Undrast ekki dræma aðsókn 20. október 2008 05:30 Amazing Truth About Queen Raquela fjallar um stelpustráka frá Filippseyjum. Þrátt fyrir góða dóma hafa aðeins um fimm hundruð manns séð kvikmyndina The Amazing Truth About Queen Raquela síðan hún var frumsýnd um síðustu helgi. Á sama tíma hafa Íslendingar flykkst í þúsundatali á Reykjavík Rotterdam, The House Bunny og bandaríska spennutryllinn Righteous Kill. Leikstjórinn Ólafur Jóhannesson segir aðsóknina alls ekki hafa komið sér á óvart. „Það var vitað mál að þetta yrði eins og með Afríka Utd. Það er þröngur hópur sem þetta fjallar um og svo er þetta ekki það sem kallast iðnaðarmynd. Þetta er bara sætt, lítið kríli," segir Ólafur. Afríka Utd. var heimildarmynd í leikstjórn Ólafs og sáu hana um þúsund manns. Queen Raquela, sem fjallar um stelpustráka frá Filippseyjum, er aftur á móti öðruvísi mynd. „Hún er í rauninni blanda af öllu, heimildarmynd, leiknu og öðru. Hún er ákveðinn bastarður, svona transsexual mynd," segir hann. Ólafur kippir sér lítið upp við áhorfstölurnar hér heima. „Það er eins og það er. Fólk er kannski hrætt um að vera stimplað, ég veit það ekki. Þannig er þetta bara með flestar neðanmáls „artí" myndir. Þetta skiptir svo sem ekki miklu máli því myndin er búin að seljast mjög vel erlendis." Á næstunni verður myndin sýnd í Serbíu, Grikklandi og Póllandi, auk þess sem fleiri lönd bætast við á næstu mánuðum. Ólafur lætur því engan bilbug á sér finna þrátt fyrir þessa dræmu aðsókn í heimalandinu. Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þrátt fyrir góða dóma hafa aðeins um fimm hundruð manns séð kvikmyndina The Amazing Truth About Queen Raquela síðan hún var frumsýnd um síðustu helgi. Á sama tíma hafa Íslendingar flykkst í þúsundatali á Reykjavík Rotterdam, The House Bunny og bandaríska spennutryllinn Righteous Kill. Leikstjórinn Ólafur Jóhannesson segir aðsóknina alls ekki hafa komið sér á óvart. „Það var vitað mál að þetta yrði eins og með Afríka Utd. Það er þröngur hópur sem þetta fjallar um og svo er þetta ekki það sem kallast iðnaðarmynd. Þetta er bara sætt, lítið kríli," segir Ólafur. Afríka Utd. var heimildarmynd í leikstjórn Ólafs og sáu hana um þúsund manns. Queen Raquela, sem fjallar um stelpustráka frá Filippseyjum, er aftur á móti öðruvísi mynd. „Hún er í rauninni blanda af öllu, heimildarmynd, leiknu og öðru. Hún er ákveðinn bastarður, svona transsexual mynd," segir hann. Ólafur kippir sér lítið upp við áhorfstölurnar hér heima. „Það er eins og það er. Fólk er kannski hrætt um að vera stimplað, ég veit það ekki. Þannig er þetta bara með flestar neðanmáls „artí" myndir. Þetta skiptir svo sem ekki miklu máli því myndin er búin að seljast mjög vel erlendis." Á næstunni verður myndin sýnd í Serbíu, Grikklandi og Póllandi, auk þess sem fleiri lönd bætast við á næstu mánuðum. Ólafur lætur því engan bilbug á sér finna þrátt fyrir þessa dræmu aðsókn í heimalandinu.
Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein