Vatnskóngurinn á mannamáli 1. febrúar 2008 17:27 Þéttur þáttur hjá mér á Mannamáli á sunnudagskvöld. Aðalgestur minn verður Jón Ólafsson athafnaskáld sem er kominn heim - og sigri hrósandi. Ævintýrið á bak við vatnsútflutning þessa eins umtalaðasta bissnessmanns síðari ára á Íslandi er lyginni líkast. Kominn með risasamning við stærsta drykkjarvörudreifanda heims, takk fyrir. Við Jón ætlum að rifja upp allan aðdragandann að Icelandic Glacial sem er nokkuð reyfarakenndur. Og svo tölum við líka um pólitískan flótta hans frá Íslandi um árið; skyldi hann vera búinn að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum? Kommi á Ölstofunni og Kiddi Bigfoot verða líka gestir mínir og ræða það nýjasta nýtt í gjálífinu; að stera sig upp fyrir miðbæjarátökin um helgar. Svo ætlar Einar Kára að tala um íslenska karlmennsku og Kata Jak og Gerður Kristný mæta báðar léttari með litlu krílin upp á arminn. Sumsé hlé á pólitíkinni ... en hva, er ekki allt pólitík ef út í það er farið! Munið það landsmenn, allir sem einn: Allt í opinni dagskrá eftir fréttir á sunnudagskvöld - ókeypis og engin afnotagjöld ... PS. Sá að nýjasta áhorfsmæling á Mannamál sýnir 27 prósenta uppsafnað áhorf. Það er náttúrlega æðislegt ... Takk fyrir að horfa ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun
Þéttur þáttur hjá mér á Mannamáli á sunnudagskvöld. Aðalgestur minn verður Jón Ólafsson athafnaskáld sem er kominn heim - og sigri hrósandi. Ævintýrið á bak við vatnsútflutning þessa eins umtalaðasta bissnessmanns síðari ára á Íslandi er lyginni líkast. Kominn með risasamning við stærsta drykkjarvörudreifanda heims, takk fyrir. Við Jón ætlum að rifja upp allan aðdragandann að Icelandic Glacial sem er nokkuð reyfarakenndur. Og svo tölum við líka um pólitískan flótta hans frá Íslandi um árið; skyldi hann vera búinn að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum? Kommi á Ölstofunni og Kiddi Bigfoot verða líka gestir mínir og ræða það nýjasta nýtt í gjálífinu; að stera sig upp fyrir miðbæjarátökin um helgar. Svo ætlar Einar Kára að tala um íslenska karlmennsku og Kata Jak og Gerður Kristný mæta báðar léttari með litlu krílin upp á arminn. Sumsé hlé á pólitíkinni ... en hva, er ekki allt pólitík ef út í það er farið! Munið það landsmenn, allir sem einn: Allt í opinni dagskrá eftir fréttir á sunnudagskvöld - ókeypis og engin afnotagjöld ... PS. Sá að nýjasta áhorfsmæling á Mannamál sýnir 27 prósenta uppsafnað áhorf. Það er náttúrlega æðislegt ... Takk fyrir að horfa ... -SER.