Enn er kallað á veglega lækkun vaxta Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. maí 2009 07:00 Áframhaldandi varfærnar stýrivaxtalækkanir um 100 til 150 punkta þar sem óvissa ríkir um áframhaldið leiða þjóðina ekki annað en í ógöngur, efnahagslægðin sem við göngum í gegn um verðu dýpri og langvinnari en ella og enn frekar dregur úr trausti umheimsins á íslenska efnahagsstjórn. Þetta er álit skuggabankastjórnar Markaðarins sem birtist í blaðinu í dag. Skuggabankastjórnin færi veigamikil rök fyrir þeirri skoðun sinni að nú sé kominn tími á breytt vinnulag peningastefnunefndar Seðlabankans og látið verði af varfærnum skrefum í ákvarðanatöku um stýrivexti. Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað hvað það er í íslensku efnahagsumhverfi sem kallar á hærri raunstýrivexti en nokkurs staðar annars staðar þekkjast. Sú sérstaða má vera mikil, sér í lagi þegar horft er til þess að hér býr landið við gjaldeyrishöft sem verja gengi krónunnar og efnahagslíf sem er að kikna, ef ekki í dauðateygjunum vegna vaxtapíningar. Á sama tíma og atvinnuleysi færist í vöxt er fyrirtækjum gert ókleift að auka við starfsemi sína eða leggja í fjárfestingar vegna vaxtaokursins. Vera má að enn þurfi þjóðin að blæða fyrir drátt á nauðsynlegum stefnumarkandi ákvörðunum, svo sem um framtíðarskipan peningamála. Skýr sýn í þeim efnum er forsenda þess að aflétta megi gjaldeyrishöftum og byggja á ný tiltrúnað. Aðstæðurnar sem þjóðin er í með hruninn gjaldmiðil og fjármálakerfi í miðri efnahagslægð eru um margt einstakar og ríður því á að láta af kreddukenndum ákvörðunum sem byggja á fræðum sem löngu hefur sýnt sig að eiga hér ekki við. Stjórn Seðlabanka Íslands á peningamálum og fjármálastöðugleika brást og leita þarf nýrra leiða. Þetta þarf peningastefnunefnd bankans að hafa í huga í ákvörðunum sínum og óskandi að hún fari vandlega yfir þau rök sem skuggabankastjórnin hefur fram að færa. „Almenn skilyrði í þjóðarbúskapnum einkennast af alvarlegri kólnun, óviðunandi starfsskilyrðum fyrirtækja vegna óhóflegs fjármagnskostnaðar og vaxandi atvinnuleysi í kjölfarið. Í þessu ljósi er löngu tímabært að ákveða myndarlega lækkun stýrivaxta nú þegar og leggja fram áætlun um frekari lækkun vaxta á komandi tíð," segir Ólafur Ísleifsson lektor, sem sæti á í skuggabankastjórn Markaðarins, í rökstuðningi sínum í blaðinu í dag. Þá segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, ekki vafa í sínum huga á að besta leiðin til að forða of djúpri dýfu í efnahagsmálum og óþörfum þjáningum sé umskipti í vaxtamálum. „Aðferðafræðin sem fylgt hefur verið um litlar breytingar og að sjá síðan til er einfaldlega ekki viðeigandi lengur, ef ekki beinlínis hættuleg," segir hann og gefur lítið fyrir rök í þá veru að trúverðugleika stjórnar í peningamálum kunni að vera teflt í tvísýnu séu stærri skref tekin í vaxtalækkunum. „Ég tel hins vegar að trúverðugleika okkar sé teflt í tvísýnu ef við getum ekki sannfært umheiminn um að hærri raunstýrivextir en í helstu hávaxtalöndum séu skaðlegir fyrir íslenskt efnahagslíf," segir hann. Skuggabankastjórnin kallar á stefnubreytingu í vaxtaákvörðunum og framsetningu þeirra um leið og hún mælist til þess að gengið verði til aðildarviðræðna við Evrópusambandið og stefnt að upptöku evru. Öðruvísi verði erfitt að renna stoðum undir trúverðuga hagstjórn og mynt hér á landi. Undir þessi sjónarmið er óhætt að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Áframhaldandi varfærnar stýrivaxtalækkanir um 100 til 150 punkta þar sem óvissa ríkir um áframhaldið leiða þjóðina ekki annað en í ógöngur, efnahagslægðin sem við göngum í gegn um verðu dýpri og langvinnari en ella og enn frekar dregur úr trausti umheimsins á íslenska efnahagsstjórn. Þetta er álit skuggabankastjórnar Markaðarins sem birtist í blaðinu í dag. Skuggabankastjórnin færi veigamikil rök fyrir þeirri skoðun sinni að nú sé kominn tími á breytt vinnulag peningastefnunefndar Seðlabankans og látið verði af varfærnum skrefum í ákvarðanatöku um stýrivexti. Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað hvað það er í íslensku efnahagsumhverfi sem kallar á hærri raunstýrivexti en nokkurs staðar annars staðar þekkjast. Sú sérstaða má vera mikil, sér í lagi þegar horft er til þess að hér býr landið við gjaldeyrishöft sem verja gengi krónunnar og efnahagslíf sem er að kikna, ef ekki í dauðateygjunum vegna vaxtapíningar. Á sama tíma og atvinnuleysi færist í vöxt er fyrirtækjum gert ókleift að auka við starfsemi sína eða leggja í fjárfestingar vegna vaxtaokursins. Vera má að enn þurfi þjóðin að blæða fyrir drátt á nauðsynlegum stefnumarkandi ákvörðunum, svo sem um framtíðarskipan peningamála. Skýr sýn í þeim efnum er forsenda þess að aflétta megi gjaldeyrishöftum og byggja á ný tiltrúnað. Aðstæðurnar sem þjóðin er í með hruninn gjaldmiðil og fjármálakerfi í miðri efnahagslægð eru um margt einstakar og ríður því á að láta af kreddukenndum ákvörðunum sem byggja á fræðum sem löngu hefur sýnt sig að eiga hér ekki við. Stjórn Seðlabanka Íslands á peningamálum og fjármálastöðugleika brást og leita þarf nýrra leiða. Þetta þarf peningastefnunefnd bankans að hafa í huga í ákvörðunum sínum og óskandi að hún fari vandlega yfir þau rök sem skuggabankastjórnin hefur fram að færa. „Almenn skilyrði í þjóðarbúskapnum einkennast af alvarlegri kólnun, óviðunandi starfsskilyrðum fyrirtækja vegna óhóflegs fjármagnskostnaðar og vaxandi atvinnuleysi í kjölfarið. Í þessu ljósi er löngu tímabært að ákveða myndarlega lækkun stýrivaxta nú þegar og leggja fram áætlun um frekari lækkun vaxta á komandi tíð," segir Ólafur Ísleifsson lektor, sem sæti á í skuggabankastjórn Markaðarins, í rökstuðningi sínum í blaðinu í dag. Þá segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, ekki vafa í sínum huga á að besta leiðin til að forða of djúpri dýfu í efnahagsmálum og óþörfum þjáningum sé umskipti í vaxtamálum. „Aðferðafræðin sem fylgt hefur verið um litlar breytingar og að sjá síðan til er einfaldlega ekki viðeigandi lengur, ef ekki beinlínis hættuleg," segir hann og gefur lítið fyrir rök í þá veru að trúverðugleika stjórnar í peningamálum kunni að vera teflt í tvísýnu séu stærri skref tekin í vaxtalækkunum. „Ég tel hins vegar að trúverðugleika okkar sé teflt í tvísýnu ef við getum ekki sannfært umheiminn um að hærri raunstýrivextir en í helstu hávaxtalöndum séu skaðlegir fyrir íslenskt efnahagslíf," segir hann. Skuggabankastjórnin kallar á stefnubreytingu í vaxtaákvörðunum og framsetningu þeirra um leið og hún mælist til þess að gengið verði til aðildarviðræðna við Evrópusambandið og stefnt að upptöku evru. Öðruvísi verði erfitt að renna stoðum undir trúverðuga hagstjórn og mynt hér á landi. Undir þessi sjónarmið er óhætt að taka.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun