Framganga fjölmiðla 12. febrúar 2008 10:56 Næsta yfirvegaður og réttlátur leiðari í Mogga í dag, einkum framan af. Svo syrtir í álinn. Það er ljóst að félaga Styrmi er ekki rótt. En hann veit sem er að flokkurinn er merkilegri en nokkur leiðtogi hans - og skrifar því í þá veru að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson þurfi að meta þá miklu hættu sem hann er búinn að setja flokkinn í með pólitísku látbragði sínu á síðustu vikum. "Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er í mikilli hættu ," skrifar Styrmir og bætir við: "Verði Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík fyrir alvarlegu áfalli þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn á landsvísu verður fyrir miklu áfalli." Hér skrifar ritstjóri flokksblaðs sem veit sem er að komið er að ögurstundu; heill flokksins er merkilegri en örlög eins oddvita. Á milli línanna í leiðaranum glyttir í kutann. En svo koma lokaorðin með undarlegri sneið til fjölmiðla og pólitískra andstæðinga flokksins: "Sjálfstæðismenn í Reykjavík gera ekki þá kröfu til Vilhjálms að hann hrekist úr starfi vegna framgöngu fjölmiðla. Þeir gera heldur ekki þá kröfu að hann láti pólitíska andstæðinga hrekja sig úr starfi." Bíðum nú við. ... framgöngu fjölmiðla ... ... andstæðinga hrekja ... Hef ég misst af einhverju? Hefur Vilhjálmur ekki verið einfær um að koma sér í vandræði sín? Eru þau komin til vegna framgöngu fjölmiðla? Og stafar vandi Vilhjálms af gagnrýni andstæðinga? Jedúddamía. Hverskonar blindraletur er þetta á blaðinu ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun
Næsta yfirvegaður og réttlátur leiðari í Mogga í dag, einkum framan af. Svo syrtir í álinn. Það er ljóst að félaga Styrmi er ekki rótt. En hann veit sem er að flokkurinn er merkilegri en nokkur leiðtogi hans - og skrifar því í þá veru að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson þurfi að meta þá miklu hættu sem hann er búinn að setja flokkinn í með pólitísku látbragði sínu á síðustu vikum. "Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er í mikilli hættu ," skrifar Styrmir og bætir við: "Verði Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík fyrir alvarlegu áfalli þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn á landsvísu verður fyrir miklu áfalli." Hér skrifar ritstjóri flokksblaðs sem veit sem er að komið er að ögurstundu; heill flokksins er merkilegri en örlög eins oddvita. Á milli línanna í leiðaranum glyttir í kutann. En svo koma lokaorðin með undarlegri sneið til fjölmiðla og pólitískra andstæðinga flokksins: "Sjálfstæðismenn í Reykjavík gera ekki þá kröfu til Vilhjálms að hann hrekist úr starfi vegna framgöngu fjölmiðla. Þeir gera heldur ekki þá kröfu að hann láti pólitíska andstæðinga hrekja sig úr starfi." Bíðum nú við. ... framgöngu fjölmiðla ... ... andstæðinga hrekja ... Hef ég misst af einhverju? Hefur Vilhjálmur ekki verið einfær um að koma sér í vandræði sín? Eru þau komin til vegna framgöngu fjölmiðla? Og stafar vandi Vilhjálms af gagnrýni andstæðinga? Jedúddamía. Hverskonar blindraletur er þetta á blaðinu ... -SER.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun