Pólitík þagnarinnar 11. febrúar 2008 11:10 Ég man ekki til þess í annan tíma að jafn mikil þögn hafi umlukið nokkurt íslenskt stjórnmálaafl og gamla góða Sjálfstæðisflokkinn nú um stundir. Þögnin er alger. Og yfirþyrmandi. Já, og altumlykjandi. En vitaskuld má greina hósta og stunur í bakherbergjunum. Eða altént má ímynda sér hvorutveggja. Pólitísku búkhljóðin eru þarna einhvers staðar ... en þeim er skipulega haldið til hlés. Heill stjórnmálaflokkur er ekki til viðtals um það sem er að gerast í stjórnmálunum. Eða er hann kannski ekki heill? Á meðan kvarnast úr ímynd Sjálfstæðisflokksins sem trausts og trúverðugs stjórnmálaflokks. Á meðan efast stór hluti þjóðarinnar um að flokkurinn hafi stjórn á sjálfum sér. Flokkurinn hefur greinilega ekki svör. Hann hefur lokað sig af inni í kústaskáp eins og lítill strákur sem veit upp á sig skömmina og bíður þess eins að reiði foreldrana líði hjá. Hættan er hins vegar sú að flokkurinn líði hjá. Spurningin er vitaskuld sú hvort oddvitinn sé þess virði ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun
Ég man ekki til þess í annan tíma að jafn mikil þögn hafi umlukið nokkurt íslenskt stjórnmálaafl og gamla góða Sjálfstæðisflokkinn nú um stundir. Þögnin er alger. Og yfirþyrmandi. Já, og altumlykjandi. En vitaskuld má greina hósta og stunur í bakherbergjunum. Eða altént má ímynda sér hvorutveggja. Pólitísku búkhljóðin eru þarna einhvers staðar ... en þeim er skipulega haldið til hlés. Heill stjórnmálaflokkur er ekki til viðtals um það sem er að gerast í stjórnmálunum. Eða er hann kannski ekki heill? Á meðan kvarnast úr ímynd Sjálfstæðisflokksins sem trausts og trúverðugs stjórnmálaflokks. Á meðan efast stór hluti þjóðarinnar um að flokkurinn hafi stjórn á sjálfum sér. Flokkurinn hefur greinilega ekki svör. Hann hefur lokað sig af inni í kústaskáp eins og lítill strákur sem veit upp á sig skömmina og bíður þess eins að reiði foreldrana líði hjá. Hættan er hins vegar sú að flokkurinn líði hjá. Spurningin er vitaskuld sú hvort oddvitinn sé þess virði ... -SER.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun