Opinber laun 27. mars 2008 11:12 Skemmtilegur samkvæmisleikur sem blasir við landsmönnum í fjölmiðlum þessi Einmánaðardægrin. Hann heitir: Leitin að launum Þórhalls. Auðvitað skil ég pínu dagskrárstjórans í Efra. Það er sárt að sýna launin sín si sona. Ekki síst ef þau eru til marks um gargandi launamisrétti (sem ég hef náttúrlega ekki hugmynd um) milli dagskrárstjóranna tveggja í Efra. Og eflaust umdeilt af hvaða hvötum félagar mínir á visir.is eru að rembast við að sækja þessar upplýsingar. Vonandi er að hefðbundin fréttaforvitni ráði þar mestu. Og kannski einhver missjón fyrir jöfnum launum kynjanna. Ég veit það ekki. En þetta snýst auðvitað um tvennt. Er Ríkisútvarpið opinbert fyrirtæki? Eða er það komið fram sem Vinstri grænir óttuðust í aðdraganda rekstrarbreytinganna á þessu ríkisapparati að leyndarhjúpur legðist yfir starfsemina við opinbera hlutafélagsvæðingu þess. Og hvað þýðir raunverulkega opinbert hlutafélag? Getur einhver heilvita maður útskýrt það fyrir mér á mannamáli? Ég hreinlega efast um það. Hið opinbera á að búa við opinbert aðhald. Þar eiga meðal annars launakjör að vera upp á borðinu - og hafa verið það. Eru opinber laun í Efstaleiti? Þetta er einföld spurning. Hitt. Úrskurðarnefnd um upplýsingalög er annað hvort apparat sem virkar eða ekki. Ef úrskurður um að opinber laun skuli vera opinber, fellur milli stafs og hurðar í einhverjum samkvæmisleik lögfræðinga og lífsglaðra blaðamanna, þá er allt eins gott að leggja hana niður. En auðvitað skil ég pínu Þórhalls. Hann veit sjálfsagt ekki sjálfur hvort hann er opinber starfsmaður eða ekki. En fáum úr því skorið. Það hlýtur að vera í lagi ... -SER. ið Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun
Skemmtilegur samkvæmisleikur sem blasir við landsmönnum í fjölmiðlum þessi Einmánaðardægrin. Hann heitir: Leitin að launum Þórhalls. Auðvitað skil ég pínu dagskrárstjórans í Efra. Það er sárt að sýna launin sín si sona. Ekki síst ef þau eru til marks um gargandi launamisrétti (sem ég hef náttúrlega ekki hugmynd um) milli dagskrárstjóranna tveggja í Efra. Og eflaust umdeilt af hvaða hvötum félagar mínir á visir.is eru að rembast við að sækja þessar upplýsingar. Vonandi er að hefðbundin fréttaforvitni ráði þar mestu. Og kannski einhver missjón fyrir jöfnum launum kynjanna. Ég veit það ekki. En þetta snýst auðvitað um tvennt. Er Ríkisútvarpið opinbert fyrirtæki? Eða er það komið fram sem Vinstri grænir óttuðust í aðdraganda rekstrarbreytinganna á þessu ríkisapparati að leyndarhjúpur legðist yfir starfsemina við opinbera hlutafélagsvæðingu þess. Og hvað þýðir raunverulkega opinbert hlutafélag? Getur einhver heilvita maður útskýrt það fyrir mér á mannamáli? Ég hreinlega efast um það. Hið opinbera á að búa við opinbert aðhald. Þar eiga meðal annars launakjör að vera upp á borðinu - og hafa verið það. Eru opinber laun í Efstaleiti? Þetta er einföld spurning. Hitt. Úrskurðarnefnd um upplýsingalög er annað hvort apparat sem virkar eða ekki. Ef úrskurður um að opinber laun skuli vera opinber, fellur milli stafs og hurðar í einhverjum samkvæmisleik lögfræðinga og lífsglaðra blaðamanna, þá er allt eins gott að leggja hana niður. En auðvitað skil ég pínu Þórhalls. Hann veit sjálfsagt ekki sjálfur hvort hann er opinber starfsmaður eða ekki. En fáum úr því skorið. Það hlýtur að vera í lagi ... -SER. ið