Bráðum kemur betri tíð Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 2. janúar 2009 06:00 Ég er varla ein um að hafa fyllst gríðarlegum fögnuði og feginleik þegar raketturegnið náði hámarki á gamlárskvöld og kirkjuklukkurnar hringdu nýja árið inn. Árið 2008 var loksins liðið í aldanna skaut. Bang, bang! Guði sé lof að það kemur aldrei til baka. Árið átti svo sem sína góðu spretti. Sumarið var sólríkt og í nokkra daga í lok ágúst bjuggum við á stórasta landi í heimi. En þá er það líka upp talið, restin var eintóm leiðindi. Kreppa, Suðurlandsskjálftar, atvinnuleysi, bankahrun, verðhækkanir, ísbjarnarheimsóknir og pólitískt þvaður. Ef einhverntíma var þörf á að sprengja gamla árið í tætlur þá var það einmitt núna. Ég átti von á allsherjar sprengjubrjálæði og útrás. Bjóst við að flugeldasala yrði meiri en nokkru sinni fyrr og lúxusjeppar og opinberar byggingjar fengju að fuðra upp í glitrandi litadýrð í leiðinni. Svo rifjaðist það upp fyrir mér, hvernig sem ég gat gleymt því, að þjóðin er slypp og snauð eftir allt sem á undan er gengið og ríka pakkið sem hafði efni á stærstu tívolíbombunum í fyrra löngu flúið úr landi. Þótt ljósadýrðin hafi verið tilkomuminni en við var að búast leið mér óskaplega vel þegar hvellirnir dóu út. Þetta ólukkans ár var liðið og ekkert eftir af því nema hrapandi rakettuprik og bölvaður óþefur. Reykjarmökkurinn lagðist yfir byggðina stækari en nokkru sinni fyrr því við þungan daun ársins 2008 blandaðist fýla af brenndum peningum, útbrunnu góðæri og rotnandi efnishyggju. Golan feykti ólyktinni af 2008 smám saman í burtu og ég sofnaði sæl og glöð, sannfærð um að vakna við ferska angan nýrra tíma í morgunsárið, að sjálfsögðu búin að steingleyma því að við tæki leiðinlegasti dagur ársins, nýársdagur! Dagurinn þar sem ekkert gerist af því gamla árið er liðið en það nýja ekki almennilega byrjað. Dagurinn sem er svo óspennandi að það er ekkert í fréttum nema nýfædd börn og slagsmál í miðbænum, ár eftir ár, alltaf eins. Ég reikna með að árið 2009 byrji fyrir alvöru í dag, 2. janúar. Og vonandi vel. Við eigum það svo sannarlega skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun
Ég er varla ein um að hafa fyllst gríðarlegum fögnuði og feginleik þegar raketturegnið náði hámarki á gamlárskvöld og kirkjuklukkurnar hringdu nýja árið inn. Árið 2008 var loksins liðið í aldanna skaut. Bang, bang! Guði sé lof að það kemur aldrei til baka. Árið átti svo sem sína góðu spretti. Sumarið var sólríkt og í nokkra daga í lok ágúst bjuggum við á stórasta landi í heimi. En þá er það líka upp talið, restin var eintóm leiðindi. Kreppa, Suðurlandsskjálftar, atvinnuleysi, bankahrun, verðhækkanir, ísbjarnarheimsóknir og pólitískt þvaður. Ef einhverntíma var þörf á að sprengja gamla árið í tætlur þá var það einmitt núna. Ég átti von á allsherjar sprengjubrjálæði og útrás. Bjóst við að flugeldasala yrði meiri en nokkru sinni fyrr og lúxusjeppar og opinberar byggingjar fengju að fuðra upp í glitrandi litadýrð í leiðinni. Svo rifjaðist það upp fyrir mér, hvernig sem ég gat gleymt því, að þjóðin er slypp og snauð eftir allt sem á undan er gengið og ríka pakkið sem hafði efni á stærstu tívolíbombunum í fyrra löngu flúið úr landi. Þótt ljósadýrðin hafi verið tilkomuminni en við var að búast leið mér óskaplega vel þegar hvellirnir dóu út. Þetta ólukkans ár var liðið og ekkert eftir af því nema hrapandi rakettuprik og bölvaður óþefur. Reykjarmökkurinn lagðist yfir byggðina stækari en nokkru sinni fyrr því við þungan daun ársins 2008 blandaðist fýla af brenndum peningum, útbrunnu góðæri og rotnandi efnishyggju. Golan feykti ólyktinni af 2008 smám saman í burtu og ég sofnaði sæl og glöð, sannfærð um að vakna við ferska angan nýrra tíma í morgunsárið, að sjálfsögðu búin að steingleyma því að við tæki leiðinlegasti dagur ársins, nýársdagur! Dagurinn þar sem ekkert gerist af því gamla árið er liðið en það nýja ekki almennilega byrjað. Dagurinn sem er svo óspennandi að það er ekkert í fréttum nema nýfædd börn og slagsmál í miðbænum, ár eftir ár, alltaf eins. Ég reikna með að árið 2009 byrji fyrir alvöru í dag, 2. janúar. Og vonandi vel. Við eigum það svo sannarlega skilið.
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun