Ágætt að vera Íslendingur 11. nóvember 2008 06:00 Tónlistarmaðurinn Rúnar Eff hefur vakið mikla athygli í Danmörku fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþættinum All Stars. „Þeim finnst voða spennandi að ég sé Íslendingur. Eins vont og það er að vera Íslendingur dag þá getur það verið ágætt líka,“ segir Akureyringurinn Rúnar F. Rúnarsson, eða Rúnar eff, sem tekur þátt í danska raunveruleikaþættinum All Stars. Þátturinn, sem hófst síðasta föstudag, er sendur út í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni TV2 á besta tíma og renna sigurlaunin öll til góðgerðarmála. Þátttaka Rúnars hefur vakið mikla athygli og hefur fjöldi tímarita og dagblaða spurt hann spjörunum úr, þar á meðal Se og Hör, auk þess sem hann hefur farið í nokkur sjónvarpsviðtöl. „Ég var að eignast litla stelpu og þeir eru mjög spenntir fyrir því. Þeir eru líka ánægðir með að ég geti sungið á dönsku þrátt fyrir að hafa verið stutt í landinu,“ segir hann en fjögur ár eru liðin síðan hann fluttist til Danmerkur. Fjórar danskar poppstjörnur tóku þátt í fyrsta þætti All Stars og fékk hver þeirra að hafa tuttugu manna kór á bak við sig. Á meðal þátttakenda var René Dif úr hljómsveitinni Aqua, söngvarinn Peter Belli og einn þekktasti rappari Danmerkur, MC Clemens. Rúnar tekur þátt sem meðlimur í kór Clemens og í öðrum þættinum næsta föstudag verður Rúnar forsöngvari kórsins. Syngur hann þá einsamall hið vinsæla lag Kims Larsen, Johanna. Um útsláttarkeppni er að ræða og ef Clemens og kór hans komast áfram á föstudag verður Rúnar einnig forsöngvari í næstu tveimur þáttum. „Þetta gekk rosalega vel og var agalega flott allt saman. Þetta var ægilega stórt svið og þarna var fullt af áhorfendum,“ segir hann um fyrsta þáttinn. Rúnar, sem gaf fyrr á árinu út sína fyrstu sólóplötu, Farg, kvartar ekki undan athyglinni sem hann hefur fengið. „Þetta er mjög gott tækifæri og ég ætla að reyna að komast að með plötuna mína hérna úti. Þetta er rosalega fín kynning.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Þeim finnst voða spennandi að ég sé Íslendingur. Eins vont og það er að vera Íslendingur dag þá getur það verið ágætt líka,“ segir Akureyringurinn Rúnar F. Rúnarsson, eða Rúnar eff, sem tekur þátt í danska raunveruleikaþættinum All Stars. Þátturinn, sem hófst síðasta föstudag, er sendur út í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni TV2 á besta tíma og renna sigurlaunin öll til góðgerðarmála. Þátttaka Rúnars hefur vakið mikla athygli og hefur fjöldi tímarita og dagblaða spurt hann spjörunum úr, þar á meðal Se og Hör, auk þess sem hann hefur farið í nokkur sjónvarpsviðtöl. „Ég var að eignast litla stelpu og þeir eru mjög spenntir fyrir því. Þeir eru líka ánægðir með að ég geti sungið á dönsku þrátt fyrir að hafa verið stutt í landinu,“ segir hann en fjögur ár eru liðin síðan hann fluttist til Danmerkur. Fjórar danskar poppstjörnur tóku þátt í fyrsta þætti All Stars og fékk hver þeirra að hafa tuttugu manna kór á bak við sig. Á meðal þátttakenda var René Dif úr hljómsveitinni Aqua, söngvarinn Peter Belli og einn þekktasti rappari Danmerkur, MC Clemens. Rúnar tekur þátt sem meðlimur í kór Clemens og í öðrum þættinum næsta föstudag verður Rúnar forsöngvari kórsins. Syngur hann þá einsamall hið vinsæla lag Kims Larsen, Johanna. Um útsláttarkeppni er að ræða og ef Clemens og kór hans komast áfram á föstudag verður Rúnar einnig forsöngvari í næstu tveimur þáttum. „Þetta gekk rosalega vel og var agalega flott allt saman. Þetta var ægilega stórt svið og þarna var fullt af áhorfendum,“ segir hann um fyrsta þáttinn. Rúnar, sem gaf fyrr á árinu út sína fyrstu sólóplötu, Farg, kvartar ekki undan athyglinni sem hann hefur fengið. „Þetta er mjög gott tækifæri og ég ætla að reyna að komast að með plötuna mína hérna úti. Þetta er rosalega fín kynning.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira