Málefnalegar athugasemdir Jón Sigurðsson skrifar 15. desember 2009 06:00 Leiðarahöfundar svara ekki athugasemdum enda gæti slíkt orðið umfangsmikið. Sl. laugardag 12. þ.m. birta þrír áhugamenn „alvarlegar athugasemdir" um leiðara sem birtist í Fréttablaðinu 8. þ.m. Í leiðaranum er fullyrt að málþóf á Alþingi um Icesave sé skaðlegt. Sagt er að Íslendingar geti valið um tvo kosti, að samþykkja frumvarp ríkisstjórnarinnar eða hafna því. Því er haldið fram að báðir kostirnir séu herfilegir, en síðari kosturinn þó verri. Í leiðaranum er ekki vikið að öðrum valkostum. Ástæða þess er sú að þannig liggur málið fyrir Alþingi. Þessi framsetning á ekkert skylt við „hræðslu við að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar" eins og þremenningarnir orða það. Ásakanir um þjóðsvik leiða ekki til árangurs. Það er þrákelkni að þykjast sjá fleiri úrkosti eins og málum er háttað. Þremenningarnir telja að Íslendingar eigi að bera skuldastöðu sína saman við aðrar þjóðir með „litla eigin gjaldmiðla". En slíkt væri að bera saman epli og appelsínur ef ekki er við sams konar vanda að etja. Þeir vilja heldur ekki meta skuldastöðu án fjármálafyrirtækja í slitameðferð og ekki heldur sérgreinda skuldastöðu ríkissjóðs, hvað þá hreinar skuldir. Þessi neitun þeirra er ekki skynsamleg. Þeir nefna hættu á „öðru eignafalli" hér á landi. Rétt er að hætta er á öðru eignafalli bæði hérlendis og víðar, en af öðrum aðalástæðum en þremenningarnir telja. Sumir álíta að Vesturlönd séu að ganga inn í Kondratieff-haglægð sem gæti haldist um árabil. Þeir vísa til þekktra hagfræðinga. Allir hafa séð og heyrt að margir kunnir hagfræðingar fjalla um almenn efnahagsmál eins og annað fólk, bara af talsvert minni varúð. Fáar stéttir hafa orðið fyrir slíkum álitshnekki við og eftir hrunið sem hagfræðingar. Þremenningarnir telja ofmælt að Íslendingar verði að finna nýja útflutningsmarkaði ef þeir hafna Icesave-samningnum. En í leiðaranum er gert ráð fyrir að þessi vandi snerti bæði útflutning og innflutning þjóðarinnar. Þeir virðast hafa skipt um skoðun á þeim lögum sem Alþingi samþykkti síðsumars um Icesave-samninginn. Þeim líst betur á þessi lög nú en þá. Hitt er verra að þeir segja: „Hægur vandi er að sannfæra Breta og Hollendinga um þessar staðreyndir… Sé málstaður okkar þannig kynntur af röggsemi…" Því miður virðist þetta ástæðulaus bjartsýni. Þremenningarnir virðast vilja að málinu verði vísað til þjóðaratkvæðis. Leiðarahöfundur er fylgismaður beins lýðræðis og skrifaði leiðara um það í Fréttablaðið sl. haust. En það er vont að kollvarpa afgreiðslu máls í miðjum klíðum. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og skrifar leiðara í Fréttablaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun
Leiðarahöfundar svara ekki athugasemdum enda gæti slíkt orðið umfangsmikið. Sl. laugardag 12. þ.m. birta þrír áhugamenn „alvarlegar athugasemdir" um leiðara sem birtist í Fréttablaðinu 8. þ.m. Í leiðaranum er fullyrt að málþóf á Alþingi um Icesave sé skaðlegt. Sagt er að Íslendingar geti valið um tvo kosti, að samþykkja frumvarp ríkisstjórnarinnar eða hafna því. Því er haldið fram að báðir kostirnir séu herfilegir, en síðari kosturinn þó verri. Í leiðaranum er ekki vikið að öðrum valkostum. Ástæða þess er sú að þannig liggur málið fyrir Alþingi. Þessi framsetning á ekkert skylt við „hræðslu við að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar" eins og þremenningarnir orða það. Ásakanir um þjóðsvik leiða ekki til árangurs. Það er þrákelkni að þykjast sjá fleiri úrkosti eins og málum er háttað. Þremenningarnir telja að Íslendingar eigi að bera skuldastöðu sína saman við aðrar þjóðir með „litla eigin gjaldmiðla". En slíkt væri að bera saman epli og appelsínur ef ekki er við sams konar vanda að etja. Þeir vilja heldur ekki meta skuldastöðu án fjármálafyrirtækja í slitameðferð og ekki heldur sérgreinda skuldastöðu ríkissjóðs, hvað þá hreinar skuldir. Þessi neitun þeirra er ekki skynsamleg. Þeir nefna hættu á „öðru eignafalli" hér á landi. Rétt er að hætta er á öðru eignafalli bæði hérlendis og víðar, en af öðrum aðalástæðum en þremenningarnir telja. Sumir álíta að Vesturlönd séu að ganga inn í Kondratieff-haglægð sem gæti haldist um árabil. Þeir vísa til þekktra hagfræðinga. Allir hafa séð og heyrt að margir kunnir hagfræðingar fjalla um almenn efnahagsmál eins og annað fólk, bara af talsvert minni varúð. Fáar stéttir hafa orðið fyrir slíkum álitshnekki við og eftir hrunið sem hagfræðingar. Þremenningarnir telja ofmælt að Íslendingar verði að finna nýja útflutningsmarkaði ef þeir hafna Icesave-samningnum. En í leiðaranum er gert ráð fyrir að þessi vandi snerti bæði útflutning og innflutning þjóðarinnar. Þeir virðast hafa skipt um skoðun á þeim lögum sem Alþingi samþykkti síðsumars um Icesave-samninginn. Þeim líst betur á þessi lög nú en þá. Hitt er verra að þeir segja: „Hægur vandi er að sannfæra Breta og Hollendinga um þessar staðreyndir… Sé málstaður okkar þannig kynntur af röggsemi…" Því miður virðist þetta ástæðulaus bjartsýni. Þremenningarnir virðast vilja að málinu verði vísað til þjóðaratkvæðis. Leiðarahöfundur er fylgismaður beins lýðræðis og skrifaði leiðara um það í Fréttablaðið sl. haust. En það er vont að kollvarpa afgreiðslu máls í miðjum klíðum. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og skrifar leiðara í Fréttablaðið.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun