Minnisvarðar og milllimetrafeminísmi Davíð Þór Jónsson skrifar 28. september 2008 06:30 Í síðustu viku sá ég svolítið eftir því að hafa sagt mig úr Vinstri grænum á sínum tíma, af því að ég hefði viljað gera það í síðustu viku. Tilefnið var frámunaleg heimskuleg ummæli Svanhvítar Svavarsdóttur um þá fallegu og eðlilegu ákvörðun borgarstjórnar að láta heiðra minningu Tómasar Guðmundssonar með því að reisa honum styttu. Hún sagði eitthvað á þá leið að ákvörðunin væri ekki í anda nýrrar og frjórrar hugsunar um list í opinberu rými auk þess að vera menguð karllægum viðhorfum. Auðvitað er það eina úrelta í þessu sambandi sá forpokaði millímetrafemínismi sem ummælin lýsa, en hann gengur út á að skipta mannkyninu í tvær ósættanlegar fylkingar og deila heiminum hnífjafnt á milli þeirra, óháð einstaklingum, hæfileikum þeirra eða framlagi. Gildir þar einu hvort um er að ræða sæti á framboðslistum, útsendingarmínútur í ljósvakamiðlum, dálksentímetra í blöðum eða styttur bæjarins. Þannig er óhugsandi að heiðra minningu Halldórs Laxness, Þórbergs Þórðarsonar eða Steins Steinarrs fyrr en búið er að heiðra Svövu Jakobsdóttur, Guðrúnu Helgadóttur og Auði Haralds (svo ég nefni þrjá af mínum eftirlætiskvenrithöfundum), þar sem karlarnir eru búnir að fá styttur af Jónasi og Einari Ben. Að Reykvíkingar reisi Reykjavíkurskáldinu styttu á áberandi stað þykir aukinheldur fráleitt þar sem það er til brjóstmynd af honum á bókasafninu. Og svo var hann íhald. Sá siður að þjóðir heiðri minningu sinna andans jöfra með því að reisa þeim styttu er jafngamall siðmenningunni. Síðastliðna hálfa öld eða svo hefur það hins vegar þótt úrelt hugsun um list í obinberu rými. Fyrir vikið eru ýmiss konar minnisvarðar um hin og þessi mikilmenni á víð og dreif um allt land sem minna engan á viðkomandi mikilmenni og eru því í raun ekki minnisvarðar um neitt annað en tískubóluna sem var vinsælust í myndlistinni árið sem þeir voru afhjúpaðir. Þess vegna ætti maður kannski að þakka sínum sæla fyrir að Halldóri Laxness hafi ekki enn verið reistur minnisvarði. Í anda nýrrar og frjórrar hugsunar um list í opinberu rými eru nefnilega allar líkur á því að hann hefði minnt meira á hrunið línumannvirki en Nóbelsskáldið. Klassík verður hins vegar aldrei úrelt. Það er einmitt það sem gerir hana klassíska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í síðustu viku sá ég svolítið eftir því að hafa sagt mig úr Vinstri grænum á sínum tíma, af því að ég hefði viljað gera það í síðustu viku. Tilefnið var frámunaleg heimskuleg ummæli Svanhvítar Svavarsdóttur um þá fallegu og eðlilegu ákvörðun borgarstjórnar að láta heiðra minningu Tómasar Guðmundssonar með því að reisa honum styttu. Hún sagði eitthvað á þá leið að ákvörðunin væri ekki í anda nýrrar og frjórrar hugsunar um list í opinberu rými auk þess að vera menguð karllægum viðhorfum. Auðvitað er það eina úrelta í þessu sambandi sá forpokaði millímetrafemínismi sem ummælin lýsa, en hann gengur út á að skipta mannkyninu í tvær ósættanlegar fylkingar og deila heiminum hnífjafnt á milli þeirra, óháð einstaklingum, hæfileikum þeirra eða framlagi. Gildir þar einu hvort um er að ræða sæti á framboðslistum, útsendingarmínútur í ljósvakamiðlum, dálksentímetra í blöðum eða styttur bæjarins. Þannig er óhugsandi að heiðra minningu Halldórs Laxness, Þórbergs Þórðarsonar eða Steins Steinarrs fyrr en búið er að heiðra Svövu Jakobsdóttur, Guðrúnu Helgadóttur og Auði Haralds (svo ég nefni þrjá af mínum eftirlætiskvenrithöfundum), þar sem karlarnir eru búnir að fá styttur af Jónasi og Einari Ben. Að Reykvíkingar reisi Reykjavíkurskáldinu styttu á áberandi stað þykir aukinheldur fráleitt þar sem það er til brjóstmynd af honum á bókasafninu. Og svo var hann íhald. Sá siður að þjóðir heiðri minningu sinna andans jöfra með því að reisa þeim styttu er jafngamall siðmenningunni. Síðastliðna hálfa öld eða svo hefur það hins vegar þótt úrelt hugsun um list í obinberu rými. Fyrir vikið eru ýmiss konar minnisvarðar um hin og þessi mikilmenni á víð og dreif um allt land sem minna engan á viðkomandi mikilmenni og eru því í raun ekki minnisvarðar um neitt annað en tískubóluna sem var vinsælust í myndlistinni árið sem þeir voru afhjúpaðir. Þess vegna ætti maður kannski að þakka sínum sæla fyrir að Halldóri Laxness hafi ekki enn verið reistur minnisvarði. Í anda nýrrar og frjórrar hugsunar um list í opinberu rými eru nefnilega allar líkur á því að hann hefði minnt meira á hrunið línumannvirki en Nóbelsskáldið. Klassík verður hins vegar aldrei úrelt. Það er einmitt það sem gerir hana klassíska.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun