Ævi Liberace 18. september 2008 08:00 Michael Douglas leikur skrautgjarnan homma og skemmtikraft. Michael Douglas ætlar að leika bandaríska skemmtikraftinn Liberace í kvikmynd sem Steven Soderbergh hefur í undirbúningi. Er hlutverkið kúvending á ferli leikarans sem hefur til þessa einbeitt sér að gagnkynhneigðum glæsimönnum sem eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Liberace var samkynhneigður og skóp sér hálfrar aldar feril sem tónlistarmaður með skrautlegum búningum í afþreyingariðnaði Bandaríkjanna. Hann var alla tíð í skápnum og átti í mörgum málaferlum við fjölmiðla sem dirfðust að ýja að kynhneigð hans, Hann lést 1987 af eyðnitengdum krankleik. Verkefnið er enn á handritsstigi, en Soderbergh er nú að ljúka við ævisögulega kvikmynd í tveimur hlutum um Che Guevara sem verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í London í október. Sú mynd er loksins komin með dreifingaraðila vestanhafs eftir nokkra bið, segir Variety.- pbb Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Michael Douglas ætlar að leika bandaríska skemmtikraftinn Liberace í kvikmynd sem Steven Soderbergh hefur í undirbúningi. Er hlutverkið kúvending á ferli leikarans sem hefur til þessa einbeitt sér að gagnkynhneigðum glæsimönnum sem eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Liberace var samkynhneigður og skóp sér hálfrar aldar feril sem tónlistarmaður með skrautlegum búningum í afþreyingariðnaði Bandaríkjanna. Hann var alla tíð í skápnum og átti í mörgum málaferlum við fjölmiðla sem dirfðust að ýja að kynhneigð hans, Hann lést 1987 af eyðnitengdum krankleik. Verkefnið er enn á handritsstigi, en Soderbergh er nú að ljúka við ævisögulega kvikmynd í tveimur hlutum um Che Guevara sem verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í London í október. Sú mynd er loksins komin með dreifingaraðila vestanhafs eftir nokkra bið, segir Variety.- pbb
Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira