Ungfrú klaustur 2008 Ólafur Sindri Ólafsson skrifar 28. ágúst 2008 05:45 Raunveruleikinn er oft áhugaverðari en skáldskapur. Þannig var einmitt með fegurðarsamkeppnina sem faðir Antonio Rungi ætlaði að skipuleggja og halda með hjálp netsins. Þar átti að keppa í fegurð nunna. Ekki bara líkamlegri fegurð heldur heildarfegurð, með áherslu á góðverk, guðsgjafir og geislandi viðmót. Mér finnst hugmyndin stórgóð, þó ekki væri fyrir annað en að allt heila klabbið hljómar eins og söguþráður úr gamanþáttunum um Father Ted. Ég var farinn að ímynda mér afskaplega skemmtilega keppni. Hæfileikahluti keppninnar hefði t.d. getað snúist um að endurleika atriði úr Biblíunni. Einhver keppnisnunnanna hefði ef til vill valið að túlka Móses að þurrka upp Rauða hafið - væri tími mánaðarins hentugur fyrir nunnuna, að sjálfsögðu. Svo má ekki gleyma sundfatasýningunni. Ég veit ekki hvernig sundföt nunnur brúka venjulega, en fer ekki í felur með hitt að mér þætti gaman að komast að því. Ég geri mér í hugarlund einhvers konar svarthvítan blautbúning með mörgæsavængjum. Þetta hefði sem sagt orðið fræðandi skemmtun. En þrýstingur frá kaþólsku kirkjunni varð til þess að séra Rungi neyddist til að aflýsa keppninni. Sem er auðvitað stórkostleg synd. Kaþólska kirkjan lét sér þarna renna úr greipum kjörið tækifæri til að bæta alþjóðlega ímynd sína og fræða pöpulinn um gangverk kaþólskunnar í leiðinni. Það er bersýnilega fleira en bara ófyndnar símtækjaauglýsingar sem fer öfugt ofan í kirkjunnar menn. Á hinn bóginn er úlfúð kaþólskunnar gagnvart svona uppátækjum skiljanleg. Það er nauðsynlegt að halda andlitinu - og viðurkenning á að kaþólskar konur hafi eitthvað fram að færa sem dauðlegir geti dæmt um er auðvitað hættuleg. Það væri líka hneykslanlegt að viðurkenna með þessu móti að kaþólskir prestar hafi gagnkynhneigða tendensa eins og hver annar syndaselur. Þá er betra að halda sig við kunnuglegar og öruggar slóðir. Ég bíð því spenntur eftir að keppninni um Herra altarisdreng 2008 verði hleypt af stokkunum. Reyndar gæti það veist kaþólsku kirkjunni erfitt að breyta þeirri keppni úr daglegum viðburði í árlegan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sindri Ólafsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Raunveruleikinn er oft áhugaverðari en skáldskapur. Þannig var einmitt með fegurðarsamkeppnina sem faðir Antonio Rungi ætlaði að skipuleggja og halda með hjálp netsins. Þar átti að keppa í fegurð nunna. Ekki bara líkamlegri fegurð heldur heildarfegurð, með áherslu á góðverk, guðsgjafir og geislandi viðmót. Mér finnst hugmyndin stórgóð, þó ekki væri fyrir annað en að allt heila klabbið hljómar eins og söguþráður úr gamanþáttunum um Father Ted. Ég var farinn að ímynda mér afskaplega skemmtilega keppni. Hæfileikahluti keppninnar hefði t.d. getað snúist um að endurleika atriði úr Biblíunni. Einhver keppnisnunnanna hefði ef til vill valið að túlka Móses að þurrka upp Rauða hafið - væri tími mánaðarins hentugur fyrir nunnuna, að sjálfsögðu. Svo má ekki gleyma sundfatasýningunni. Ég veit ekki hvernig sundföt nunnur brúka venjulega, en fer ekki í felur með hitt að mér þætti gaman að komast að því. Ég geri mér í hugarlund einhvers konar svarthvítan blautbúning með mörgæsavængjum. Þetta hefði sem sagt orðið fræðandi skemmtun. En þrýstingur frá kaþólsku kirkjunni varð til þess að séra Rungi neyddist til að aflýsa keppninni. Sem er auðvitað stórkostleg synd. Kaþólska kirkjan lét sér þarna renna úr greipum kjörið tækifæri til að bæta alþjóðlega ímynd sína og fræða pöpulinn um gangverk kaþólskunnar í leiðinni. Það er bersýnilega fleira en bara ófyndnar símtækjaauglýsingar sem fer öfugt ofan í kirkjunnar menn. Á hinn bóginn er úlfúð kaþólskunnar gagnvart svona uppátækjum skiljanleg. Það er nauðsynlegt að halda andlitinu - og viðurkenning á að kaþólskar konur hafi eitthvað fram að færa sem dauðlegir geti dæmt um er auðvitað hættuleg. Það væri líka hneykslanlegt að viðurkenna með þessu móti að kaþólskir prestar hafi gagnkynhneigða tendensa eins og hver annar syndaselur. Þá er betra að halda sig við kunnuglegar og öruggar slóðir. Ég bíð því spenntur eftir að keppninni um Herra altarisdreng 2008 verði hleypt af stokkunum. Reyndar gæti það veist kaþólsku kirkjunni erfitt að breyta þeirri keppni úr daglegum viðburði í árlegan.