Uppreisnin í borginni 24. janúar 2008 14:11 Þetta er dagur einsdæmana í borgarstjórn. Aldrei fyrr hefur þurft að fresta fundi í borgarstjórn vegna mótmæla á pöllum. Aldrei fyrr hefur nýr meirihluti tekið við völdum við viðlíka aðstæður. Aldrei fyrr hefur afsögn oddvita stjórnmálaflokks fallið í skugga jafn dramatískra atburða. Og aldrei fyrr hafa sjálfstæðismenn komist til meirihlutaáhrifa í borgarstjórn án þess að eiga borgarstjórann. Sem segiur eitthvað ... Fyrir nú utan hitt, sem er að verða undarlega gömul frétt; aldrei fyrr hefur meirirhluti fallið í borginni ... tvisvar. Nýjum meirirhluta mætir þrennt: 1. Söguleg mótmæli sem sér ekki fyrir endan á. Gildir einu hvort þau eru skipulögð eða óskipulögð. 2. Óvenjulega óhagstæð skoðanakönnun í Fréttablaðinu þar sem fram kemur að aðeins 5,5 prósent aðspurðra vilja nýja borgarstjórann. 3. Hrikaleg áskorun um að sanna það að meirihlutinn sé ekki jafn veikur og af er látið á hvaða mannamótum sem er. Ég veit hreinlega ekki hvað skal segja. Þetta er pólitískt einsdæmi. Það má hins vegar ekki gleymast að nýr meirihluti hefur komist til valda með fullkomnlega lýðræðislegum hætti. Pólitíkin - já, gamla góða fulltrúalýðræðið - er einfaldlega svona. Það veit núverandi minnihluti jafn vel og nýtilkominn meirihluti. Ólafur vildi út og hafði til þess eitt atkvæði. Það nægir. Hver er glæpur sjálfstæðismanna? Að taka við honum? Það var þá jafn stór glæpur að hálfu fyrri meirihluta að taka við Birni Inga. Eða hver er eiginlega munurinn? Ég sé hann ekki. Ég sá hins vegar mótmælin í dag. Hafði gaman af. Hreisft eiginlega svolítið, því þjóð mín er bæld og tuðar allajafna innávið. Það má ekki gleymast að til þess eru pallarnir í Ráðhúsi Reykjavíkur að almenningur geti þar látið til sín heyra. Loksins. Við höfum jafnan verið myglulega daufir kjósendur sem látum allt yfir okkur ganga, einkum lúmskar skattahækkanir og illa grundaða stjórnsýslu og afglöp ráðamanna. Loksins taka einhverjir á sig rögg ... og þó þessir einhverjir hafi að uppistöðu verið fylgismenn gömlu R-listaflokkanna ... þá voru þeir að minnsta kosti ráðandi lýður um stund. Það er lýðræði ... En þetta að lokum: Ég held að reykvísk stjórnmál séu í sögulegri lægð þessa dagana. Og hafi verið það allt frá því REI-málið kveikti fyrstu eldana. Tími sterkra stjórna í borginni er liðinn - í bili ... Tími trúnaðar og trausts er líka liðinn - í bili ... Þar hafa allir lagt sitt af mörkum - og þar eru engir heilagir ... í bili. Það þarf nýjar kosningar til að skýra mál. En biðin eftir þeim verður löng og ströng og strembin. Þorrinn byrjar á morgun - jafn súrsaður og kæstur og pólitíkin er um þessar mundir ... góða skemmtun. -SER. tvennt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun
Þetta er dagur einsdæmana í borgarstjórn. Aldrei fyrr hefur þurft að fresta fundi í borgarstjórn vegna mótmæla á pöllum. Aldrei fyrr hefur nýr meirihluti tekið við völdum við viðlíka aðstæður. Aldrei fyrr hefur afsögn oddvita stjórnmálaflokks fallið í skugga jafn dramatískra atburða. Og aldrei fyrr hafa sjálfstæðismenn komist til meirihlutaáhrifa í borgarstjórn án þess að eiga borgarstjórann. Sem segiur eitthvað ... Fyrir nú utan hitt, sem er að verða undarlega gömul frétt; aldrei fyrr hefur meirirhluti fallið í borginni ... tvisvar. Nýjum meirirhluta mætir þrennt: 1. Söguleg mótmæli sem sér ekki fyrir endan á. Gildir einu hvort þau eru skipulögð eða óskipulögð. 2. Óvenjulega óhagstæð skoðanakönnun í Fréttablaðinu þar sem fram kemur að aðeins 5,5 prósent aðspurðra vilja nýja borgarstjórann. 3. Hrikaleg áskorun um að sanna það að meirihlutinn sé ekki jafn veikur og af er látið á hvaða mannamótum sem er. Ég veit hreinlega ekki hvað skal segja. Þetta er pólitískt einsdæmi. Það má hins vegar ekki gleymast að nýr meirihluti hefur komist til valda með fullkomnlega lýðræðislegum hætti. Pólitíkin - já, gamla góða fulltrúalýðræðið - er einfaldlega svona. Það veit núverandi minnihluti jafn vel og nýtilkominn meirihluti. Ólafur vildi út og hafði til þess eitt atkvæði. Það nægir. Hver er glæpur sjálfstæðismanna? Að taka við honum? Það var þá jafn stór glæpur að hálfu fyrri meirihluta að taka við Birni Inga. Eða hver er eiginlega munurinn? Ég sé hann ekki. Ég sá hins vegar mótmælin í dag. Hafði gaman af. Hreisft eiginlega svolítið, því þjóð mín er bæld og tuðar allajafna innávið. Það má ekki gleymast að til þess eru pallarnir í Ráðhúsi Reykjavíkur að almenningur geti þar látið til sín heyra. Loksins. Við höfum jafnan verið myglulega daufir kjósendur sem látum allt yfir okkur ganga, einkum lúmskar skattahækkanir og illa grundaða stjórnsýslu og afglöp ráðamanna. Loksins taka einhverjir á sig rögg ... og þó þessir einhverjir hafi að uppistöðu verið fylgismenn gömlu R-listaflokkanna ... þá voru þeir að minnsta kosti ráðandi lýður um stund. Það er lýðræði ... En þetta að lokum: Ég held að reykvísk stjórnmál séu í sögulegri lægð þessa dagana. Og hafi verið það allt frá því REI-málið kveikti fyrstu eldana. Tími sterkra stjórna í borginni er liðinn - í bili ... Tími trúnaðar og trausts er líka liðinn - í bili ... Þar hafa allir lagt sitt af mörkum - og þar eru engir heilagir ... í bili. Það þarf nýjar kosningar til að skýra mál. En biðin eftir þeim verður löng og ströng og strembin. Þorrinn byrjar á morgun - jafn súrsaður og kæstur og pólitíkin er um þessar mundir ... góða skemmtun. -SER. tvennt
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun