Sólbrenndur heim 25. febrúar 2008 11:20 Ég hef ýmislegt reynt í sjónvarpsmennskunni en aldrei fyrr hefur þurft að hvíta mig fyrir útsendingu. Það gerðist í gær. Ég kom svo sólbrenndur af skíðum frá ítölsku ölpunum um helgina að fyrst þurfti að setja sérstakt lag af hvítu sminki á fésið á mér áður en hefðbundna förðunin tók við. Þar með var ég tilbúinn í Mannamál gærkvöldsins. Félagi Geir H. Haarde, aðalgestur minn í gær, horfði forviða á þessar aðfarir Rakelar Ottesen sminku í förðunarstólnum uppi á Lynghálsi - og báðir vorum við þakklátir fyrir að vera karlmenn; þurfa ekki að standa í þessu óláns sminkveseni á hverjum morgni ... ... en erum þó líkast til báðir með sminkuðustu mönnum landsins, starfa okkar vegna. Það er önnur Ella. Geir virkaði vel á mig í gær. Yfirvegaður þrátt fyrir furðulega framvindu í borginni. Ég saumaði náttúrlega að honum en hann svaraði alltaf ærlega. Mér finnst hann afskaplega heill stjórnmálamaður - og það er engin tilviljun að hann mælist með himinskautum í könnun Fréttablaðsins um traust landsmanna á pólitíkusum. Hann er einfaldlega traustur. Enginn fígúrustjórnmálamaður. En umfram allt traustur. Gaman svo að sjá að Ingibjörg Sólrún er hætt að vera umdeildi stjórnmálamaðurinn; sjallarnir greinilega búnir að taka hana í sátt ... Svona er pólitíkin skrykkjótt ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ég hef ýmislegt reynt í sjónvarpsmennskunni en aldrei fyrr hefur þurft að hvíta mig fyrir útsendingu. Það gerðist í gær. Ég kom svo sólbrenndur af skíðum frá ítölsku ölpunum um helgina að fyrst þurfti að setja sérstakt lag af hvítu sminki á fésið á mér áður en hefðbundna förðunin tók við. Þar með var ég tilbúinn í Mannamál gærkvöldsins. Félagi Geir H. Haarde, aðalgestur minn í gær, horfði forviða á þessar aðfarir Rakelar Ottesen sminku í förðunarstólnum uppi á Lynghálsi - og báðir vorum við þakklátir fyrir að vera karlmenn; þurfa ekki að standa í þessu óláns sminkveseni á hverjum morgni ... ... en erum þó líkast til báðir með sminkuðustu mönnum landsins, starfa okkar vegna. Það er önnur Ella. Geir virkaði vel á mig í gær. Yfirvegaður þrátt fyrir furðulega framvindu í borginni. Ég saumaði náttúrlega að honum en hann svaraði alltaf ærlega. Mér finnst hann afskaplega heill stjórnmálamaður - og það er engin tilviljun að hann mælist með himinskautum í könnun Fréttablaðsins um traust landsmanna á pólitíkusum. Hann er einfaldlega traustur. Enginn fígúrustjórnmálamaður. En umfram allt traustur. Gaman svo að sjá að Ingibjörg Sólrún er hætt að vera umdeildi stjórnmálamaðurinn; sjallarnir greinilega búnir að taka hana í sátt ... Svona er pólitíkin skrykkjótt ... -SER.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun