber heitið Strange Son. Pabbi Dov er Jonathan Shestack og er þekktur framleiðandi í Hollywood og nú hefur Julia Roberts keypt kvikmyndahandritið og mun að öllum líkindum leika aðalhlutverkið í myndinni. Þar að auki er í farvatninu kvikmynd byggð á ævi Temple Grandin sem talar um glímuna við einhverfu í Sólskinsdrengnum. Temple er einhver þekktasti búfjárfræðingur Bandaríkjanna og nýtur mikillar virðingar þar vestra. Upplýst hefur verið að Claire Danes leiki hana en meðal annarra leikara í myndinni má nefna David Strathairn sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í George Clooney-myndinni, Good Night, and Good Luck. Margrét gleðst að sjálfsögðu yfir þeim mikla áhuga sem virðist vera að vakna á einhverfu. Aðspurð hvort ekki sé bara Hollywood-mynd um Kela í bígerð, segir Margrét svo ekki vera. „En hins vegar hafa erlendir dreifingaraðilar verið mjög áhugasamir um myndina og þessi áhugi skemmir ekkert fyrir okkur." - fgg Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndin Sólskinsdrengur er orðinn aðsóknarmesta heimildarmyndin í íslenskri kvikmyndasögu. Hún sló met Jóns Páls Sigmarssonar um helgina og nálgast óðum tólf þúsund gesta-markið. Myndin sló met Þetta er ekkert mál nú um helgina en hún fékk tæplega tólf þúsund gesti.„Þetta er náttúrlega alveg ótrúlegt," segir Margrét Dagmar Ericsdóttir, mamma Kela og einn framleiðandi myndarinnar. „Okkur var sagt í byrjun að þetta myndi aldrei gera sig, enginn nennti að horfa á heimildarmynd um einhverfu," bætir Margrét við.Sólskinsstjörnur Julia Roberts hyggst leika Portiu Ivertsen sem kemur töluvert við sögu í Sólskinsdrengnum. Claire Danes leikur jafnframt Temple Grandin sem Margrét tók viðtal við fyrir heimildarmyndina.Og það eru skemmtilegar hliðarsögur úr Sólskinsdrengnum. Margrét upplýsir þannig að saga Dov verði brátt kvikmynduð. Dov var hálfgerður örlagavaldur í lífi Kela en hann hafði sótt námskeið hjá hinni indversku Soma og hún hjálpaði honum að tjá sig. Keli fékk síðar meir tíma hjá Soma sem hjálpaði honum mjög mikið. Mamma Dov, Portia Iversen, skrifaði ansi magnaða bók um líf sonar síns sem ber heitið Strange Son. Pabbi Dov er Jonathan Shestack og er þekktur framleiðandi í Hollywood og nú hefur Julia Roberts keypt kvikmyndahandritið og mun að öllum líkindum leika aðalhlutverkið í myndinni. Þar að auki er í farvatninu kvikmynd byggð á ævi Temple Grandin sem talar um glímuna við einhverfu í Sólskinsdrengnum. Temple er einhver þekktasti búfjárfræðingur Bandaríkjanna og nýtur mikillar virðingar þar vestra. Upplýst hefur verið að Claire Danes leiki hana en meðal annarra leikara í myndinni má nefna David Strathairn sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í George Clooney-myndinni, Good Night, and Good Luck. Margrét gleðst að sjálfsögðu yfir þeim mikla áhuga sem virðist vera að vakna á einhverfu. Aðspurð hvort ekki sé bara Hollywood-mynd um Kela í bígerð, segir Margrét svo ekki vera. „En hins vegar hafa erlendir dreifingaraðilar verið mjög áhugasamir um myndina og þessi áhugi skemmir ekkert fyrir okkur." - fgg
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein