Óskar myndar Gæludýrin 14. desember 2008 10:00 Leikstjórinn Óskar Jónasson er með sjónvarpsmynd í undirbúningi byggða á bók Braga Ólafssonar, Gæludýrin. MYND/Fréttablaðið/valli Leikstjórinn Óskar Jónasson er með nýja sjónvarpsmynd í burðarliðnum sem verður byggð á skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrin. Ólafur Darri Ólafsson mun fara með hlutverk aðalpersónunnar Emils en óvíst er hvenær tökur hefjast. „Ég er búinn að vera að gæla við þessa hugmynd í gegnum tíðina. Sagan er frábær. Það er mjög óvenjuleg öll uppstilling á henni," segir Óskar. „Þetta er svona klípa sem Emil sekkur í sem verður alltaf verri og verri. Maður kannast við hvernig þessir hlutir geta verið og þróast. Þetta er virkilega vel skrifuð og skemmtileg saga sem á fullt erindi í sjónvarp." Óskar hefur átt í viðræðum við Ríkissjónvarpið um að sýna myndina og er handritið komið langt á veg. „Við höfum átt samtal við þá um að koma þessu á koppinn en það eru blikur á lofti þarna uppfrá, maður veit ekki hvað verður," segir hann. Í Fréttablaðinu á föstudag kom fram að Gæludýrin væri á meðal fimmtán bestu skáldsagna ársins hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Barnes & Nobels í Bandaríkjunum. Í dómi um bókina kom fram að tök Braga á súrrealískum aðstæðum aðalpersónunnar gefi skrifum hins japanska Murakami lítið eftir. Verði sjónvarpsmyndin að veruleika fylgir hún eftir vinsældum síðustu kvikmyndar Óskars, Reykjavík Rotterdam, sem var frumsýnd í sumar við góðar undirtektir. Síðasta verk hans í sjónvarpi var spennuþáttaröðin Svartir englar sem var einmitt sýnd í Ríkissjónvarpinu fyrr í vetur. -fb Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikstjórinn Óskar Jónasson er með nýja sjónvarpsmynd í burðarliðnum sem verður byggð á skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrin. Ólafur Darri Ólafsson mun fara með hlutverk aðalpersónunnar Emils en óvíst er hvenær tökur hefjast. „Ég er búinn að vera að gæla við þessa hugmynd í gegnum tíðina. Sagan er frábær. Það er mjög óvenjuleg öll uppstilling á henni," segir Óskar. „Þetta er svona klípa sem Emil sekkur í sem verður alltaf verri og verri. Maður kannast við hvernig þessir hlutir geta verið og þróast. Þetta er virkilega vel skrifuð og skemmtileg saga sem á fullt erindi í sjónvarp." Óskar hefur átt í viðræðum við Ríkissjónvarpið um að sýna myndina og er handritið komið langt á veg. „Við höfum átt samtal við þá um að koma þessu á koppinn en það eru blikur á lofti þarna uppfrá, maður veit ekki hvað verður," segir hann. Í Fréttablaðinu á föstudag kom fram að Gæludýrin væri á meðal fimmtán bestu skáldsagna ársins hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Barnes & Nobels í Bandaríkjunum. Í dómi um bókina kom fram að tök Braga á súrrealískum aðstæðum aðalpersónunnar gefi skrifum hins japanska Murakami lítið eftir. Verði sjónvarpsmyndin að veruleika fylgir hún eftir vinsældum síðustu kvikmyndar Óskars, Reykjavík Rotterdam, sem var frumsýnd í sumar við góðar undirtektir. Síðasta verk hans í sjónvarpi var spennuþáttaröðin Svartir englar sem var einmitt sýnd í Ríkissjónvarpinu fyrr í vetur. -fb
Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein