Tyrkneski baðdagurinn 6. mars 2008 11:01 Konan mín vakti mig í morgun með þeim orðum að mín biði tyrkneskt bað í kvöld. Ég setti í brýrnar af því íslenskt bað hefur nægt mér hingað til. En hún er klár á því að það útlenska sé betra. Tyrkneskt bað. Mér skilst það felist í einhverri drullu sem borin er á bakið á manni - og svo sé maður makaður hátt og lágt þar til allir óhreinir andar hverfi úr sálu manns. Gott ef á að giska mögnuðum steinvölum er ekki líka raðað eftir kúnstarinnar reglum upp hryggsúluna svo maður nái almennilegu sambandi við sjálfan sig. Tyrkneskt bað, já. Ég á sumsé afmæli í dag, orðinn vel miðaldra - og aðeins tvö ár þar til ég neyðist til að spyrja sjálfan mig þessarar agalegu spurningar: Vill einhver elska 49 ára gamlan mann? Vill einhver elska, almennt. En ég er ekki illa settur. Með þessa líka konu við hlið mér sem ætlar að skíta mig út í kvöld. Og kallar það bað ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun
Konan mín vakti mig í morgun með þeim orðum að mín biði tyrkneskt bað í kvöld. Ég setti í brýrnar af því íslenskt bað hefur nægt mér hingað til. En hún er klár á því að það útlenska sé betra. Tyrkneskt bað. Mér skilst það felist í einhverri drullu sem borin er á bakið á manni - og svo sé maður makaður hátt og lágt þar til allir óhreinir andar hverfi úr sálu manns. Gott ef á að giska mögnuðum steinvölum er ekki líka raðað eftir kúnstarinnar reglum upp hryggsúluna svo maður nái almennilegu sambandi við sjálfan sig. Tyrkneskt bað, já. Ég á sumsé afmæli í dag, orðinn vel miðaldra - og aðeins tvö ár þar til ég neyðist til að spyrja sjálfan mig þessarar agalegu spurningar: Vill einhver elska 49 ára gamlan mann? Vill einhver elska, almennt. En ég er ekki illa settur. Með þessa líka konu við hlið mér sem ætlar að skíta mig út í kvöld. Og kallar það bað ... -SER.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun