Lokamótið auðveldara fyrir Massa en Hamilton 27. október 2008 13:47 Felipe Massa og Rob Smedley stefna á sigur í Brasilíu um næstu helgi. mynd: kappakstur.is Brasilíumaðurinn Felipe Massa telur að það verði auðveldara fyrir hann en Lewis Hamilton að ná settu marki um næstu helgi. Massa verður að sækja en Hamilton að verja sjö stiga forskot. "Það verður erfiðara fyrir Hamilton en mig um næstu helgi. Ég þarf að stefna á sigur og vona það besta. Vissulega mun Hamilton reyna að þjarma að mér, en hann getur bara klúðrað þessu og það er meiri pressa á honum en mér", sagði Massa um mótið á heimavelli um næstu helgi. Hamilton nægir fimmta sætið þó Massa vinni, en McLaren ætlar ekki bara að leika varnarhlutverk. McLaren gaf það út í dag að nýr afturvængur mun prýða bíl Hamilton um næstu helgi auk fleiri hluta sem eiga að gera hann hraðskreiðari. "Við vitum mætavel að titilinn er ekki í höfn hjá McLaren, þó Hamilton sé með forskot á Massa. Við verðum að halda einbeitingu og vanda til verka í lokamótinu. Hamilton verður betri og betri með hverju mótinu og engin hefur byrjað feril sinn eins vel og hann", sagði Ron Dennis framkvæmdarstjóri McLaren. Hamilton glopraði titilinum í lokamótinu í fyrra og var þá með sjö stiga forskot rétt eins og núna. Mótið í Brasilíu var háspennumót frá upphafi til enda, en Kimi Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Ferrari varð í fyrsta og öðru sæti í Brasilíu og nokkrir ökumenn virðast styðja Massa fremur en Hamilton og spurning hvort þeir blanda sér í titilslaginn á einhvern hátt. Hamilton vann þó öruggan sigur í síðasta móti og er hvergi hræddur við lokamótið. Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa telur að það verði auðveldara fyrir hann en Lewis Hamilton að ná settu marki um næstu helgi. Massa verður að sækja en Hamilton að verja sjö stiga forskot. "Það verður erfiðara fyrir Hamilton en mig um næstu helgi. Ég þarf að stefna á sigur og vona það besta. Vissulega mun Hamilton reyna að þjarma að mér, en hann getur bara klúðrað þessu og það er meiri pressa á honum en mér", sagði Massa um mótið á heimavelli um næstu helgi. Hamilton nægir fimmta sætið þó Massa vinni, en McLaren ætlar ekki bara að leika varnarhlutverk. McLaren gaf það út í dag að nýr afturvængur mun prýða bíl Hamilton um næstu helgi auk fleiri hluta sem eiga að gera hann hraðskreiðari. "Við vitum mætavel að titilinn er ekki í höfn hjá McLaren, þó Hamilton sé með forskot á Massa. Við verðum að halda einbeitingu og vanda til verka í lokamótinu. Hamilton verður betri og betri með hverju mótinu og engin hefur byrjað feril sinn eins vel og hann", sagði Ron Dennis framkvæmdarstjóri McLaren. Hamilton glopraði titilinum í lokamótinu í fyrra og var þá með sjö stiga forskot rétt eins og núna. Mótið í Brasilíu var háspennumót frá upphafi til enda, en Kimi Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Ferrari varð í fyrsta og öðru sæti í Brasilíu og nokkrir ökumenn virðast styðja Massa fremur en Hamilton og spurning hvort þeir blanda sér í titilslaginn á einhvern hátt. Hamilton vann þó öruggan sigur í síðasta móti og er hvergi hræddur við lokamótið.
Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira