Stórt og smátt Sverrir Jakobsson skrifar 24. mars 2009 13:23 Fall SPRON á dögunum sýnir að hrun íslensks viðskiptalífs stendur enn þá yfir og ekki eru enn öll kurl komin til grafar. Ekki er hægt að segja að forstöðumenn sparisjóðanna hafi gengið langt í útrásarkapphlaupinu miðað við stóru bankana en krosstengsl í íslensku viðskiptalífi gerðu það að verkum að örlög þeirra voru ráðin. Þegar Baugur féll tók hann SPRON með sér í fallinu. Þegar litið er tilbaka virðist tal íslenskra frjálshyggukreddumanna um „fé án hirðis" úr takti við það sem í rauninni var að gerast í bankakerfinu. Hirðarnir gættu einfadlega fjárins ekkert sérstaklega vel. Núna er fjármálakerfi Íslands að langstærstu leyti komið í hendur hins opinbera og ef Íslendingar bregða sér til Kaupmannahafnar geta þeir verslað í risavöxnum ríkisbúðum sem endurspegla draumsýn sovéskra kennslubóka um miðbik 20. aldar. Já, Illum og Magasin du Nord eru núna í eigu íslenska ríkisins. Klisjuspuni íslenskra hægriungliða um að vinstrimenn vilji reka ríkisbúðir hefur aldrei verið í samræmi við veruleikann en þó hafa þetta reynst áhrínisorð. Það er hins vegar merkileg staðreynd að það voru ríkisstjórnir undir forystu Sjálfstæðisflokksins sem ólu af sér ríkisbúðirnar; þær spretta úr rústum hins frjálsa athafnalífs sem flokkurinn vildi innleiða á Íslandi. Þetta er harður veruleiki fyrir íslenska athafnamenn og enn sem komið er finnst sumum þægilegast að láta eins og þetta sé ekki að gerast. Í því ljósi verður líklega að túlka hávær köll Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs um einkavæðingu banka svo að hægt sé að hefja útrásina að nýju. Þessir aðilar ættu frekar að líta nú í eigin barm og velta fyrir sér hvaða afleiðingar pólitísk einstefna þeirra hefur haft fyrir íslenskt atvinnulíf og viðskipti í landinu. Fyrsti lærdómurinn ætti að vera sá að stórfyrirtæki eru ekki alltaf endilega betri en smáfyrirtæki; stórgróðabrall getur leitt af sér hátt fall. Þetta er raunar grundvallaratriði í þeim frjálshyggjukenningum sem boðaðar voru sem útópísk lausn á öllum vanda, en það gleymdist að lesa smáa letrið. Hin grátlega trú á risafyrirtæki leiddi beinlínis til ofþenslu bankanna og hrun íslensks fjármálakerfis. Án hennar hefði vandinn verið mun minni. Samt er eins og að þeir sem sungu útrásinni lof og prís hafi ekkert lært af þeirri reynslu. Þeir einblína á risavaxnar skyndilausnir svo sem fleiri álver. Sjálfstæðisflokkurinn hefur beinlínis boðað þetta sem helstu lausnina við efnahagsvandanum - fyrir honum er rányrkjan sem fylgir risavirkjunum aukaatriði og er jafnan kölluð „nýting náttúruauðlinda" í orwellskum anda. Ekki er heldur litið til þeirrar staðreyndar að stóriðjuuppbygging gengur þvert á þá stefnu sem afgangurinn af heiminum er nú að taka - þar sem áhersla er lögð á sjálfbærar lausnir í orkumálum. Efnahagslega hvílir þessi draumsýn því á álíka styrkum stoðum og hugmyndin um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð enda boðuð af sömu aðilum. Hinn napri veruleiki þar sem álverð er í sögulegu lágmarki og álfyrirtækin hrynja eitt af öðru virðist ekki snerta hann hætishót. Á Íslandi þykir fínt að vera stórhuga. Á meðal stjórnmálamanna birtist það í trú á einfaldar patentlausir. Þessi ofuráhersla á stærð skapaði loftbóluhagkerfi síðkapítalismans en núna eru loftbólurnar alls staðar að springa. Í efnahagslegum hamförum reynist stærðin ekki vera vörn heldur vandamál. Þess vegna þurfum við núna að hugsa öðruvísi og hætta að vanrækja hið smáa í okkar atvinnulífi. Það verður að hætta að tala um smáfyrirtæki af fyrirlitningu og líta á þau sem „afleidd störf" sem verði til í skjóli risanna. Íslenskt atvinnulíf er að verulegu leyti byggt upp af smáfyrirtækjum með innan við tíu starfsmenn. Þau hafa ekki notið þeirra miklu fríðinda af hálfu stjórnvalda sem risafyrirtækin fá; það er ekki niðurgreidd orka til þeirra eins og álveranna. Á hinn bóginn hafa þau þann mikilvæga kost að þau eru fjölbreytt og starfa á ýmsum sviðum. Efnahagsráðstafanir sem koma smáum atvinnurekendum til góða eru þannig mun brýnni og arðvænlegri en að auka enn við ríkisframlagið til stóriðjunnar sem þó skapar einungis 0,1-0,2% af þjóðarframleiðslu fyrir hvert álver. Stjórnmálamenn undanfarinna áratuga komu landinu í þrot vegna þess að þeir misstu sjónar á gildi hins smáa. Næsta ríkisstjórn má ekki endurtaka þau mistök. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun
Fall SPRON á dögunum sýnir að hrun íslensks viðskiptalífs stendur enn þá yfir og ekki eru enn öll kurl komin til grafar. Ekki er hægt að segja að forstöðumenn sparisjóðanna hafi gengið langt í útrásarkapphlaupinu miðað við stóru bankana en krosstengsl í íslensku viðskiptalífi gerðu það að verkum að örlög þeirra voru ráðin. Þegar Baugur féll tók hann SPRON með sér í fallinu. Þegar litið er tilbaka virðist tal íslenskra frjálshyggukreddumanna um „fé án hirðis" úr takti við það sem í rauninni var að gerast í bankakerfinu. Hirðarnir gættu einfadlega fjárins ekkert sérstaklega vel. Núna er fjármálakerfi Íslands að langstærstu leyti komið í hendur hins opinbera og ef Íslendingar bregða sér til Kaupmannahafnar geta þeir verslað í risavöxnum ríkisbúðum sem endurspegla draumsýn sovéskra kennslubóka um miðbik 20. aldar. Já, Illum og Magasin du Nord eru núna í eigu íslenska ríkisins. Klisjuspuni íslenskra hægriungliða um að vinstrimenn vilji reka ríkisbúðir hefur aldrei verið í samræmi við veruleikann en þó hafa þetta reynst áhrínisorð. Það er hins vegar merkileg staðreynd að það voru ríkisstjórnir undir forystu Sjálfstæðisflokksins sem ólu af sér ríkisbúðirnar; þær spretta úr rústum hins frjálsa athafnalífs sem flokkurinn vildi innleiða á Íslandi. Þetta er harður veruleiki fyrir íslenska athafnamenn og enn sem komið er finnst sumum þægilegast að láta eins og þetta sé ekki að gerast. Í því ljósi verður líklega að túlka hávær köll Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs um einkavæðingu banka svo að hægt sé að hefja útrásina að nýju. Þessir aðilar ættu frekar að líta nú í eigin barm og velta fyrir sér hvaða afleiðingar pólitísk einstefna þeirra hefur haft fyrir íslenskt atvinnulíf og viðskipti í landinu. Fyrsti lærdómurinn ætti að vera sá að stórfyrirtæki eru ekki alltaf endilega betri en smáfyrirtæki; stórgróðabrall getur leitt af sér hátt fall. Þetta er raunar grundvallaratriði í þeim frjálshyggjukenningum sem boðaðar voru sem útópísk lausn á öllum vanda, en það gleymdist að lesa smáa letrið. Hin grátlega trú á risafyrirtæki leiddi beinlínis til ofþenslu bankanna og hrun íslensks fjármálakerfis. Án hennar hefði vandinn verið mun minni. Samt er eins og að þeir sem sungu útrásinni lof og prís hafi ekkert lært af þeirri reynslu. Þeir einblína á risavaxnar skyndilausnir svo sem fleiri álver. Sjálfstæðisflokkurinn hefur beinlínis boðað þetta sem helstu lausnina við efnahagsvandanum - fyrir honum er rányrkjan sem fylgir risavirkjunum aukaatriði og er jafnan kölluð „nýting náttúruauðlinda" í orwellskum anda. Ekki er heldur litið til þeirrar staðreyndar að stóriðjuuppbygging gengur þvert á þá stefnu sem afgangurinn af heiminum er nú að taka - þar sem áhersla er lögð á sjálfbærar lausnir í orkumálum. Efnahagslega hvílir þessi draumsýn því á álíka styrkum stoðum og hugmyndin um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð enda boðuð af sömu aðilum. Hinn napri veruleiki þar sem álverð er í sögulegu lágmarki og álfyrirtækin hrynja eitt af öðru virðist ekki snerta hann hætishót. Á Íslandi þykir fínt að vera stórhuga. Á meðal stjórnmálamanna birtist það í trú á einfaldar patentlausir. Þessi ofuráhersla á stærð skapaði loftbóluhagkerfi síðkapítalismans en núna eru loftbólurnar alls staðar að springa. Í efnahagslegum hamförum reynist stærðin ekki vera vörn heldur vandamál. Þess vegna þurfum við núna að hugsa öðruvísi og hætta að vanrækja hið smáa í okkar atvinnulífi. Það verður að hætta að tala um smáfyrirtæki af fyrirlitningu og líta á þau sem „afleidd störf" sem verði til í skjóli risanna. Íslenskt atvinnulíf er að verulegu leyti byggt upp af smáfyrirtækjum með innan við tíu starfsmenn. Þau hafa ekki notið þeirra miklu fríðinda af hálfu stjórnvalda sem risafyrirtækin fá; það er ekki niðurgreidd orka til þeirra eins og álveranna. Á hinn bóginn hafa þau þann mikilvæga kost að þau eru fjölbreytt og starfa á ýmsum sviðum. Efnahagsráðstafanir sem koma smáum atvinnurekendum til góða eru þannig mun brýnni og arðvænlegri en að auka enn við ríkisframlagið til stóriðjunnar sem þó skapar einungis 0,1-0,2% af þjóðarframleiðslu fyrir hvert álver. Stjórnmálamenn undanfarinna áratuga komu landinu í þrot vegna þess að þeir misstu sjónar á gildi hins smáa. Næsta ríkisstjórn má ekki endurtaka þau mistök.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun