Átökin um ESB 12. mars 2008 10:16 Umræðan um mögulega ESB-inngöngu Íslendinga hefur tekið fjörkipp á síðustu dögum. Svokallaðir hagsmunaaðilar öskra hver af öðrum í þá veru að Ísland verði vart bissnesslífinu bjóðandi ef menn fari ekki að halla sér að ESB og evru. Í þessu ljósi verður forvitnilegt í meira lagi að fylgjast með pólitískum svipbrigðum stjórnarflokkanna á næstu mánuðum og misserum. Munu stjórnarherrarnir geta unað saman í sundurlyndi Evrópuumræðunnar? Ingibjörg Sólrún sagði í Mannamáli á sunnudag, aðspurð um neikvæða afstöðu sjálfstæðisforystunnar til ESB-aðildar að þar væri á ferðinni einhver "arfur af misskilinni þjóðernispólitík." Já. Það er fast skotið. Augljóst er af orðum Ingibjargar Sólrúnar að Samfylkingin mun gera Evrópumálin að einu helsta kosningamáli flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Með öðrum orðum; eftir 3 ár verður kosið um aðild að Evrópusambandinu. Mogginn segir í leiðara í dag: "Það er mál út af fyrir sig, að þessi orð formanns Samfylkingarinnar jafngilda yfirlýsingu um að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar haldi ekki áfram að loknum næstu þingkosningunum." Já. Pólitíska stórspurningin á Íslandi í dag er þessi: Þorir Samfylkingin að halda Evrópupólitík sinni til streitu - og fara alla leið? Um hitt er líka spurt: Þorir Sjálfstæðisflokkurinn að halda Evrópumálunum utan dagskrár fram yfir næstu kosningar? Það er undiralda ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun
Umræðan um mögulega ESB-inngöngu Íslendinga hefur tekið fjörkipp á síðustu dögum. Svokallaðir hagsmunaaðilar öskra hver af öðrum í þá veru að Ísland verði vart bissnesslífinu bjóðandi ef menn fari ekki að halla sér að ESB og evru. Í þessu ljósi verður forvitnilegt í meira lagi að fylgjast með pólitískum svipbrigðum stjórnarflokkanna á næstu mánuðum og misserum. Munu stjórnarherrarnir geta unað saman í sundurlyndi Evrópuumræðunnar? Ingibjörg Sólrún sagði í Mannamáli á sunnudag, aðspurð um neikvæða afstöðu sjálfstæðisforystunnar til ESB-aðildar að þar væri á ferðinni einhver "arfur af misskilinni þjóðernispólitík." Já. Það er fast skotið. Augljóst er af orðum Ingibjargar Sólrúnar að Samfylkingin mun gera Evrópumálin að einu helsta kosningamáli flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Með öðrum orðum; eftir 3 ár verður kosið um aðild að Evrópusambandinu. Mogginn segir í leiðara í dag: "Það er mál út af fyrir sig, að þessi orð formanns Samfylkingarinnar jafngilda yfirlýsingu um að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar haldi ekki áfram að loknum næstu þingkosningunum." Já. Pólitíska stórspurningin á Íslandi í dag er þessi: Þorir Samfylkingin að halda Evrópupólitík sinni til streitu - og fara alla leið? Um hitt er líka spurt: Þorir Sjálfstæðisflokkurinn að halda Evrópumálunum utan dagskrár fram yfir næstu kosningar? Það er undiralda ... -SER.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun