Foringjaefni sjálfstæðismanna 13. febrúar 2008 11:02 Það eru furðanlega margar kenningar á lofti um mögulegan eftirmann Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í leiðtogasæti sjálfstæðismanna í borginni. Furðanlega margar. Og sumar furðulegar. Augljósi kosturinn er Hanna Birna Kristjánsdóttir. Hér hljóta kjósendur flokksins frá því í borgarstjórnarkosningunum 2006 að ráða mestu, en þar hlaut Hanna Birna svo örugga kosningu í annað sæti listans (á eftir Vilhjálmi) að enginn þarf að velkjast í vafa um lýðræðislegt umboð hennar til að taka við keflinu. Hún er í raun og sann varaborgarstjóraefni flokksins. Þar fyrir utan er hún flottur stjórnmálamaður; skeleggur, rökfastur og fylginn sér - og aukinheldur málefnalegur og með skýra sýn á pólitík. Það er kraftur og ástríða í henni. Hanna Birna er í hópi tiltölulega fárra stjórnmálakvenna nú um stundir sem skara fram úr að mínu mati (og vel að merkja, hópur framúrskarandi stjórnmálakarla er heldur ekki stór). Ég get nefnt Ingibjörgu Sólrúnu, Jóhönnu og Þórunni úir Samfylkingunni, Valgerði og Siv úr Framsókn, Svandísi og Kötu Jakobs úr VG og Þorgerði Katrínu, Sigrúnu Björk og Hönnu Birnu úr Sjálfstæðisflokknum. Ég man ekki eftir fleirum. Hanna Birna gefur Þorgerði Katrínu ekkert eftir sem ein af helstu vornarstjörnum sjálfstæðismanna - og er allt eins líkleg til að leiða flokkinn á landsvísu á næstu árum og Þorgerður, þótt sú síðarnefnda sé óneitanlega koimin skrefi lengra. Hvernig dettur mönnum í hug að leika einhverja biðleiki í stöðunni, eða finna einhvern lægsta samnefnara innan flokksins til að leysa úr oddvitakrísunni. Hvort er mikilvægara; klíkur eða heill flokksins? Flokkur sem hafnar Hönnu Birnu á þessari ögurstundu er í meira lagi sjóndapur ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun
Það eru furðanlega margar kenningar á lofti um mögulegan eftirmann Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í leiðtogasæti sjálfstæðismanna í borginni. Furðanlega margar. Og sumar furðulegar. Augljósi kosturinn er Hanna Birna Kristjánsdóttir. Hér hljóta kjósendur flokksins frá því í borgarstjórnarkosningunum 2006 að ráða mestu, en þar hlaut Hanna Birna svo örugga kosningu í annað sæti listans (á eftir Vilhjálmi) að enginn þarf að velkjast í vafa um lýðræðislegt umboð hennar til að taka við keflinu. Hún er í raun og sann varaborgarstjóraefni flokksins. Þar fyrir utan er hún flottur stjórnmálamaður; skeleggur, rökfastur og fylginn sér - og aukinheldur málefnalegur og með skýra sýn á pólitík. Það er kraftur og ástríða í henni. Hanna Birna er í hópi tiltölulega fárra stjórnmálakvenna nú um stundir sem skara fram úr að mínu mati (og vel að merkja, hópur framúrskarandi stjórnmálakarla er heldur ekki stór). Ég get nefnt Ingibjörgu Sólrúnu, Jóhönnu og Þórunni úir Samfylkingunni, Valgerði og Siv úr Framsókn, Svandísi og Kötu Jakobs úr VG og Þorgerði Katrínu, Sigrúnu Björk og Hönnu Birnu úr Sjálfstæðisflokknum. Ég man ekki eftir fleirum. Hanna Birna gefur Þorgerði Katrínu ekkert eftir sem ein af helstu vornarstjörnum sjálfstæðismanna - og er allt eins líkleg til að leiða flokkinn á landsvísu á næstu árum og Þorgerður, þótt sú síðarnefnda sé óneitanlega koimin skrefi lengra. Hvernig dettur mönnum í hug að leika einhverja biðleiki í stöðunni, eða finna einhvern lægsta samnefnara innan flokksins til að leysa úr oddvitakrísunni. Hvort er mikilvægara; klíkur eða heill flokksins? Flokkur sem hafnar Hönnu Birnu á þessari ögurstundu er í meira lagi sjóndapur ... -SER.